Hlýnunin að verða óumflýjanleg 24. janúar 2005 00:01 Eftir tíu ár kann að vera orðið of seint að snúa við þeirri þróun sem kennd er við hlýnun jarðar. Afleiðingarnar, ef svo fer, verða gífurlegar og geta meðal annars leitt til bráðnunar Grænlandsjökuls og þess að Golfstraumurinn hætti að ganga en hann gerir Ísland byggilegt. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt verður í dag og breska blaðið The Independent greindi frá í gær. Skýrslan er unnin af hópi háttsettra stjórnmálamanna, forystumanna í viðskiptalífi og fræðimanna. Hún er hugsuð sem innlegg í umræðu átta stærstu iðnríkja heims og sett fram á sama tíma og Tony Blair hefur lofað að mæla fyrir stefnumótun ríkjahópsins um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er í fyrsta sinn lagt mat á við hversu mikla hlýnun þróunin verður óumflýjanleg. Hlýni loftslag að meðaltali um tvær gráður á Celsius umfram meðalhita ársins 1750 segja skýrsluhöfundar að ekki verði aftur snúið. Hitastig haldi áfram að hækka, sjávarmál hækki, skógar eyðist, vatnsskorts gæti í meiri mæli og aukin hætta verði á náttúrufarslegum stórslysum svo sem því að Grænlandsjökull bráðni og að Golfstraumurinn hætti að ganga. Síðastnefnda atriðið myndi gera Ísland óbyggilegt. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni kann að fara svo að einungis tíu ár líði þar til þróunin verði óumflýjanleg, þó að það taki lengri tíma að koma í ljós. Hlýnunin er reiknuð út frá meðaltalshita í kringum árið 1750 því þá var iðnbyltingin ekki hafin. Síðan þá hefur hitinn hækkað um 0,8 gráður. Forsendur fyrir hlýnun næsta ár eru metnar út frá magni koldíoxíðs í andrúmsloftinu, það er nú 379 einingar á hverjar milljón einingar andrúmslofts en skýrsluhöfundar segja að fari það yfir 400 einingar verði ekki aftur snúið. Miðað við aukningu síðustu ára gerist það á næstu tíu árum. "Umhverfistímasprengja telur niður," hefur The Independent eftir Stephen Byers, fyrrum samgönguráðherra Bretlands. Hann er einn af forystumönnum hópsins sem stendur að skýrslugerðinni. Erlent Fréttir Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
Eftir tíu ár kann að vera orðið of seint að snúa við þeirri þróun sem kennd er við hlýnun jarðar. Afleiðingarnar, ef svo fer, verða gífurlegar og geta meðal annars leitt til bráðnunar Grænlandsjökuls og þess að Golfstraumurinn hætti að ganga en hann gerir Ísland byggilegt. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt verður í dag og breska blaðið The Independent greindi frá í gær. Skýrslan er unnin af hópi háttsettra stjórnmálamanna, forystumanna í viðskiptalífi og fræðimanna. Hún er hugsuð sem innlegg í umræðu átta stærstu iðnríkja heims og sett fram á sama tíma og Tony Blair hefur lofað að mæla fyrir stefnumótun ríkjahópsins um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er í fyrsta sinn lagt mat á við hversu mikla hlýnun þróunin verður óumflýjanleg. Hlýni loftslag að meðaltali um tvær gráður á Celsius umfram meðalhita ársins 1750 segja skýrsluhöfundar að ekki verði aftur snúið. Hitastig haldi áfram að hækka, sjávarmál hækki, skógar eyðist, vatnsskorts gæti í meiri mæli og aukin hætta verði á náttúrufarslegum stórslysum svo sem því að Grænlandsjökull bráðni og að Golfstraumurinn hætti að ganga. Síðastnefnda atriðið myndi gera Ísland óbyggilegt. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni kann að fara svo að einungis tíu ár líði þar til þróunin verði óumflýjanleg, þó að það taki lengri tíma að koma í ljós. Hlýnunin er reiknuð út frá meðaltalshita í kringum árið 1750 því þá var iðnbyltingin ekki hafin. Síðan þá hefur hitinn hækkað um 0,8 gráður. Forsendur fyrir hlýnun næsta ár eru metnar út frá magni koldíoxíðs í andrúmsloftinu, það er nú 379 einingar á hverjar milljón einingar andrúmslofts en skýrsluhöfundar segja að fari það yfir 400 einingar verði ekki aftur snúið. Miðað við aukningu síðustu ára gerist það á næstu tíu árum. "Umhverfistímasprengja telur niður," hefur The Independent eftir Stephen Byers, fyrrum samgönguráðherra Bretlands. Hann er einn af forystumönnum hópsins sem stendur að skýrslugerðinni.
Erlent Fréttir Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira