Gæðavottun gott framtak en dugar ekki til 27. október 2005 06:00 Lóa Aldísardóttir "Það er allt ljómandi að frétta," segir Lóa Aldísardóttir, þáttastjórnandi á útvarpsrásinni Talstöðinni. "Í vinnunni höfum við Hallgrímur Thorsteinsson ekki síst verið að tala um kynbundinn launamun. Við höfum verið að taka það málefni föstum tökum í þættinum okkar Allt og sumt á morgnana milli níu og tólf. Við höfum fengið ýmsa til að tjá sig um þennan launamun og það óréttlæti sem í honum fellst," segir Lóa. Spurð um hvað henni sýnist í þeim efnum svarar hún að hún viti ekki til þess að nokkur maður sé á því að kynbundinn launamunur sé eitthvað sem eigi að líða. Lóa veltir fyrir sér hugmyndum Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, sem hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna: "Mér sýnist margir á þeirri skoðun að þessi hugmynd um gæðavottunarkerfi sé vissulega gott skref og fínt framtak en muni ekki nægja til að gera skurk í þessum málum." Lóa segist svo sannarlega vona að menn gleymi sér ekki í því að jafna launamun kynjanna nú þegar kvennafrídagurinn sé að baki. En Lóa þarf að huga að fleiru á næstunni. Brátt verður útvarpsþættinum þeirra Hallgríms sjónvarpað: "Það verður eftir tvær vikur. Eins og er eigum við að byrja mánudaginn 7. nóvember hér á annarri hæðinni," segir Lóa, sem flytur sig þá á milli hæða í húsi 365 miðla í Skaftahlíðinni. En mun hún sakna útvarpsins? "Ég veit það ekki. Já, já, en ég vissi svo sem alltaf að þetta stæði til og að útvarpið væri millibilsástand. Ég hef aldrei unnið í sjónvarpi og hlakka til að takast á við verkefnið." Lífið Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
"Það er allt ljómandi að frétta," segir Lóa Aldísardóttir, þáttastjórnandi á útvarpsrásinni Talstöðinni. "Í vinnunni höfum við Hallgrímur Thorsteinsson ekki síst verið að tala um kynbundinn launamun. Við höfum verið að taka það málefni föstum tökum í þættinum okkar Allt og sumt á morgnana milli níu og tólf. Við höfum fengið ýmsa til að tjá sig um þennan launamun og það óréttlæti sem í honum fellst," segir Lóa. Spurð um hvað henni sýnist í þeim efnum svarar hún að hún viti ekki til þess að nokkur maður sé á því að kynbundinn launamunur sé eitthvað sem eigi að líða. Lóa veltir fyrir sér hugmyndum Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, sem hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna: "Mér sýnist margir á þeirri skoðun að þessi hugmynd um gæðavottunarkerfi sé vissulega gott skref og fínt framtak en muni ekki nægja til að gera skurk í þessum málum." Lóa segist svo sannarlega vona að menn gleymi sér ekki í því að jafna launamun kynjanna nú þegar kvennafrídagurinn sé að baki. En Lóa þarf að huga að fleiru á næstunni. Brátt verður útvarpsþættinum þeirra Hallgríms sjónvarpað: "Það verður eftir tvær vikur. Eins og er eigum við að byrja mánudaginn 7. nóvember hér á annarri hæðinni," segir Lóa, sem flytur sig þá á milli hæða í húsi 365 miðla í Skaftahlíðinni. En mun hún sakna útvarpsins? "Ég veit það ekki. Já, já, en ég vissi svo sem alltaf að þetta stæði til og að útvarpið væri millibilsástand. Ég hef aldrei unnið í sjónvarpi og hlakka til að takast á við verkefnið."
Lífið Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira