Bæta öryggi barna á Netinu 8. febrúar 2005 00:01 Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag. Vitundarvakning er lykilorð evrópska verkefnisins SAFT sem stefnir að því að virkja foreldra, kennara og Netþjónustufyrirtæki til að auka öryggi barna á Netinu. Hluti verkefnisins er gerð kennsluefnis sem menntamálaráðherra var afhent í dag en sú kennsla felur einnig í sér þátttöku foreldra. Kannanir sýna að öll íslensk börn á aldrinum níu til sextán ára hafa notað Netið og sú notkun fer að langmestu leyti fram á heimilnu. Meðal annars á að koma þeim heilræðum til foreldra að setja reglur um Netnotkun, útskýra af hverju nauðsynlegt er að vera gætinn þegar veittar eru persónulegar upplýsingar og þá hættu sem fylgir því að hitta einhvern sem maður kynnist á Netinu. Það að skoða efni á Netinu með gagnrýnum hætti þykir einnig mikilvægt. Sem dæmi má nefna að meðal fyrstu niðurstaðna sem Google-leitarvefurin gefur þegar slegið er upp leitarorðinu „Martin Luther King“ er síða sem Ku Kux Klan heldur úti, gegnsýrð af kynþáttahatri og áróðri. Henni er sérstaklega beint að börnum og unglingum. Þá þykir einnig mikilvægt að bæta merkingar á tölvuleikjum. Þótt talað sé um leiki er svo sannarlega ekki um að ræða leiki fyrir börn í öllum tilfellum. Heimili og skóli, sem er aðili Íslands að evrópuverkefninu, segir það þó ekki miða að því að draga úr notkun Netsins. Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnastjóri SAFT-verkefnisins, segir Netið frábært fyrirbæri en í öllu umhverfi, þ.m.t. netheimum, leyist alltaf hættur. Eins og í umferðinni þurfi maður að kunna reglurnar og maður keyrir ekki um með bundið fyrir augun. Skilaboðin eru því: „Það þarf að vera vakandi á Netinu.“ Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag. Vitundarvakning er lykilorð evrópska verkefnisins SAFT sem stefnir að því að virkja foreldra, kennara og Netþjónustufyrirtæki til að auka öryggi barna á Netinu. Hluti verkefnisins er gerð kennsluefnis sem menntamálaráðherra var afhent í dag en sú kennsla felur einnig í sér þátttöku foreldra. Kannanir sýna að öll íslensk börn á aldrinum níu til sextán ára hafa notað Netið og sú notkun fer að langmestu leyti fram á heimilnu. Meðal annars á að koma þeim heilræðum til foreldra að setja reglur um Netnotkun, útskýra af hverju nauðsynlegt er að vera gætinn þegar veittar eru persónulegar upplýsingar og þá hættu sem fylgir því að hitta einhvern sem maður kynnist á Netinu. Það að skoða efni á Netinu með gagnrýnum hætti þykir einnig mikilvægt. Sem dæmi má nefna að meðal fyrstu niðurstaðna sem Google-leitarvefurin gefur þegar slegið er upp leitarorðinu „Martin Luther King“ er síða sem Ku Kux Klan heldur úti, gegnsýrð af kynþáttahatri og áróðri. Henni er sérstaklega beint að börnum og unglingum. Þá þykir einnig mikilvægt að bæta merkingar á tölvuleikjum. Þótt talað sé um leiki er svo sannarlega ekki um að ræða leiki fyrir börn í öllum tilfellum. Heimili og skóli, sem er aðili Íslands að evrópuverkefninu, segir það þó ekki miða að því að draga úr notkun Netsins. Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnastjóri SAFT-verkefnisins, segir Netið frábært fyrirbæri en í öllu umhverfi, þ.m.t. netheimum, leyist alltaf hættur. Eins og í umferðinni þurfi maður að kunna reglurnar og maður keyrir ekki um með bundið fyrir augun. Skilaboðin eru því: „Það þarf að vera vakandi á Netinu.“
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira