Innlent
Horfið frá stórum geðsjúkarhúsum
Þetta sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í umræðum um geðheilbrigðismál á Alþingi í gær. vísaði í þessu sambandi til nýrra áherslna í geðheilbrigðismálum sem fram hefðu komið á fyrstu evrópsku ráðherraráðstefnunni um geðheilbrigðismálin sem haldin var í Helsinki í janúar. Sagði ráðherra að þar hefðu evrópskir ráðherrar reist vegvísi, sérstaka samþykkt og aðgerðaáætlun, sem ætti eftir að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustuna á Íslandi. "Grunntónninn í hvoru tveggja má segja að sé að hverfa frá því að byggja upp stór geðsjúkrahús og flytja þjónustuna nær þeim sem hún á að þjóna," sagði hann ."Jafnframt að auka þátt eða vægi notendanna og aðstandendanna í meðferð og stefnumótun og taka tillit til og auka vægi geðheilbrigðissjónarmiða við lagasetningu sem tekur til vinnuverndar og almennrar stefnumótunar í heilbrigðisþjónustunni." Ráðherra undirstrikaði að efla þyrfti samstarfið við fulltrúa notendafélaganna og kvaðst myndu stefna að því.