Bóna bíla alla helgina 8. desember 2005 06:00 Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undanteking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni. "Við ætlum að bóna bíla um helgina og svo eru fleiri fjáröflunarleiðir í gangi sem allar eiga það sameiginlegt að vera skemmtilegar," sagði Gísli Guðmundsson, fyrirliði og markvörður ÍR-liðsins. "Stefnan er að ná fyrir allri ferðinni. Við ætlum að gefa út spilastokk með myndum af okkur fljótlega. Svo erum við með happdrætti og einnig verðum við með handboltaskóla í fjóra daga á milli jóla og nýárs þar sem landsliðsmenn mæta í heimsókn. Að lokum verðum við með handboltadag þar sem við leikum við gömlu kempurnar í ÍR og við sama tilefni verður dregið í happdrættinu. Miðinn gildir einnig inn á leikinn." Gísli segir að ekki hafi komið til greina að fara klassískar fjáröflunarleiðir og selja klósettpappír og rækjur. Hann segir auðveldara að virkja menn þegar fjáröflunarleiðirnar eru skemmtilegar. Menn nenni ekki endalaust að troða klósettpappír inn á mömmu sína. "Þessi ferð á að þjappa hópnum saman í þessu langa fríi sem verður í deildakeppninni. Ég fór þarna með Gróttu/KR í fyrra og aðstæður eru verulega góðar," sagði Gísli en ÍR-strákarnir ætla að bóna allan laugardaginn og þeir munu einnig mæta á sunnudag ef þeir ná ekki að anna eftirspurn á laugardeginum. Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu ÍR, www.irsida.is, en þeir sem mæta með bíla gætu átt von á óvæntri uppákomu. "Það eru nokkrir í liðinu sem þola ekki að fara úr að ofan. Hver veit nema þeir píni sig um helgina," sagði Gísli léttur. Íþróttir Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Sport Fleiri fréttir Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sjá meira
Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undanteking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni. "Við ætlum að bóna bíla um helgina og svo eru fleiri fjáröflunarleiðir í gangi sem allar eiga það sameiginlegt að vera skemmtilegar," sagði Gísli Guðmundsson, fyrirliði og markvörður ÍR-liðsins. "Stefnan er að ná fyrir allri ferðinni. Við ætlum að gefa út spilastokk með myndum af okkur fljótlega. Svo erum við með happdrætti og einnig verðum við með handboltaskóla í fjóra daga á milli jóla og nýárs þar sem landsliðsmenn mæta í heimsókn. Að lokum verðum við með handboltadag þar sem við leikum við gömlu kempurnar í ÍR og við sama tilefni verður dregið í happdrættinu. Miðinn gildir einnig inn á leikinn." Gísli segir að ekki hafi komið til greina að fara klassískar fjáröflunarleiðir og selja klósettpappír og rækjur. Hann segir auðveldara að virkja menn þegar fjáröflunarleiðirnar eru skemmtilegar. Menn nenni ekki endalaust að troða klósettpappír inn á mömmu sína. "Þessi ferð á að þjappa hópnum saman í þessu langa fríi sem verður í deildakeppninni. Ég fór þarna með Gróttu/KR í fyrra og aðstæður eru verulega góðar," sagði Gísli en ÍR-strákarnir ætla að bóna allan laugardaginn og þeir munu einnig mæta á sunnudag ef þeir ná ekki að anna eftirspurn á laugardeginum. Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu ÍR, www.irsida.is, en þeir sem mæta með bíla gætu átt von á óvæntri uppákomu. "Það eru nokkrir í liðinu sem þola ekki að fara úr að ofan. Hver veit nema þeir píni sig um helgina," sagði Gísli léttur.
Íþróttir Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Sport Fleiri fréttir Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sjá meira