Niður með jólaljósin 15. desember 2004 00:01 Kúbversk stjórnvöld hafa krafist þess að bandaríska sendinefndin á Kúbu taki niður jólaskreytingar sem skreyta húsnæði þess í Havana. Ástæðan er sú að hluti af jólaskreytingunni er talan 75, sem er stuðningsyfirlýsing við 75 kúbverska andófsmenn sem voru dæmdir í allt að 28 ára fangelsi fyrr á árinu. James Cason, yfirmaður sendinefndarinnar, sagði að ekki kæmi til greina að taka jólaskreytinguna niður fyrr en að jólum afstöðnum. Hvorki Bandaríkjamenn né Kúbverjar hafa sendiráð í höfuðborg hins landsins en hafa sendinefndir þar til að gæta hagsmuna sinna. Erlent Jól Mest lesið Deila með sér hollustunni Jól Með sínum heittelskaða á jólunum Jól Dýrmætar minningar úr æsku Jól Pétur Gautur: Ekkert stress á aðfangadagskvöld Jólin Sálmur 568 - Með gleðiraust og helgum hljóm Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Uppruni jólablands óþekktur Jól Piparkökur með brjóstsykri Jólin Átjánda piparkökuhúsakeppni Kötlu Jól Alltaf eitthvað nýtt á jólu num Jólin
Kúbversk stjórnvöld hafa krafist þess að bandaríska sendinefndin á Kúbu taki niður jólaskreytingar sem skreyta húsnæði þess í Havana. Ástæðan er sú að hluti af jólaskreytingunni er talan 75, sem er stuðningsyfirlýsing við 75 kúbverska andófsmenn sem voru dæmdir í allt að 28 ára fangelsi fyrr á árinu. James Cason, yfirmaður sendinefndarinnar, sagði að ekki kæmi til greina að taka jólaskreytinguna niður fyrr en að jólum afstöðnum. Hvorki Bandaríkjamenn né Kúbverjar hafa sendiráð í höfuðborg hins landsins en hafa sendinefndir þar til að gæta hagsmuna sinna.
Erlent Jól Mest lesið Deila með sér hollustunni Jól Með sínum heittelskaða á jólunum Jól Dýrmætar minningar úr æsku Jól Pétur Gautur: Ekkert stress á aðfangadagskvöld Jólin Sálmur 568 - Með gleðiraust og helgum hljóm Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Uppruni jólablands óþekktur Jól Piparkökur með brjóstsykri Jólin Átjánda piparkökuhúsakeppni Kötlu Jól Alltaf eitthvað nýtt á jólu num Jólin