Vill rjúpu á jólaborðið 15. desember 2004 00:01 Í svartasta skammdeginu, þegar dagsbirtan varir aðeins í nokkrar mínútur í senn, er ekkert betra en að horfa á myndir af Íslandi í sól. Þetta er því einmitt tíminn til að horfa á mynd um veiði," segir Eggert Skúlason sem á dögunum gaf út DVD-diskinn Veiðiperlur, þar sem fylgst er með lax- og silungsveiði víða um land. "Þetta er fyrst og fremst afþreying fyrir veiðimenn og við merkjum á sölunni að fólk lítur á diskinn sem góða jólagjöf," bætir hann við. Sjálfur er Eggert mikill reynslubanki í gerð myndefnis af þessu tagi og segist hafa verið viðloðandi framleiðslu á um 1300 mínútum á sjónvarpsefni um lax- og silungsveiðar. "Við fundum í sumar að þessi reynsla er farin að telja og náðum til dæmis góðum senum undir yfirborðinu." Meðfram kvikmyndagerðinni rekur Eggert fyrirtækið Franca sem hann á sjálfur. "Við sinnum kynningarmálum og útgáfustarfsemi, eiginlega öllu því sem ég ætlaði aldrei að gera aftur. En þetta er bara svo skemmtileg vinna." Eggert segist þó algjörlega læknaður af fjölmiðlabakteríunni en kveðst orðinn of gamall til að segja aldrei. Meðfram þessu er Eggert varaformaður Hjartaheils, landssamtaka hjartasjúklinga. Hann segir að jólatíðin sé mikill áhættutími fyrir hjartveika. "Fólk er stressað og hefur áhyggjur af ýmsu. Það á líka til að borða meira en það þarf, mikið af söltuðum og reyktum mat en það skiptir máli að menn hlusti líka á hjartað í sér, ekki bara magann." Eggert er kunnur fyrir ástríðu sína á rjúpnaveiðum og vill meina að friðun rjúpunnar hafi ekki komið sér vel fyrir hjartasjúklinga. "Í rjúpnaveiði var holl hreyfing og menn gátu sótt sér hollan mat en nú er það frá." Hann hefur þó ekki gefið það upp á bátinn að fá rjúpu í jólamatinn. "Ég lifi í þeirri von að einhver sem hefur keyrt á svona níu rjúpur komi með þær í poka og gefi mér. Varaáætlunin er hins vegar að bryðja gæs sem ég skaut austur í Mýrdal í byrjun október." Innlent Jól Menning Mest lesið Gyðingakökur Jól Súkkulaði- kókoskökur Jól Jólastjakar Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jólakvíði og streita Jól Svona gerirðu graflax Jól Jól Jól
Í svartasta skammdeginu, þegar dagsbirtan varir aðeins í nokkrar mínútur í senn, er ekkert betra en að horfa á myndir af Íslandi í sól. Þetta er því einmitt tíminn til að horfa á mynd um veiði," segir Eggert Skúlason sem á dögunum gaf út DVD-diskinn Veiðiperlur, þar sem fylgst er með lax- og silungsveiði víða um land. "Þetta er fyrst og fremst afþreying fyrir veiðimenn og við merkjum á sölunni að fólk lítur á diskinn sem góða jólagjöf," bætir hann við. Sjálfur er Eggert mikill reynslubanki í gerð myndefnis af þessu tagi og segist hafa verið viðloðandi framleiðslu á um 1300 mínútum á sjónvarpsefni um lax- og silungsveiðar. "Við fundum í sumar að þessi reynsla er farin að telja og náðum til dæmis góðum senum undir yfirborðinu." Meðfram kvikmyndagerðinni rekur Eggert fyrirtækið Franca sem hann á sjálfur. "Við sinnum kynningarmálum og útgáfustarfsemi, eiginlega öllu því sem ég ætlaði aldrei að gera aftur. En þetta er bara svo skemmtileg vinna." Eggert segist þó algjörlega læknaður af fjölmiðlabakteríunni en kveðst orðinn of gamall til að segja aldrei. Meðfram þessu er Eggert varaformaður Hjartaheils, landssamtaka hjartasjúklinga. Hann segir að jólatíðin sé mikill áhættutími fyrir hjartveika. "Fólk er stressað og hefur áhyggjur af ýmsu. Það á líka til að borða meira en það þarf, mikið af söltuðum og reyktum mat en það skiptir máli að menn hlusti líka á hjartað í sér, ekki bara magann." Eggert er kunnur fyrir ástríðu sína á rjúpnaveiðum og vill meina að friðun rjúpunnar hafi ekki komið sér vel fyrir hjartasjúklinga. "Í rjúpnaveiði var holl hreyfing og menn gátu sótt sér hollan mat en nú er það frá." Hann hefur þó ekki gefið það upp á bátinn að fá rjúpu í jólamatinn. "Ég lifi í þeirri von að einhver sem hefur keyrt á svona níu rjúpur komi með þær í poka og gefi mér. Varaáætlunin er hins vegar að bryðja gæs sem ég skaut austur í Mýrdal í byrjun október."
Innlent Jól Menning Mest lesið Gyðingakökur Jól Súkkulaði- kókoskökur Jól Jólastjakar Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jólakvíði og streita Jól Svona gerirðu graflax Jól Jól Jól