Aftaka á Öxinni og jörðinni 28. desember 2004 00:01 Jólaleikrit Þjóðleikhússins fær afar óblíðar viðtökur gagnrýnenda. Þeir segja verkið steindautt, gamaldags og andvana fætt og að það skorti þá stemmningu og spennu sem fyrirmynd leikgerðarinnar hafði. Sýningin sé dapurlegur viðskilnaður núverandi þjóðleikhússtjóra við Þjóðleikhúsið. Gagnrýnandi Ríkisútvarpsins segir sýninguna stórglæsilega en leikstjórnina einhæfa og að sýningin nái ekki stórkostlegri stemmningu og spennu skáldsögunnar. Morgunblaðið segir að leikstjórinn, Hilmar Jónsson, sem einnig gerði leikgerðina, ráði ekki við þetta verk og óskiljanlegt að þjóðleikhússtjóri skuli hafa falið honum þessa vinnu á svo skömmum tíma. Gagnrýnandinn segir það dapurlegan viðskilnað þjóðleikhússtjóra, sem lætur af störfum eftir þrjá daga, að dæma áhorfendur til að sitja undir þessari sótthreinsuðu myndasýningu frá 16. öld í stað þess að ögra þeim til að hugsa. Gagnrýnandi DV segir sýninguna steindauða frá upphafi til enda, gamaldags og þunglamalega. Sýningin sé talandi tákn um hóp listamanna sem sé í vörslu pólitískt skipaðra pótentáta sem hagi seglum eftir vindi til að koma ekki við neinn. Hún sé lýsandi um drepleiðinlega og steindauða leiklist sem skipti engu máli. Hún er kauðsk, snertir áhorfanda ekkert og er hvernig sem á er litið sóun á tíma og tækifærum. Hún er dæmi um ástand sem er óþolandi og verður að breyta. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur finnst verkið ekki nógu vel heppnað. Bæði sé verkið sjálft ekki hentugt til úrvinnslu og leikgerðin ansi flöt En skyldi sýningin vera dauðadæmd með slíka dóma á bakinu? Jóni finnst sýningin andvana fædd en hitt sé annað mál að Jón Arason sé feikilega spennandi og áhugavert yrkisefni þó Ólafur Gunnarsson ráði ekki við hann. „Ég get vel trúað því að fólk eigi eftir að fara að sjá þessa sýningu og ég vil í sjálfu sér alls ekki draga neitt úr því,“ segir Jón Viðar. Fréttastofan náði ekki í Hilmar Jónsson til að spyrja hann út í þessa neikvæðu gagnrýni. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um hana - sagði gagnrýnendur menn sem hefðu fullan rétt á að tjá skoðanir sínar. Hann tók þó fram að sýningin hefði fengið geysigóðar viðtökur á frumsýningarkvöld annan jóladag. Leikhús Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Jólaleikrit Þjóðleikhússins fær afar óblíðar viðtökur gagnrýnenda. Þeir segja verkið steindautt, gamaldags og andvana fætt og að það skorti þá stemmningu og spennu sem fyrirmynd leikgerðarinnar hafði. Sýningin sé dapurlegur viðskilnaður núverandi þjóðleikhússtjóra við Þjóðleikhúsið. Gagnrýnandi Ríkisútvarpsins segir sýninguna stórglæsilega en leikstjórnina einhæfa og að sýningin nái ekki stórkostlegri stemmningu og spennu skáldsögunnar. Morgunblaðið segir að leikstjórinn, Hilmar Jónsson, sem einnig gerði leikgerðina, ráði ekki við þetta verk og óskiljanlegt að þjóðleikhússtjóri skuli hafa falið honum þessa vinnu á svo skömmum tíma. Gagnrýnandinn segir það dapurlegan viðskilnað þjóðleikhússtjóra, sem lætur af störfum eftir þrjá daga, að dæma áhorfendur til að sitja undir þessari sótthreinsuðu myndasýningu frá 16. öld í stað þess að ögra þeim til að hugsa. Gagnrýnandi DV segir sýninguna steindauða frá upphafi til enda, gamaldags og þunglamalega. Sýningin sé talandi tákn um hóp listamanna sem sé í vörslu pólitískt skipaðra pótentáta sem hagi seglum eftir vindi til að koma ekki við neinn. Hún sé lýsandi um drepleiðinlega og steindauða leiklist sem skipti engu máli. Hún er kauðsk, snertir áhorfanda ekkert og er hvernig sem á er litið sóun á tíma og tækifærum. Hún er dæmi um ástand sem er óþolandi og verður að breyta. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur finnst verkið ekki nógu vel heppnað. Bæði sé verkið sjálft ekki hentugt til úrvinnslu og leikgerðin ansi flöt En skyldi sýningin vera dauðadæmd með slíka dóma á bakinu? Jóni finnst sýningin andvana fædd en hitt sé annað mál að Jón Arason sé feikilega spennandi og áhugavert yrkisefni þó Ólafur Gunnarsson ráði ekki við hann. „Ég get vel trúað því að fólk eigi eftir að fara að sjá þessa sýningu og ég vil í sjálfu sér alls ekki draga neitt úr því,“ segir Jón Viðar. Fréttastofan náði ekki í Hilmar Jónsson til að spyrja hann út í þessa neikvæðu gagnrýni. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um hana - sagði gagnrýnendur menn sem hefðu fullan rétt á að tjá skoðanir sínar. Hann tók þó fram að sýningin hefði fengið geysigóðar viðtökur á frumsýningarkvöld annan jóladag.
Leikhús Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira