Hluti af starfi SÁÁ í uppnámi 20. desember 2004 00:01 Margþættur samdráttur verður í starfi SÁÁ frá og með áramótum vegna skorts á fjármagni. "Það er ekkert í fyrirliggjandi fjárlögum sem segir annað en að við þurfum að draga saman hjá okkur," sagði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. "Samdrátturinn er orðinn staðreynd." Innlagnir á ári hafa verið 2400 en verða skornar niður um 300 eftir áramót. Þá hafa sjúklingar getað komið á göngudeild, ef þeir voru orðnir mjög veikir, fengið greiningu og jafnvel innlögn ef á þurfti að halda. "Þeirri þjónustu verður hætt," sagði Þórarinn. Hann sagði, að um 1500 einstaklingar hefðu nýtt sér bráðaþjónustuna á ári. "Viðhaldsmeðferð ópíumfíkla er ennþá í hálfgerðu uppnámi. Það er ekki komið á hreint hvernig verður með hana. Við höfum boðað að við munum ekki hrófla við þeim 40 sem þegar eru komnir á þessa meðferð. Við munum reyna að fjármagna áframhaldandi meðferð þeirra með einhverjum hætti. Hins vegar munum við ekki taka nýja einstaklinga inn." Þórarinn sagði að einungis lyfin sem þyrfti að nota í viðhaldsmeðferð þeirra sem nú væru hjá SÁÁ að staðaldri kostuðu á ársgrundvelli tæpar 15 milljónir króna. Þá væri ótalinn kostnaður við viðtöl, afhendingu lyfja og fleira sem fylgdi meðferðinni. "Við heyrðum af því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að koma til móts við þennan kostnað með 6 milljónum króna á þessu ári og að mig minnir 7,5 milljónir fyrir næsta ár. En það var ekki inni á okkar fjárveitingu. " Varðandi aðstoð við ungt fólk sagði Þórarinn að ekki yrðu teknir yngri en 16 ára inn á Vog eftir áramót. Sá aldurshópur hefði skipt tugum á Vogi á árinu, en yrði nú að leita þjónustu annars staðar. "Það er auðvitað fyrst og fremst heilbrigðisráðuneytið, ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í þessum málum og ríkisstjórnin sjálf, sem bera á þjónustu við áfengissjúka og fíkniefnafíkla í landingu," sagði Þórarinn. "Svo virðist sem kerfið sé ósveigjanlegt þegar kemur að nýjungum, nýrri starfsemi og breyttum kostnaðarliðum. Þá virðist allt standa fast." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Margþættur samdráttur verður í starfi SÁÁ frá og með áramótum vegna skorts á fjármagni. "Það er ekkert í fyrirliggjandi fjárlögum sem segir annað en að við þurfum að draga saman hjá okkur," sagði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. "Samdrátturinn er orðinn staðreynd." Innlagnir á ári hafa verið 2400 en verða skornar niður um 300 eftir áramót. Þá hafa sjúklingar getað komið á göngudeild, ef þeir voru orðnir mjög veikir, fengið greiningu og jafnvel innlögn ef á þurfti að halda. "Þeirri þjónustu verður hætt," sagði Þórarinn. Hann sagði, að um 1500 einstaklingar hefðu nýtt sér bráðaþjónustuna á ári. "Viðhaldsmeðferð ópíumfíkla er ennþá í hálfgerðu uppnámi. Það er ekki komið á hreint hvernig verður með hana. Við höfum boðað að við munum ekki hrófla við þeim 40 sem þegar eru komnir á þessa meðferð. Við munum reyna að fjármagna áframhaldandi meðferð þeirra með einhverjum hætti. Hins vegar munum við ekki taka nýja einstaklinga inn." Þórarinn sagði að einungis lyfin sem þyrfti að nota í viðhaldsmeðferð þeirra sem nú væru hjá SÁÁ að staðaldri kostuðu á ársgrundvelli tæpar 15 milljónir króna. Þá væri ótalinn kostnaður við viðtöl, afhendingu lyfja og fleira sem fylgdi meðferðinni. "Við heyrðum af því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að koma til móts við þennan kostnað með 6 milljónum króna á þessu ári og að mig minnir 7,5 milljónir fyrir næsta ár. En það var ekki inni á okkar fjárveitingu. " Varðandi aðstoð við ungt fólk sagði Þórarinn að ekki yrðu teknir yngri en 16 ára inn á Vog eftir áramót. Sá aldurshópur hefði skipt tugum á Vogi á árinu, en yrði nú að leita þjónustu annars staðar. "Það er auðvitað fyrst og fremst heilbrigðisráðuneytið, ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í þessum málum og ríkisstjórnin sjálf, sem bera á þjónustu við áfengissjúka og fíkniefnafíkla í landingu," sagði Þórarinn. "Svo virðist sem kerfið sé ósveigjanlegt þegar kemur að nýjungum, nýrri starfsemi og breyttum kostnaðarliðum. Þá virðist allt standa fast."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira