Mótmæla sölu grunnnets Símans 26. janúar 2005 00:01 Fjarskiptafyrirtækin Og Vodafone og eMax og INTER, samtök aðila sem veita netþjónustu, mótmæla fyrirhugaðri sölu á grunnneti Símans, sem þau segja eina mikilvægustu auðlind Íslendinga. Er þess krafist í fréttatilkynningu frá félögunum þremur að að grunnnetið verði undanskilið þegar Síminn verður seldur einkaaðilum. Í tilkynningunni segir enn fremur að reynslan hafi sýnt að samkeppnisyfirvöld og Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki haft bolmagn til að standa vörð um að leikreglum sé fylgt í harðvítugri samkeppni á fjarskiptamarkaði. Sú tortryggni sem ríkt hafi í garð Símans hjá öllum frjálsum fyrirtækjum á þessum markaði hafi verið mikil og muni aukast enn verði grunnentið selt. Þá segir að yfirvöld samkeppnismála hér á landi hafi skilgreint það svo að fjarskiptamarkaðurinn hafi ekki forgang. Þetta hafi leitt til þess að Síminn hafi í krafti stærðar sinnar og aðstöðu til að beita tæknilegum viðskiptahindrunum getað haldið aftur af eðlilegri samkeppni á fjarskiptamarkaði. Sem handahafi grunnnetsins hafi Síminn beitt mikilli hörku gagnvart keppinautum og alþekkt er að sú harka aukist þegar ríkisfyrirtæki komist í eigu einkaaðila. Þá er bent á að enn eigi mörg byggðarlög og fólk dreifbýli ekki kost á háhraðanettengingu og eftir eigi að ljúka uppbyggingu dreifikerfis fyrir GSM-síma. Ljóst sé að einkaaðilar muni gera ríkari kröfur til arðsemi en ríkið hafi gert. Verði grunnnetið selt sé ljóst að þessi byggðarlög verði ekki samkeppnishæf um fólk eða fyrirtæki í framtíðinni. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækin Og Vodafone og eMax og INTER, samtök aðila sem veita netþjónustu, mótmæla fyrirhugaðri sölu á grunnneti Símans, sem þau segja eina mikilvægustu auðlind Íslendinga. Er þess krafist í fréttatilkynningu frá félögunum þremur að að grunnnetið verði undanskilið þegar Síminn verður seldur einkaaðilum. Í tilkynningunni segir enn fremur að reynslan hafi sýnt að samkeppnisyfirvöld og Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki haft bolmagn til að standa vörð um að leikreglum sé fylgt í harðvítugri samkeppni á fjarskiptamarkaði. Sú tortryggni sem ríkt hafi í garð Símans hjá öllum frjálsum fyrirtækjum á þessum markaði hafi verið mikil og muni aukast enn verði grunnentið selt. Þá segir að yfirvöld samkeppnismála hér á landi hafi skilgreint það svo að fjarskiptamarkaðurinn hafi ekki forgang. Þetta hafi leitt til þess að Síminn hafi í krafti stærðar sinnar og aðstöðu til að beita tæknilegum viðskiptahindrunum getað haldið aftur af eðlilegri samkeppni á fjarskiptamarkaði. Sem handahafi grunnnetsins hafi Síminn beitt mikilli hörku gagnvart keppinautum og alþekkt er að sú harka aukist þegar ríkisfyrirtæki komist í eigu einkaaðila. Þá er bent á að enn eigi mörg byggðarlög og fólk dreifbýli ekki kost á háhraðanettengingu og eftir eigi að ljúka uppbyggingu dreifikerfis fyrir GSM-síma. Ljóst sé að einkaaðilar muni gera ríkari kröfur til arðsemi en ríkið hafi gert. Verði grunnnetið selt sé ljóst að þessi byggðarlög verði ekki samkeppnishæf um fólk eða fyrirtæki í framtíðinni.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira