Foreldrar meðal brennuvarga 26. desember 2004 00:01 Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. Ásmundi Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Grindavík, gremst mest að fullorðið fólk standi að íkveikjunum. "Við höfum frætt skólabörn um eldhættur svo standa foreldra sumra þeirra í því að kveikja í ólöglegum brennum á jólunum. Ég held að þeir sem stóðu í þessu ættu að sjá sóma sinn í að safna í nýja brennu fyrir börnin sín." "Þetta er leiðinlegur fíflagangur og leiðinleg uppákoma sem fáir standa fyrir," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík. Hún segir það hljóti að hafast að safna í nýja áramótabrennu. Grindvíkingar séu vanir að standa saman og geri það sjálfsagt núna sem fyrr. Lögreglan var með viðbúnað á jóladagskvöld vegna fyrri reynslu um að reynt yrði að kveikja brennu í óleyfi um miðnætti. Sex lögreglubílar voru í Grindavík þegar mest var. Á tólfta tímanum tók fólk að safnast saman þar sem reynt var undirbúa brennu við Saltfisksetrið. Lögreglan kom í veg fyrir að kveikt yrði í haugnum. Síðan var kveikt í áramótabrennunni og í lítilli brennu við Sólarvé þar sem á annað hundrað manns, á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára, söfnuðust saman. Athygli vakti að fullorðnir menn stóðu að íkveikjunum, margir þeirra allsgáðir. Tveir voru handteknir og afskipti voru höfð af nokkrum þar sem þeir hindruðu slökkviliðið við störf. Upp úr klukkan tvö um nóttina leystist hópurinn upp þegar veður hafði versnað. Skemmdir voru óverulegar en næstu dagar munu leiða í ljós hvernig tekst til að safna í nýja brennu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. Ásmundi Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Grindavík, gremst mest að fullorðið fólk standi að íkveikjunum. "Við höfum frætt skólabörn um eldhættur svo standa foreldra sumra þeirra í því að kveikja í ólöglegum brennum á jólunum. Ég held að þeir sem stóðu í þessu ættu að sjá sóma sinn í að safna í nýja brennu fyrir börnin sín." "Þetta er leiðinlegur fíflagangur og leiðinleg uppákoma sem fáir standa fyrir," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík. Hún segir það hljóti að hafast að safna í nýja áramótabrennu. Grindvíkingar séu vanir að standa saman og geri það sjálfsagt núna sem fyrr. Lögreglan var með viðbúnað á jóladagskvöld vegna fyrri reynslu um að reynt yrði að kveikja brennu í óleyfi um miðnætti. Sex lögreglubílar voru í Grindavík þegar mest var. Á tólfta tímanum tók fólk að safnast saman þar sem reynt var undirbúa brennu við Saltfisksetrið. Lögreglan kom í veg fyrir að kveikt yrði í haugnum. Síðan var kveikt í áramótabrennunni og í lítilli brennu við Sólarvé þar sem á annað hundrað manns, á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára, söfnuðust saman. Athygli vakti að fullorðnir menn stóðu að íkveikjunum, margir þeirra allsgáðir. Tveir voru handteknir og afskipti voru höfð af nokkrum þar sem þeir hindruðu slökkviliðið við störf. Upp úr klukkan tvö um nóttina leystist hópurinn upp þegar veður hafði versnað. Skemmdir voru óverulegar en næstu dagar munu leiða í ljós hvernig tekst til að safna í nýja brennu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira