Sýkta svæðið enn ógirt 6. janúar 2005 00:01 Eigendur eyðibýlisins Sjónarhóls á Vatnsleysuströnd hafa lagst gegn því að miltisbrandssýkta svæðið á jörð þeirra verði girt af, að sögn Gunnars Arnar Guðmundsonar héraðsdýralæknis. Unnið hefur verið að því að ná samkomulagi í málinu, enda talið brýnt að loka svæðinu þannig að skepnur komist ekki inn á það. Það var í byrjun desember sem þrjú hross drápust af miltisbrandi á Sjónarhóli. Hinu fjórða var lógað skömmu síðar. Óánægja er meðal skepnueigenda á svæðinu, sem átelja seinagang í girðingarmálinu. Þeir lýsa því svo að hlið að sýkta túninu sé galopið, girðingar liggi niðri að einhverju leyti og gulir lögregluborðar flögri fyrir vindinum. "Forkastanlegt," sagði Hafsteinn Snæland íbúi í Vogum um stöðuna. "Við höfum verið í viðræðum við landeigendur um þessar girðingar og það hefur ekki enn komist á samkomulag varðandi þær," sagði Gunnar Örn. "Við viljum girða af þetta svæði sem hestarnir voru sannanlega á. Þeir voru innan rafmagnsgirðingar. Hún gekk að hluta til yfir tjörn sem þarna er. Við viljum girða þessa rafmagnsgirðingu af, svo og tjörnina alla. Eins og maður hefur vissan skilning á, eru landeigendur ekki ánægðir með að fá girðingu þarna inn á mitt svæðið. En það hefur verið tekin ákvörðun um að láta ekki líða lengra heldur en viku héðan í frá. Þá verður gengið í þetta. " Gunnar Örn sagði, að búið væri að ráða verðtaka í girðingavinnuna, sem hefði átt að hefjast rétt fyrir jólin. En það hefði þá strandað á landeigendum. Landbúnaðarráðuneytið myndi kosta girðinguna og uppsetningu hennar. "Það er í rauninni stjórnvaldsskipum að þetta verði gert. Við ætluðum að reyna, ef hægt væri, að gera þetta í sátt við landeigendur," sagði Gunnar Örn sem kvaðst hafa trú á að það tækist "Við teljum ekki að þarna sé hætta fyrir fólk," sagði hann enn fremur og bætti við að svæðið gæti fyrst og fremst reynst hættulegt fyrir grasbíta. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Eigendur eyðibýlisins Sjónarhóls á Vatnsleysuströnd hafa lagst gegn því að miltisbrandssýkta svæðið á jörð þeirra verði girt af, að sögn Gunnars Arnar Guðmundsonar héraðsdýralæknis. Unnið hefur verið að því að ná samkomulagi í málinu, enda talið brýnt að loka svæðinu þannig að skepnur komist ekki inn á það. Það var í byrjun desember sem þrjú hross drápust af miltisbrandi á Sjónarhóli. Hinu fjórða var lógað skömmu síðar. Óánægja er meðal skepnueigenda á svæðinu, sem átelja seinagang í girðingarmálinu. Þeir lýsa því svo að hlið að sýkta túninu sé galopið, girðingar liggi niðri að einhverju leyti og gulir lögregluborðar flögri fyrir vindinum. "Forkastanlegt," sagði Hafsteinn Snæland íbúi í Vogum um stöðuna. "Við höfum verið í viðræðum við landeigendur um þessar girðingar og það hefur ekki enn komist á samkomulag varðandi þær," sagði Gunnar Örn. "Við viljum girða af þetta svæði sem hestarnir voru sannanlega á. Þeir voru innan rafmagnsgirðingar. Hún gekk að hluta til yfir tjörn sem þarna er. Við viljum girða þessa rafmagnsgirðingu af, svo og tjörnina alla. Eins og maður hefur vissan skilning á, eru landeigendur ekki ánægðir með að fá girðingu þarna inn á mitt svæðið. En það hefur verið tekin ákvörðun um að láta ekki líða lengra heldur en viku héðan í frá. Þá verður gengið í þetta. " Gunnar Örn sagði, að búið væri að ráða verðtaka í girðingavinnuna, sem hefði átt að hefjast rétt fyrir jólin. En það hefði þá strandað á landeigendum. Landbúnaðarráðuneytið myndi kosta girðinguna og uppsetningu hennar. "Það er í rauninni stjórnvaldsskipum að þetta verði gert. Við ætluðum að reyna, ef hægt væri, að gera þetta í sátt við landeigendur," sagði Gunnar Örn sem kvaðst hafa trú á að það tækist "Við teljum ekki að þarna sé hætta fyrir fólk," sagði hann enn fremur og bætti við að svæðið gæti fyrst og fremst reynst hættulegt fyrir grasbíta.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira