Öðru vísi jólaverslun 20. desember 2004 00:01 Samtökin kanna vikulega taktinn í versluninni og Emil sagði, að þetta hefði komið fram í samtölum við stjórnendur verslana í gærmorgun. Jafnframt væri staðfest, að jólaverslunin væri að lágmarki 10 prósent umfram það sem verið hefði í fyrra. "Það hefur verið afar blómleg verslun nú á aðventunni í byggingavörum og raftækjum, svo dæmi séu nefnd," sagði hann. "Fólk kaupir uppþvottavél, ísskáp og eldavél á einu bretti. Fréttir frá Eurocard um helgina þess efnis að verið hefði 35 prósent aukning í kortaverslun með raftæki eiga því sína skýringu. Byggingavöruverslanirnar sjá einnig mikla aukningu í sölu. Þá selst mjög mikið af flatskjásjónvörnum. " Emil benti á að fasteignasala væri mikil um þessar mundir og margir að flytja. Í sumum tilvikum hreinsaði fólk allt út og keypti nýtt. Það virtist því vera að kaupa jólagjöf fyrir alla fjölskylduna. Innlent Jól Mest lesið Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Trúum á allt sem gott er Jól Skreytir húsið með 600 jólasveinum Jól Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Ljóta jólapeysan á marga aðdáendur Jólin Á sjúkrahúsi um jólin Jól Fær enn í skóinn Jól Jólakúlur með listarinnar höndum Jól
Samtökin kanna vikulega taktinn í versluninni og Emil sagði, að þetta hefði komið fram í samtölum við stjórnendur verslana í gærmorgun. Jafnframt væri staðfest, að jólaverslunin væri að lágmarki 10 prósent umfram það sem verið hefði í fyrra. "Það hefur verið afar blómleg verslun nú á aðventunni í byggingavörum og raftækjum, svo dæmi séu nefnd," sagði hann. "Fólk kaupir uppþvottavél, ísskáp og eldavél á einu bretti. Fréttir frá Eurocard um helgina þess efnis að verið hefði 35 prósent aukning í kortaverslun með raftæki eiga því sína skýringu. Byggingavöruverslanirnar sjá einnig mikla aukningu í sölu. Þá selst mjög mikið af flatskjásjónvörnum. " Emil benti á að fasteignasala væri mikil um þessar mundir og margir að flytja. Í sumum tilvikum hreinsaði fólk allt út og keypti nýtt. Það virtist því vera að kaupa jólagjöf fyrir alla fjölskylduna.
Innlent Jól Mest lesið Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Trúum á allt sem gott er Jól Skreytir húsið með 600 jólasveinum Jól Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Ljóta jólapeysan á marga aðdáendur Jólin Á sjúkrahúsi um jólin Jól Fær enn í skóinn Jól Jólakúlur með listarinnar höndum Jól