Uppruni jólablands óþekktur 15. desember 2004 00:01 Hefð er fyrir því á íslenskum heimilum að skola hangikjöti, laufabrauði og öðru jólameti niður með blöndu af malti og appelsíni. Siðurinn er allgamall en þó virðist nokkuð á huldu hvernig hann er tilkominn. Lárus Berg, framkvæmdastjóri á tæknisviði Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, hefur unnið við maltbruggun um áratuga skeið og þekkir því drykkinn gjörla. Eða hvað? "Því er nú verr og miður að maður veit eiginlega ekki alveg hvaðan hefðin er komin. Þegar ég kom hingað þá voru hér menn sem voru búnir að vinna hjá Ölgerðinni í hálfa öld. Ég fór að spjalla við þá um þetta og þeir gátu ekki sagt til um uppruna blöndunar" segir hann. Lárus hefur þó heyrt kenningar um að blöndunin hafi byrjað í heimahúsum þegar menn reyndu að drýgja maltið með því að setja út í það ýmsa afganga, en áður fyrr var maltextraktið alldýrt. Víða í Evrópu er til siðs að blanda öl með ávaxtasöfum og límonaði af ýmsu tagi, til dæmis í Þýskalandi. Ekki er útilokað að jólablandið sé undir áhrifum þaðan. Þótt erfitt sé að segja hvers vegna menn tóku að blanda þessum drykkjum saman þá er hægt að segja með nokkurri vissu hvenær menn byrjuðu á því. Maltið hefur verið framleitt óslitið frá 1913. Heimildir eru fyrir maltdrýgindum á fimmta áratugnum, appelsínið kom hins vegar fram í núverandi mynd um miðjan sjötta áratuginn og um 1960 var siðurinn orðinn nokkuð almennur. Ekki er vitað um staðbundin afbrigði blöndunnar en sumum þykir gott að setja lögg af kóladrykkjum út í hana. Hægt að fá malt og appelsín tilbúið á dós í fyrsta sinn í ár en farið var að setja jólaöl á dós í fyrra. Innlent Jól Menning Mest lesið Svona gerirðu graflax Jól Laufabrauð Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Eggaldin í staðinn fyrir síld Jól Jólaís með Möndlu- hunangskexi Jól Dýfist í mjólk - Rúsínukökur ömmu Jólin Samviskulegar smákökur Jól Logi: Þakklátur að geta haldið jólin Jólin Gyðingakökur Jól
Hefð er fyrir því á íslenskum heimilum að skola hangikjöti, laufabrauði og öðru jólameti niður með blöndu af malti og appelsíni. Siðurinn er allgamall en þó virðist nokkuð á huldu hvernig hann er tilkominn. Lárus Berg, framkvæmdastjóri á tæknisviði Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, hefur unnið við maltbruggun um áratuga skeið og þekkir því drykkinn gjörla. Eða hvað? "Því er nú verr og miður að maður veit eiginlega ekki alveg hvaðan hefðin er komin. Þegar ég kom hingað þá voru hér menn sem voru búnir að vinna hjá Ölgerðinni í hálfa öld. Ég fór að spjalla við þá um þetta og þeir gátu ekki sagt til um uppruna blöndunar" segir hann. Lárus hefur þó heyrt kenningar um að blöndunin hafi byrjað í heimahúsum þegar menn reyndu að drýgja maltið með því að setja út í það ýmsa afganga, en áður fyrr var maltextraktið alldýrt. Víða í Evrópu er til siðs að blanda öl með ávaxtasöfum og límonaði af ýmsu tagi, til dæmis í Þýskalandi. Ekki er útilokað að jólablandið sé undir áhrifum þaðan. Þótt erfitt sé að segja hvers vegna menn tóku að blanda þessum drykkjum saman þá er hægt að segja með nokkurri vissu hvenær menn byrjuðu á því. Maltið hefur verið framleitt óslitið frá 1913. Heimildir eru fyrir maltdrýgindum á fimmta áratugnum, appelsínið kom hins vegar fram í núverandi mynd um miðjan sjötta áratuginn og um 1960 var siðurinn orðinn nokkuð almennur. Ekki er vitað um staðbundin afbrigði blöndunnar en sumum þykir gott að setja lögg af kóladrykkjum út í hana. Hægt að fá malt og appelsín tilbúið á dós í fyrsta sinn í ár en farið var að setja jólaöl á dós í fyrra.
Innlent Jól Menning Mest lesið Svona gerirðu graflax Jól Laufabrauð Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Eggaldin í staðinn fyrir síld Jól Jólaís með Möndlu- hunangskexi Jól Dýfist í mjólk - Rúsínukökur ömmu Jólin Samviskulegar smákökur Jól Logi: Þakklátur að geta haldið jólin Jólin Gyðingakökur Jól