Í snjónum og skammdeginu finnst Nönnu Kristínu Jóhannsdóttur skemmtilegast að klæða sig í turkísbláa loðvestið sitt sem er hlýtt og mjúkt og lífgar upp á tilveruna.
"Vestið fékk ég í Oasis rétt fyrir jól og þetta er ein skemmtilegasta flíkin mín í fataskápnum núna."
Ásamt því er gallajakkinn í miklu uppáhaldi. "Ég hef notað hann endalaust síðan ég keypti hann í Gallerí 17 fyrir rúmum þremur árum og hann er eflaust mest notaða flíkin sem ég á fyrir utan auðvitað Diesel-gallabuxurnar."
Nanna Kristín Jóhannsdóttir er ein af Idol-stjörnunum okkar í ár en öllum að óvörum féll hún úr keppninni í Smáralind fyrir nokkrum vikum.
Þessi unga efnilega söngkona lætur þó mótlætið þó ekki stoppa sig og vonast til að geta spreytt sig meira á söngnum, en hún hefur lært klassískan söng í nokkur ár og er komin á sjöunda stig.
Nanna hefur verið í pásu frá söngnáminu um nokkra hríð á meðan hún sinnir námi í hjúkrunarfræði og litlu fjölskyldunni sinni.
Söngurinn er þó aldrei langt undan hjá Nönnu og vonandi reisir hún röddina fljótlega aftur fyrir alþjóð.

