Gallup stendur við könnunina 10. janúar 2005 00:01 IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina. Bæði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddssson utanríkisráðherra hafa sagt að spurningin hafi verið villandi og utanríkisráðherra bætti reyndar um betur og sagði að hún væri svo vitlaus að hann hefði sjálfur lent í erfiðleikum með að svara henni. Nú síðast gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra könnunina og segir hana makalausa. Hann segir að Gallup sé alþjóðlegt gæðamerki um vönduð vinnubrögð við skoðanakannanir og að teknu tilliti til þessara atriða sé meiri ástæða en ella til að huga að vinnubrögðum Gallups. Áttatíu og fjögur prósent þjóðarinnar töldu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar að Ísland hefði ekki átt að vera á lista hinna viljugu þjóða sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Forsvarsmenn Gallups á Íslandi vildu ekki koma í viðtal og tjá sig um ummæli íslenskra ráðamanna um könnunina sem birtist í janúarhefti Þjóðarpúlsins, mánaðarlegu fréttabréfi fyrirtækisins. Síðdegis barst þó tilkynning þar sem segir að vegna umræðu um könnunina vilji fyrirtækið koma því á framfæri. að það hafi átt frumkvæði að gerð hennar og standi að öllu leyti við það sem þar birtist. Þá er tekið fram að óheimilt sé að birta niðurstöður kannana úr Þjóðarpúlsi Gallups í auglýsingum án sérstakrar heimildar, en talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar ætla að greina frá niðurstöðum könnunarinnar í neðanmáli auglýsingar sem birtast á í stórblaðinu New York Times. Þar munu þúsundir Íslendinga lýsa því yfir að innrásin hafi ekki verið gerð í þeirra nafni. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina. Bæði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddssson utanríkisráðherra hafa sagt að spurningin hafi verið villandi og utanríkisráðherra bætti reyndar um betur og sagði að hún væri svo vitlaus að hann hefði sjálfur lent í erfiðleikum með að svara henni. Nú síðast gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra könnunina og segir hana makalausa. Hann segir að Gallup sé alþjóðlegt gæðamerki um vönduð vinnubrögð við skoðanakannanir og að teknu tilliti til þessara atriða sé meiri ástæða en ella til að huga að vinnubrögðum Gallups. Áttatíu og fjögur prósent þjóðarinnar töldu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar að Ísland hefði ekki átt að vera á lista hinna viljugu þjóða sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Forsvarsmenn Gallups á Íslandi vildu ekki koma í viðtal og tjá sig um ummæli íslenskra ráðamanna um könnunina sem birtist í janúarhefti Þjóðarpúlsins, mánaðarlegu fréttabréfi fyrirtækisins. Síðdegis barst þó tilkynning þar sem segir að vegna umræðu um könnunina vilji fyrirtækið koma því á framfæri. að það hafi átt frumkvæði að gerð hennar og standi að öllu leyti við það sem þar birtist. Þá er tekið fram að óheimilt sé að birta niðurstöður kannana úr Þjóðarpúlsi Gallups í auglýsingum án sérstakrar heimildar, en talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar ætla að greina frá niðurstöðum könnunarinnar í neðanmáli auglýsingar sem birtast á í stórblaðinu New York Times. Þar munu þúsundir Íslendinga lýsa því yfir að innrásin hafi ekki verið gerð í þeirra nafni.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira