Stærsti vandi íslensks réttarfars 11. febrúar 2005 00:01 Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Í gær klofnaði Hæstiréttur í afstöðu sinni vegna þessa og niðurstaðan varð sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, var sýknaður. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Héraðsdómur sýknaði manninn af ákæru um kynferðislegt áreiti gagnvart stúlkubarni en sakfelldi hann fyrir að hafa neytta hana til samræðis. Ofbeldið mun hafa hafist þegar stúlkan var níu ára gömul, árið 1990, og staðið í fjögur ár. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sitt í Héraðsdómi. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem kemst að þveröfugri niðurstöðu. Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms varðandi munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ekki átt samræði við stúlkuna heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem lögreglurannsókn hófst ekki fyrr en fimm árum eftir að brotið átti sér stað var maðurinn sýknaður. Ef hann hefði hins vegar verið fundinn sekur um samræði hefði brotið ekki verið fyrnt. Dómurinn virðist marka tímamót að því leyti að hann klofnar í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð þeirra sem kölluð eru fyrir héraðsdóm. Meirihluti dómsins telur svo ekki vera þegar tekin er afstaða til kynferðislegs áreitis, en snýr blaðinu við þegar tekin er afstaða til brots um samræði. Eiríkur Tómasson segir að samkvæmt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu geti Hæstiréttur ekki viðhaft þessa aðferð til að sakfella mann sem hefur verið sýknaður í héraði. Það virðist þó vera að það fari eftir því hvernig Hæstiréttur er skipaður, hvernig þetta er túlkað. Viðhorfið sé mismunandi eftir því hvort menn myndi meirihlutann eða minnihlutann að sögn Eiríks. Eiríkur segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Hann segir mjög mikilvægt að þarna gildi sama regla í öllum málum, hvort sem hinn ákærði sé sýknaður í héraði eða sakfelldur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Í gær klofnaði Hæstiréttur í afstöðu sinni vegna þessa og niðurstaðan varð sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, var sýknaður. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Héraðsdómur sýknaði manninn af ákæru um kynferðislegt áreiti gagnvart stúlkubarni en sakfelldi hann fyrir að hafa neytta hana til samræðis. Ofbeldið mun hafa hafist þegar stúlkan var níu ára gömul, árið 1990, og staðið í fjögur ár. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sitt í Héraðsdómi. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem kemst að þveröfugri niðurstöðu. Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms varðandi munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ekki átt samræði við stúlkuna heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem lögreglurannsókn hófst ekki fyrr en fimm árum eftir að brotið átti sér stað var maðurinn sýknaður. Ef hann hefði hins vegar verið fundinn sekur um samræði hefði brotið ekki verið fyrnt. Dómurinn virðist marka tímamót að því leyti að hann klofnar í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð þeirra sem kölluð eru fyrir héraðsdóm. Meirihluti dómsins telur svo ekki vera þegar tekin er afstaða til kynferðislegs áreitis, en snýr blaðinu við þegar tekin er afstaða til brots um samræði. Eiríkur Tómasson segir að samkvæmt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu geti Hæstiréttur ekki viðhaft þessa aðferð til að sakfella mann sem hefur verið sýknaður í héraði. Það virðist þó vera að það fari eftir því hvernig Hæstiréttur er skipaður, hvernig þetta er túlkað. Viðhorfið sé mismunandi eftir því hvort menn myndi meirihlutann eða minnihlutann að sögn Eiríks. Eiríkur segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Hann segir mjög mikilvægt að þarna gildi sama regla í öllum málum, hvort sem hinn ákærði sé sýknaður í héraði eða sakfelldur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira