Nottla gegt gaman 14. desember 2004 00:01 Unga fólkið hefur skapað sér sitt eigið tungutak. Það hefur orðið til með nýjum samskiptaleiðum þar sem lítið pláss og mikill hraði ráða för. SMS og MSN er vettvangur samskipta ungmenna og ekki fyrir hvern sem er að skilja hvað þeim fer á milli. Fjöldi orða er skrifaður með öðrum hætti en áður hefur tíðkast og gjarnan er reynt að stafsetja þau í takt við hljóminn. Saman við hinn nýja rithátt íslenskunnar blandast svo nokkrir kimar enskrar tungu og ber þar mest á þremur meginþáttum, það er; hefðbundnum enskum slettum, bölvi og ragni á ensku og skammstöfunum orða og orðasambanda á ensku. Bölvið og ragnið verður ekki tíundað sérstaklega hér en sem dæmi um enskar skammstafanir má nefna; lol (lots of laughs) og omg (oh my good). Þá eru ýmis tákn mikið notuð og fer þar mest fyrir brosköllum með mismunandi svipbrigðum sem ætlað er að leggja áherslu á hið ritaða mál. Dæmi um MSN og SMS orðSlangur Þýðir Slangur ÞýðirEttaÞettaAllavenaAlla vegannaGeðeiktGeðveiktEssuÞessuGegtGeðveiktGeturru?Geturðu?GeggtGeðveiktEikkurEinhverMarMaðurNebbleaNefnilegaMarrMaðurAtlaru?Ætlarðu?NottlaNáttúrulegaSolisSvoleiðisEillegaEiginlegaSollisSvoleiðisEikkaðEitthvaðHuxaHugsaEikkaEitthvaðAuddaAuðvitaðEkkaEitthvaðÆslegtÆðislegtKasseiru?Hvað segirðu?NáttlegaNáttúrulega Það má heita athyglisvert að ungt fólk á afar gott með að skilja hvert annað þrátt fyrir að orðfærið sé á köflum nánast óskiljanlegt þeim sem eldri eru. Virðist sem vindar í þessum efnum blási með sama hætti um flestar þær þúfur sem ungmenni fyrirfinnast á. Það má líka heita athyglisvert að aðlögunarhæfni unga fólksins er gríðarmikil því flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að krakkarnir ættu næsta auðvelt með að skipta um rithátt eftir viðfangsefnum. SMS- og MSN-málið nær aðeins í litlum mæli inn í skólastofurnar og þegar foreldrum eða öðrum fullorðnum eru send skilaboð eru þau skrifuð á hefðbundnu máli. Því má segja að krakkarnir tali tungum tveim. SMSOGMSNSMS er skilaboðakerfi farsíma. Í því er hægt að skrifa stuttan texta og senda á milli símanna. Textinn er skrifaður með tölustafahnöppum símans og eru þrír til fjórir bókstafir á bak við hvern tölustaf. Vanalega eru skilaboðin skrifuð með þumalfingrunum sem fyrir vikið eru orðnir sá líkamshluti sem unglingar nota hvað mest. Skilaboðin þurfa að vera stuttorð og hnitmiðuð þar sem símaskjárinn er jafnan lítill og plássið takmarkað.MSN er samskiptakerfi í tölvum þar sem hægt er að senda skilaboð á milli tveggja eða fleiri tölva á örskotsstundu. Skilaboðin eru slegin inn á lyklaborði tölvunnar. Samskiptin fara fram á miklum hraða og því gildir að nota sem fæsta stafi í orðin til að koma skilaboðunum sem fyrst frá sér. Þannig fær maður jú svörin fyrr. Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Unga fólkið hefur skapað sér sitt eigið tungutak. Það hefur orðið til með nýjum samskiptaleiðum þar sem lítið pláss og mikill hraði ráða för. SMS og MSN er vettvangur samskipta ungmenna og ekki fyrir hvern sem er að skilja hvað þeim fer á milli. Fjöldi orða er skrifaður með öðrum hætti en áður hefur tíðkast og gjarnan er reynt að stafsetja þau í takt við hljóminn. Saman við hinn nýja rithátt íslenskunnar blandast svo nokkrir kimar enskrar tungu og ber þar mest á þremur meginþáttum, það er; hefðbundnum enskum slettum, bölvi og ragni á ensku og skammstöfunum orða og orðasambanda á ensku. Bölvið og ragnið verður ekki tíundað sérstaklega hér en sem dæmi um enskar skammstafanir má nefna; lol (lots of laughs) og omg (oh my good). Þá eru ýmis tákn mikið notuð og fer þar mest fyrir brosköllum með mismunandi svipbrigðum sem ætlað er að leggja áherslu á hið ritaða mál. Dæmi um MSN og SMS orðSlangur Þýðir Slangur ÞýðirEttaÞettaAllavenaAlla vegannaGeðeiktGeðveiktEssuÞessuGegtGeðveiktGeturru?Geturðu?GeggtGeðveiktEikkurEinhverMarMaðurNebbleaNefnilegaMarrMaðurAtlaru?Ætlarðu?NottlaNáttúrulegaSolisSvoleiðisEillegaEiginlegaSollisSvoleiðisEikkaðEitthvaðHuxaHugsaEikkaEitthvaðAuddaAuðvitaðEkkaEitthvaðÆslegtÆðislegtKasseiru?Hvað segirðu?NáttlegaNáttúrulega Það má heita athyglisvert að ungt fólk á afar gott með að skilja hvert annað þrátt fyrir að orðfærið sé á köflum nánast óskiljanlegt þeim sem eldri eru. Virðist sem vindar í þessum efnum blási með sama hætti um flestar þær þúfur sem ungmenni fyrirfinnast á. Það má líka heita athyglisvert að aðlögunarhæfni unga fólksins er gríðarmikil því flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að krakkarnir ættu næsta auðvelt með að skipta um rithátt eftir viðfangsefnum. SMS- og MSN-málið nær aðeins í litlum mæli inn í skólastofurnar og þegar foreldrum eða öðrum fullorðnum eru send skilaboð eru þau skrifuð á hefðbundnu máli. Því má segja að krakkarnir tali tungum tveim. SMSOGMSNSMS er skilaboðakerfi farsíma. Í því er hægt að skrifa stuttan texta og senda á milli símanna. Textinn er skrifaður með tölustafahnöppum símans og eru þrír til fjórir bókstafir á bak við hvern tölustaf. Vanalega eru skilaboðin skrifuð með þumalfingrunum sem fyrir vikið eru orðnir sá líkamshluti sem unglingar nota hvað mest. Skilaboðin þurfa að vera stuttorð og hnitmiðuð þar sem símaskjárinn er jafnan lítill og plássið takmarkað.MSN er samskiptakerfi í tölvum þar sem hægt er að senda skilaboð á milli tveggja eða fleiri tölva á örskotsstundu. Skilaboðin eru slegin inn á lyklaborði tölvunnar. Samskiptin fara fram á miklum hraða og því gildir að nota sem fæsta stafi í orðin til að koma skilaboðunum sem fyrst frá sér. Þannig fær maður jú svörin fyrr.
Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira