Fékk sjónina aftur eftir aðgerðir 2. febrúar 2005 00:01 Íris Arnlaugsdóttir var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér. Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér "meir að segja í litum," eins og hún orðar það. Sjúkdómurinn umræddi lýsir sér þannig að sjón fer að versna, jafnvel oft innan við tvítugt, að sögn Friðberts Jónassonar augnsérfræðings á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Flestir þeirra sem fá hann svo snemma eru komnir í algjört þrot í kringum þrítugt. Þeir eru þá hættir að geta lesið, geta ekki ekið bíl og gert aðra nauðsynlega hluti. Eina lækningin við sjúkdómnum er að græða nýja hornhimnu á augað, því um er að ræða efnaskiptasjúkdóm í hornhimnu. Sjúkdómurinn stafar af víkjandi erfðum sem þýðir að báðir foreldrarnir þurfa að vera með tiltekinn genagalla. Tíðni hans hér stafar af skyldleika landsmanna. Þar með er "genapotturinn" mjög lítill og sjúkdómurinn ræktast upp, segir Friðbert. "Ég flosnaði upp úr skóla þegar ég fór að missa sjónina," rifjar Íris upp. "Fólk hafði ekki skilning á að ég sæi ekki á töfluna og ætti erfitt með að lesa. Þá var ég að verða búin með stúdentinn." Hún var 26 ára þegar hún fór í aðgerð á fyrra auganu, þar sem skipt var um hornhimnu. Hún átti þá orðið eins og hálfs árs strák, en var hætt að geta unnið. "Ég man hvað ég varð hissa þegar ég opnaði augun, " segir hún. "Áður hafði allt verið í móðu og grátt. En nú sá ég, - og meir að segja í lit. En ég mátti ekkert gera í tvo mánuði eftir að ég fór í aðgerðina. Ekki taka strákinn minn upp, ekki beygja mig, ekkert. Bara liggja í myrkvuðu herbergi. Í enda október fór ég svo í sams konar aðgerð á hinu auganu og það er nú að jafna sig. Sjóndepurðinni, aðgerðunum og eftirköstum þeirra fylgja miklar höfuðkvalir. Þá þarf ég að fara í leisiaðgerðir til að leiðrétta sjónskekkju sem hornhimnuskiptin ollu. Og svo get ég átt á hættu að líkaminn hafni nýju hornhimnunum, auk þess sem sjúkdómurinn verður alltaf til staðar." Írís lætur þessar vangaveltur þó ekki hindra sig. Hún lauk stúdentsprófi eftir fyrri hornhimnuskiptin og stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Geri aðrir betur. Heilbrigðismál Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Sjá meira
Íris Arnlaugsdóttir var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér. Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér "meir að segja í litum," eins og hún orðar það. Sjúkdómurinn umræddi lýsir sér þannig að sjón fer að versna, jafnvel oft innan við tvítugt, að sögn Friðberts Jónassonar augnsérfræðings á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Flestir þeirra sem fá hann svo snemma eru komnir í algjört þrot í kringum þrítugt. Þeir eru þá hættir að geta lesið, geta ekki ekið bíl og gert aðra nauðsynlega hluti. Eina lækningin við sjúkdómnum er að græða nýja hornhimnu á augað, því um er að ræða efnaskiptasjúkdóm í hornhimnu. Sjúkdómurinn stafar af víkjandi erfðum sem þýðir að báðir foreldrarnir þurfa að vera með tiltekinn genagalla. Tíðni hans hér stafar af skyldleika landsmanna. Þar með er "genapotturinn" mjög lítill og sjúkdómurinn ræktast upp, segir Friðbert. "Ég flosnaði upp úr skóla þegar ég fór að missa sjónina," rifjar Íris upp. "Fólk hafði ekki skilning á að ég sæi ekki á töfluna og ætti erfitt með að lesa. Þá var ég að verða búin með stúdentinn." Hún var 26 ára þegar hún fór í aðgerð á fyrra auganu, þar sem skipt var um hornhimnu. Hún átti þá orðið eins og hálfs árs strák, en var hætt að geta unnið. "Ég man hvað ég varð hissa þegar ég opnaði augun, " segir hún. "Áður hafði allt verið í móðu og grátt. En nú sá ég, - og meir að segja í lit. En ég mátti ekkert gera í tvo mánuði eftir að ég fór í aðgerðina. Ekki taka strákinn minn upp, ekki beygja mig, ekkert. Bara liggja í myrkvuðu herbergi. Í enda október fór ég svo í sams konar aðgerð á hinu auganu og það er nú að jafna sig. Sjóndepurðinni, aðgerðunum og eftirköstum þeirra fylgja miklar höfuðkvalir. Þá þarf ég að fara í leisiaðgerðir til að leiðrétta sjónskekkju sem hornhimnuskiptin ollu. Og svo get ég átt á hættu að líkaminn hafni nýju hornhimnunum, auk þess sem sjúkdómurinn verður alltaf til staðar." Írís lætur þessar vangaveltur þó ekki hindra sig. Hún lauk stúdentsprófi eftir fyrri hornhimnuskiptin og stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Geri aðrir betur.
Heilbrigðismál Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Sjá meira