Siðlaus stefna stjórnvalda 22. desember 2004 00:01 Hörð gagnrýni er uppi á nýjar hækkanir Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra, á komugjöldum vegna heimsókna til lækna á heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir. Þær taka gildi um áramót. "Þetta er bein afleiðing á skattastefnu ríkisstjórnarinnar," sagði Ögmundur Jónasson alþingismaður og bætti við að þessar hækkanir væru að eiga sér stað á sama tíma og ríkisstjórnin væri að létta stórlega sköttum af heilbrigði hátekjufólki. "Þetta er siðlaus stefna og kaldar jólakveðjur til fólks sem á við heilsubrest að stríða," sagði Ögmundur. Heilbrigðisráðherra bendir á að um sé að ræða breytingar i samræmi við fjárlög 2005, en samkvæmt þeim sé gert ráð fyrir 46,8 milljóna króna hækkun sértekna hjá heilsugæslustöðvum og heilsugæslusviðum heilbrigðisstofnana. Þá hafi sértekjuáætlun Landspítala háskólasjúkrahúss verið hækkuð í fjárlögum næsta árs í 52,1 milljónir króna og breytist gjaldskrá á sjúkrahúsum í samræmi við þetta. Hann bendir jafnframt á að almennu komugjöldin á heilsugæslustöðvunum verði 1. janúar 2005 þau sömu í krónum og þau voru á árunum 1997 til 2000, en neysluverðvísitalan hefur hækkað um tæplega 34 prósent frá 1997. Hefðu komugjöldin fylgt þróun neysluverðsvísitölu væru þau nú 937 krónur. "Ríkisstjórnin herjar á fólk og heimtar að það borgi fyrir aðhlynningu í velferðarþjónustunni," sagði Ögmundur, sem bætti við að hann teldi slæmt hve langt væri í kosningar. "Ég er sannfærður um að Íslendingar vilja þetta ekki. Þeir vilja ekki forgangsröðun af þessu tagi. Það hafa margar kannanir leitt í ljós." Hann kvaðst óttast að landsmenn ættu eftir að sjá meira af þessu tagi, til að mynda í formi enn meira sveltis gagnvart heilbrigðisstofnunum landsins. Sér sýndist það þegar vera farið að bitna á starfsfólki og þar af leiðandi á þjónustunni. HÆKKANIR Á LÆKNINGAGJÖLDUM Voru Verða Komugjöld á heilsugæslustöðvar 600 700 Öryrkjar/aldraðir /börn 300 350 Komugjöld utan dagvinnutíma 1.500 1.750 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Vitjanir lækna 1.600 1.850 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Krabbameinsleit á heilsugæslu 2.500 2.600 Heimsókn á slysadeild 3.210 3.320 Koma á göngudeild 1.721 1.777 Keiluskurðaðgerð 5.100 5.280 Hjartaþræðing 5.100 5.280 Sjúkraflutningar 3.400 3.500 Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hörð gagnrýni er uppi á nýjar hækkanir Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra, á komugjöldum vegna heimsókna til lækna á heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir. Þær taka gildi um áramót. "Þetta er bein afleiðing á skattastefnu ríkisstjórnarinnar," sagði Ögmundur Jónasson alþingismaður og bætti við að þessar hækkanir væru að eiga sér stað á sama tíma og ríkisstjórnin væri að létta stórlega sköttum af heilbrigði hátekjufólki. "Þetta er siðlaus stefna og kaldar jólakveðjur til fólks sem á við heilsubrest að stríða," sagði Ögmundur. Heilbrigðisráðherra bendir á að um sé að ræða breytingar i samræmi við fjárlög 2005, en samkvæmt þeim sé gert ráð fyrir 46,8 milljóna króna hækkun sértekna hjá heilsugæslustöðvum og heilsugæslusviðum heilbrigðisstofnana. Þá hafi sértekjuáætlun Landspítala háskólasjúkrahúss verið hækkuð í fjárlögum næsta árs í 52,1 milljónir króna og breytist gjaldskrá á sjúkrahúsum í samræmi við þetta. Hann bendir jafnframt á að almennu komugjöldin á heilsugæslustöðvunum verði 1. janúar 2005 þau sömu í krónum og þau voru á árunum 1997 til 2000, en neysluverðvísitalan hefur hækkað um tæplega 34 prósent frá 1997. Hefðu komugjöldin fylgt þróun neysluverðsvísitölu væru þau nú 937 krónur. "Ríkisstjórnin herjar á fólk og heimtar að það borgi fyrir aðhlynningu í velferðarþjónustunni," sagði Ögmundur, sem bætti við að hann teldi slæmt hve langt væri í kosningar. "Ég er sannfærður um að Íslendingar vilja þetta ekki. Þeir vilja ekki forgangsröðun af þessu tagi. Það hafa margar kannanir leitt í ljós." Hann kvaðst óttast að landsmenn ættu eftir að sjá meira af þessu tagi, til að mynda í formi enn meira sveltis gagnvart heilbrigðisstofnunum landsins. Sér sýndist það þegar vera farið að bitna á starfsfólki og þar af leiðandi á þjónustunni. HÆKKANIR Á LÆKNINGAGJÖLDUM Voru Verða Komugjöld á heilsugæslustöðvar 600 700 Öryrkjar/aldraðir /börn 300 350 Komugjöld utan dagvinnutíma 1.500 1.750 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Vitjanir lækna 1.600 1.850 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Krabbameinsleit á heilsugæslu 2.500 2.600 Heimsókn á slysadeild 3.210 3.320 Koma á göngudeild 1.721 1.777 Keiluskurðaðgerð 5.100 5.280 Hjartaþræðing 5.100 5.280 Sjúkraflutningar 3.400 3.500
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira