Allt í einu skíðlogaði allt! 13. desember 2004 00:01 Hlynur Hreiðarsson vélvirki var að slípa og sjóða saman rör fyrir Hitaveitu Suðurnesja ásamt öðrum vélvirkja þegar neisti fór úr slípirokk í nálæga tunnu fulla af olíu við útvegg vélsmiðjunnar. Eldurinn blossaði upp. Nálægt olíutunnunni voru málningarafgangar og þar héngu líka vinnugallar. Vélsmiðirnir gripu nálæg slökkvitæki og tæmdu þau en allt kom fyrir ekki. Húsið varð alelda á örskammri stundu. "Allt í einu skíðlogaði allt. Það var eldhaf. Við reyndum að beita slökkvitækjum en hringdum svo í slökkviliðið," sagði Hlynur eftir hádegi í gær þegar hann var mættur aftur í vinnu eftir að hafa farið heim um morguninn og lagt sig. "Þetta var skelfilegt. Þetta gerðist ansi hratt. Maður er í sjokki. Ég skil ekki hvernig þetta hefur gerst. Eldurinn hlýtur að hafa náð í eitthvað sem vanalega næst ekki í," sagði hann. "Það var pollur á gólfinu og allt í einu skíðlogaði allt." Eldurinn kom upp um fimmleytið í fyrrinótt þegar vélvirkjarnir voru að klára verkið. Hlynur segir að á nokkrum sekúndum hafi þeir séð að ekki yrði neitt við eldinn ráðið og flýttu þeir sér þá út úr húsinu. Slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar. Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar, segir að að mestu leyti hafi verið búið að slökkva eldinn þegar hann hafi komið á staðinn í gærmorgun. Hann telur að tjónið hlaupi að minnsta kosti á tugum milljóna króna. Húsinu verði lokað, bráðabirgðarafmagn tengt í það og hita komið á svo að hægt verði að hefja störf. Grindin sé að mestu heil en það taki nokkra mánuði að taka alla klæðningu utan af húsinu og klæða það upp á nýtt auk þess sem það þurfi að hreinsa húsið og endurnýja að innan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Hlynur Hreiðarsson vélvirki var að slípa og sjóða saman rör fyrir Hitaveitu Suðurnesja ásamt öðrum vélvirkja þegar neisti fór úr slípirokk í nálæga tunnu fulla af olíu við útvegg vélsmiðjunnar. Eldurinn blossaði upp. Nálægt olíutunnunni voru málningarafgangar og þar héngu líka vinnugallar. Vélsmiðirnir gripu nálæg slökkvitæki og tæmdu þau en allt kom fyrir ekki. Húsið varð alelda á örskammri stundu. "Allt í einu skíðlogaði allt. Það var eldhaf. Við reyndum að beita slökkvitækjum en hringdum svo í slökkviliðið," sagði Hlynur eftir hádegi í gær þegar hann var mættur aftur í vinnu eftir að hafa farið heim um morguninn og lagt sig. "Þetta var skelfilegt. Þetta gerðist ansi hratt. Maður er í sjokki. Ég skil ekki hvernig þetta hefur gerst. Eldurinn hlýtur að hafa náð í eitthvað sem vanalega næst ekki í," sagði hann. "Það var pollur á gólfinu og allt í einu skíðlogaði allt." Eldurinn kom upp um fimmleytið í fyrrinótt þegar vélvirkjarnir voru að klára verkið. Hlynur segir að á nokkrum sekúndum hafi þeir séð að ekki yrði neitt við eldinn ráðið og flýttu þeir sér þá út úr húsinu. Slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar. Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar, segir að að mestu leyti hafi verið búið að slökkva eldinn þegar hann hafi komið á staðinn í gærmorgun. Hann telur að tjónið hlaupi að minnsta kosti á tugum milljóna króna. Húsinu verði lokað, bráðabirgðarafmagn tengt í það og hita komið á svo að hægt verði að hefja störf. Grindin sé að mestu heil en það taki nokkra mánuði að taka alla klæðningu utan af húsinu og klæða það upp á nýtt auk þess sem það þurfi að hreinsa húsið og endurnýja að innan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira