Allir vilja nýtt bros fyrir jólin 19. desember 2004 00:01 Það er greinilega nóg að gera hjá stúlkunum sex sem sitja þétt saman og vinna á tannsmíðastofunni í Vegmúla 2. Þær líta varla upp þó blaðasnápur gægist inn um gættina og biðji um smá viðtal. "Æ, má það ekki bíða fram á næsta ár? Það er svo mikið að gera því allir vilja fá nýtt bros fyrir jólin," segir ein þeirra biðjandi. Þarna var fyrirsögnin komin svo það var ekki til í dæminu að fresta viðtali. Þeir sem halda að tannsmíðar heyri sögunni til og hafi lognast útaf með bættri þjónustu tannlækna og tannréttingasérfræðinga vaða í villu og svíma. Þessar stúlkur eru til vitnis um það því allar ákváðu þær að leggja tannsmíðar fyrir sig og hafa kappnóg að gera. "Þó svo smíði heilla góma hafi minnkað með árunum þá hefur annað komið í staðinn. Það er alltaf að aukast að fólk láti laga tennurnar sínar á margvíslegan hátt, til dæmis lengja þær og slétta og minnka bil á milli þeirra," segir ein og sýnir því til staðfestingar litlar þynnur sem hún er að búa til og koma til með að falla utan á náttúrulegar tennur viðskiptavinarins. Þarna eru að sjálfsögðu allskonar áhöld og efni sem þær stöllur nota. Spurðar hvernig þær hafi lært með þetta allt að fara upplýsa þær að sérstakur tannsmíðaskóli sé hér á landi. Hann sé í sama húsi og Tannlæknadeild Háskólans en sumir læri þetta í Danmörku og námið taki fjögur ár. Þær geisla allar af áhuga fyrir starfinu og spurðar hvað sé svona heillandi við það stendur ekki á svari. "Það er skemmtilegast að sjá hvað fólk verður ánægt með breytingarnar." Atvinna Jól Mest lesið Teymi styrkir Neistann Jól Jólaís Auðar Jólin Átjánda piparkökuhúsakeppni Kötlu Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Hljómsveitin gafst upp Jólin Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum Jól Deila með sér hollustunni Jól Jólaklukkur Jól Gæðastund við skjaldbökubakstur Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól
Það er greinilega nóg að gera hjá stúlkunum sex sem sitja þétt saman og vinna á tannsmíðastofunni í Vegmúla 2. Þær líta varla upp þó blaðasnápur gægist inn um gættina og biðji um smá viðtal. "Æ, má það ekki bíða fram á næsta ár? Það er svo mikið að gera því allir vilja fá nýtt bros fyrir jólin," segir ein þeirra biðjandi. Þarna var fyrirsögnin komin svo það var ekki til í dæminu að fresta viðtali. Þeir sem halda að tannsmíðar heyri sögunni til og hafi lognast útaf með bættri þjónustu tannlækna og tannréttingasérfræðinga vaða í villu og svíma. Þessar stúlkur eru til vitnis um það því allar ákváðu þær að leggja tannsmíðar fyrir sig og hafa kappnóg að gera. "Þó svo smíði heilla góma hafi minnkað með árunum þá hefur annað komið í staðinn. Það er alltaf að aukast að fólk láti laga tennurnar sínar á margvíslegan hátt, til dæmis lengja þær og slétta og minnka bil á milli þeirra," segir ein og sýnir því til staðfestingar litlar þynnur sem hún er að búa til og koma til með að falla utan á náttúrulegar tennur viðskiptavinarins. Þarna eru að sjálfsögðu allskonar áhöld og efni sem þær stöllur nota. Spurðar hvernig þær hafi lært með þetta allt að fara upplýsa þær að sérstakur tannsmíðaskóli sé hér á landi. Hann sé í sama húsi og Tannlæknadeild Háskólans en sumir læri þetta í Danmörku og námið taki fjögur ár. Þær geisla allar af áhuga fyrir starfinu og spurðar hvað sé svona heillandi við það stendur ekki á svari. "Það er skemmtilegast að sjá hvað fólk verður ánægt með breytingarnar."
Atvinna Jól Mest lesið Teymi styrkir Neistann Jól Jólaís Auðar Jólin Átjánda piparkökuhúsakeppni Kötlu Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Hljómsveitin gafst upp Jólin Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum Jól Deila með sér hollustunni Jól Jólaklukkur Jól Gæðastund við skjaldbökubakstur Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól