Hamborgarhryggur í hverjum poka 22. desember 2004 00:01 Andri Teitsson, Jón Oddgeir Guðmundsson og Ingvar Már Gíslason. Forsvarsmenn KEA og Norðlenska afhentu Hjálparstofnun kirkjunnar á Akureyri 80 matarpoka sem dreift verður til skjólstæðinga Hjálparstofnunarinnar í Eyjafirði og á Húsavík fyrir jólin. Í hverjum poka er hamborgarhryggur frá Norðlenska ásamt meðlæti. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, og Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segja að með þessum gjöfum vilji KEA og Norðlenska létta undir með því fólki sem þurfi á aðstoð að halda fyrir jólin. Jón Oddgeir Guðmundsson, sem veitti matarpokunum viðtöku fyrir hönd Hjálparstofnunar kirkjunnar á Akureyri, segir að sem fyrr sé mikil þörf fyrir aðstoð Hjálparstofnunar og þetta framlag KEA og Norðlenska komi því sannarlega í góðar þarfir. Segir hann að um 50 aðilar í Eyjafirði og á Húsavík leiti eftir aðstoð frá Hjálparstofnun og til viðbótar muni stofnunin hafa samband við einstaklinga sem hún telur hjálpar þurfi og bjóða fram aðstoð sína. Jól Eyjafjarðarsveit Norðurþing Mest lesið Jólalag dagsins: Bríet flytur Er líða fer að jólum Jól Leit hafin að best skreytta húsinu á Íslandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól Kertasníkir sá eini sem gefur Rakel enn í skóinn Jól Margar hættur fyrir dýrin um jólin Jól Jóladagatal Vísis: Eldingarnar leiftra í Grímsvötnum undir tónum Sigur Rósar Jól Halda jólaball fyrir úkraínsk börn og óska eftir gjöfum Jól Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt Jól
Forsvarsmenn KEA og Norðlenska afhentu Hjálparstofnun kirkjunnar á Akureyri 80 matarpoka sem dreift verður til skjólstæðinga Hjálparstofnunarinnar í Eyjafirði og á Húsavík fyrir jólin. Í hverjum poka er hamborgarhryggur frá Norðlenska ásamt meðlæti. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, og Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segja að með þessum gjöfum vilji KEA og Norðlenska létta undir með því fólki sem þurfi á aðstoð að halda fyrir jólin. Jón Oddgeir Guðmundsson, sem veitti matarpokunum viðtöku fyrir hönd Hjálparstofnunar kirkjunnar á Akureyri, segir að sem fyrr sé mikil þörf fyrir aðstoð Hjálparstofnunar og þetta framlag KEA og Norðlenska komi því sannarlega í góðar þarfir. Segir hann að um 50 aðilar í Eyjafirði og á Húsavík leiti eftir aðstoð frá Hjálparstofnun og til viðbótar muni stofnunin hafa samband við einstaklinga sem hún telur hjálpar þurfi og bjóða fram aðstoð sína.
Jól Eyjafjarðarsveit Norðurþing Mest lesið Jólalag dagsins: Bríet flytur Er líða fer að jólum Jól Leit hafin að best skreytta húsinu á Íslandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól Kertasníkir sá eini sem gefur Rakel enn í skóinn Jól Margar hættur fyrir dýrin um jólin Jól Jóladagatal Vísis: Eldingarnar leiftra í Grímsvötnum undir tónum Sigur Rósar Jól Halda jólaball fyrir úkraínsk börn og óska eftir gjöfum Jól Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt Jól