3 vikna gæsluvarðhald vegna smygls 22. desember 2004 00:01 Einn flugfarþeginn enn var gripinn með fíkniefnasendingu í Leifsstöð í fyrradag og hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á um það bil tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni, sem eru sterkustu og dýrustu fíkniefnin á markaði hér. Brasilísk kona, sem var handtekin á Keflavíkurflugvelli á mánudag eftir að 800 grömm af kókaíni fundust á henni við komuna til landsins, var í gærkvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald í allt að þrjár vikur. Konan kom frá Brasilíu með viðkomu í Kaupmannahöfn og hafði límt efnið utan á líkama sinn. Þetta er fjórða kókaínsendingin sem finnst á flugfarþegum í Leifsstöð á nokkrum vikum og er samanlagt magn sendinganna tæp tvö kíló. Smásöluvirði þess hefði getað numið á bilinu 40-60 milljónir króna. Talið er að konan sé svonefnt burðardýr sem fái þóknun fyrir flutninginn en standi ekki í sölu. Enginn Íslendingur hefur verið handtekinn vegna málsins svo fréttastofunni sé kunnugt um. Með þessari sendingu er búið að gera fimm kíló af kókaíni upptæk það sem af er árinu og tæp sextán kíló af amfetamíni. Þessi sterku efni eru greinilega í sókn að sögn Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar. Ásgeir segir efnin að verða hluta af skemmtanamynstri margs ungs fólks líkt og áfengi, án þess að fólk neyti þeirra að staðaldri. Þá er kókaínneyslan að færast neðar og neðar í aldursflokkana og nú eru allt niður í 16 ára unglingar farnir að neyta þess. Grammið af kókaíni kostar í smásölu 12-15 þúsund krónur. Það getur dugað byrjanda í heillar nætur skrall en þegar líkaminn hefur myndað þol getur einstaklingurinn þurft allt upp í fjögur grömm og þá kostar neysla næturinnar 50-60 þúsund krónur. Auk kókaíns og amfetamíns er búið að gera rúmlega tvö þúsund LSD-skammta upptæka, rúmlega 7.500 e-töflur, tvö kíló af maríjúana og tæp 37 kíló af hassi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Einn flugfarþeginn enn var gripinn með fíkniefnasendingu í Leifsstöð í fyrradag og hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á um það bil tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni, sem eru sterkustu og dýrustu fíkniefnin á markaði hér. Brasilísk kona, sem var handtekin á Keflavíkurflugvelli á mánudag eftir að 800 grömm af kókaíni fundust á henni við komuna til landsins, var í gærkvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald í allt að þrjár vikur. Konan kom frá Brasilíu með viðkomu í Kaupmannahöfn og hafði límt efnið utan á líkama sinn. Þetta er fjórða kókaínsendingin sem finnst á flugfarþegum í Leifsstöð á nokkrum vikum og er samanlagt magn sendinganna tæp tvö kíló. Smásöluvirði þess hefði getað numið á bilinu 40-60 milljónir króna. Talið er að konan sé svonefnt burðardýr sem fái þóknun fyrir flutninginn en standi ekki í sölu. Enginn Íslendingur hefur verið handtekinn vegna málsins svo fréttastofunni sé kunnugt um. Með þessari sendingu er búið að gera fimm kíló af kókaíni upptæk það sem af er árinu og tæp sextán kíló af amfetamíni. Þessi sterku efni eru greinilega í sókn að sögn Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar. Ásgeir segir efnin að verða hluta af skemmtanamynstri margs ungs fólks líkt og áfengi, án þess að fólk neyti þeirra að staðaldri. Þá er kókaínneyslan að færast neðar og neðar í aldursflokkana og nú eru allt niður í 16 ára unglingar farnir að neyta þess. Grammið af kókaíni kostar í smásölu 12-15 þúsund krónur. Það getur dugað byrjanda í heillar nætur skrall en þegar líkaminn hefur myndað þol getur einstaklingurinn þurft allt upp í fjögur grömm og þá kostar neysla næturinnar 50-60 þúsund krónur. Auk kókaíns og amfetamíns er búið að gera rúmlega tvö þúsund LSD-skammta upptæka, rúmlega 7.500 e-töflur, tvö kíló af maríjúana og tæp 37 kíló af hassi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira