Rúmlega 100 fastir á Landspítala 13. desember 2004 00:01 Á Landspítala háskólasjúkrahúsi eru nú 102 einstaklingar sem bíða eftir varanlegri vistun utan spítalans. Á LSH njóta þeir hjúkrunar og umönnunar, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra sem undirstrikar mikilvægi þess að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða og unga fatlaða einstaklinga. Anna Lilja sagði, að þessir einstaklingar væru búnir í öllum dýrum rannsóknum. Engu að síður væri kostnaður við dvöl þeirra á LSH meiri heldur en hann myndi vera á hjúkrunarheimilum. Hún kvaðst ekki hafa handbærar tölur um hve mikill hann væri. Samkvæmt nýjum stjórnunarupplýsingum spítalans fyrir janúar - október 2004 sýndi rekstraruppgjör LSH eftir tíu mánuði 188 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,8%. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrargjöld 1,5% umfram áætlun. Kostnaður við S-merkt lyf hefur aukist um tæp 10% á einu ári en annar lyfjakostnaður lækkað um 3,5%. Rekstur flestra sviða er innan áætlunar. Í takt við áherslu spítalans um eflingu dag- og göngudeilda fjölgar komum á göngudeildir spítalans um 5,5% frá fyrra ári. Komum á slysa- og bráðamóttökur spítalans hefur fjölgað um 2,9% frá fyrra ári, þó stefnt hafi verið að fækkun þeirra. Fjöldi lega/sjúklinga á legudeildum stendur nokkurn veginn í stað en legutími styttist úr 8,8 dögum í 8,2 daga og komum á dagdeildir fækkar um 7,9%. Fæðingum fjölgar um 4,6%. Komum á blóðskilunardeild fjölgar um 16,5%. Notkun á sjúkrahústengdri heimaþjónustu hefur sífellt verið að aukast með áherslu á styttri legutíma. Heimsóknum sjúkrahústengdrar heimaþjónustu fjölgar um 8,3% á einu ári. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga eða um tæpt 1% á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sömu mánuði síðasta árs. Aukningin er sem fyrr mest í dagdeildaraðgerðum á augum en einnig fjölgar aðgerðum í almennum skurðlækningum, öðrum augnskurðlækningum, barnaskurðlækningum, bæklunarskurðlækningum, heila- og taugaskurðlækningum og æðaskurðlækningum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira
Á Landspítala háskólasjúkrahúsi eru nú 102 einstaklingar sem bíða eftir varanlegri vistun utan spítalans. Á LSH njóta þeir hjúkrunar og umönnunar, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra sem undirstrikar mikilvægi þess að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða og unga fatlaða einstaklinga. Anna Lilja sagði, að þessir einstaklingar væru búnir í öllum dýrum rannsóknum. Engu að síður væri kostnaður við dvöl þeirra á LSH meiri heldur en hann myndi vera á hjúkrunarheimilum. Hún kvaðst ekki hafa handbærar tölur um hve mikill hann væri. Samkvæmt nýjum stjórnunarupplýsingum spítalans fyrir janúar - október 2004 sýndi rekstraruppgjör LSH eftir tíu mánuði 188 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,8%. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrargjöld 1,5% umfram áætlun. Kostnaður við S-merkt lyf hefur aukist um tæp 10% á einu ári en annar lyfjakostnaður lækkað um 3,5%. Rekstur flestra sviða er innan áætlunar. Í takt við áherslu spítalans um eflingu dag- og göngudeilda fjölgar komum á göngudeildir spítalans um 5,5% frá fyrra ári. Komum á slysa- og bráðamóttökur spítalans hefur fjölgað um 2,9% frá fyrra ári, þó stefnt hafi verið að fækkun þeirra. Fjöldi lega/sjúklinga á legudeildum stendur nokkurn veginn í stað en legutími styttist úr 8,8 dögum í 8,2 daga og komum á dagdeildir fækkar um 7,9%. Fæðingum fjölgar um 4,6%. Komum á blóðskilunardeild fjölgar um 16,5%. Notkun á sjúkrahústengdri heimaþjónustu hefur sífellt verið að aukast með áherslu á styttri legutíma. Heimsóknum sjúkrahústengdrar heimaþjónustu fjölgar um 8,3% á einu ári. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga eða um tæpt 1% á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sömu mánuði síðasta árs. Aukningin er sem fyrr mest í dagdeildaraðgerðum á augum en einnig fjölgar aðgerðum í almennum skurðlækningum, öðrum augnskurðlækningum, barnaskurðlækningum, bæklunarskurðlækningum, heila- og taugaskurðlækningum og æðaskurðlækningum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira