Fangelsið ekki mannsæmandi 14. febrúar 2005 00:01 Sigurður Eiríksson, fangelsisstjóri í fangelsinu á Akureyri, tekur undir með Valtý Sigurðsson fangelsismálastjóra að umrætt fangelsi sé ekki mannsæmandi. Fangarnir hafi ekkert við að vera, útivistaraðstaða sé ófullnægjandi, loftræsing í klefum léleg og áfram megi telja. "Ég held að þetta hafi oft verið í umræðunni í gegnum árin," sagði Sigurður. "En það er ekkert annað að gera ef á að taka á þessu í alvöru. Taka fangelsið alveg í gegn frá grunni eða þá að loka því." Eins og kom fram í máli Valtýs í Fréttablaðinu um helgina hefur verið lokið við að gera drög að stækkun fangelsisins og nemur kostnaðaráætlun 150 milljónum króna. Þar af er breyting á húsnæði lögreglu upp á um 50 milljónir. Fangelsið verður stækkað um tvo klefa þannig að þar verði tíu klefar en megináhersla lögð á að gera það rekstrarhæft sem fangelsi, að sögn Valtýs, þar sem föngum verði sköpuð aðstaða til vinnu og útbúin aðstaða til heimsókna, sem engin er í dag. "Fangelsið er hvorki fugl né fiskur," sagði Valtýr um ástand þess nú. "Að mínu mati á að loka því ef það verður ekki gert mannsæmandi." Sigurður sagði að atvinnumálin í fangelsinu og heimsóknaraðstaðan hefðu verið helstu vandamálin. Fangar hefðu ekki mikið við að vera, ekki nema það sem hver og einn fyndi sér sjálfur að gera innan fangelsisveggjanna. Spurður um aðstæður til útivistar sagði hann að þær væru ekki góðar. "Það má segja að þeir hafi ekki komist út úr húsinu. Þetta er garður sem er girtur, þannig að þeir sjá ekki neitt nema upp í heiðan himininn. Síðan má segja að loftræsting í klefunum sé léleg." Fangelsið hefur hýst karlmenn á undanförnum árum að sögn Sigurðar. Áður var þar rekið kvennafangelsi í einhvern tíma, en það er löngu aflagt. "Þetta er yfirleitt fullt hérna, því miður," sagði Sigurður. "Það er talað um átta klefa en það eru ekki nema sjö sem eru notaðir. Það gengur ekki að hafa átta manns, það er of mikið." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Sigurður Eiríksson, fangelsisstjóri í fangelsinu á Akureyri, tekur undir með Valtý Sigurðsson fangelsismálastjóra að umrætt fangelsi sé ekki mannsæmandi. Fangarnir hafi ekkert við að vera, útivistaraðstaða sé ófullnægjandi, loftræsing í klefum léleg og áfram megi telja. "Ég held að þetta hafi oft verið í umræðunni í gegnum árin," sagði Sigurður. "En það er ekkert annað að gera ef á að taka á þessu í alvöru. Taka fangelsið alveg í gegn frá grunni eða þá að loka því." Eins og kom fram í máli Valtýs í Fréttablaðinu um helgina hefur verið lokið við að gera drög að stækkun fangelsisins og nemur kostnaðaráætlun 150 milljónum króna. Þar af er breyting á húsnæði lögreglu upp á um 50 milljónir. Fangelsið verður stækkað um tvo klefa þannig að þar verði tíu klefar en megináhersla lögð á að gera það rekstrarhæft sem fangelsi, að sögn Valtýs, þar sem föngum verði sköpuð aðstaða til vinnu og útbúin aðstaða til heimsókna, sem engin er í dag. "Fangelsið er hvorki fugl né fiskur," sagði Valtýr um ástand þess nú. "Að mínu mati á að loka því ef það verður ekki gert mannsæmandi." Sigurður sagði að atvinnumálin í fangelsinu og heimsóknaraðstaðan hefðu verið helstu vandamálin. Fangar hefðu ekki mikið við að vera, ekki nema það sem hver og einn fyndi sér sjálfur að gera innan fangelsisveggjanna. Spurður um aðstæður til útivistar sagði hann að þær væru ekki góðar. "Það má segja að þeir hafi ekki komist út úr húsinu. Þetta er garður sem er girtur, þannig að þeir sjá ekki neitt nema upp í heiðan himininn. Síðan má segja að loftræsting í klefunum sé léleg." Fangelsið hefur hýst karlmenn á undanförnum árum að sögn Sigurðar. Áður var þar rekið kvennafangelsi í einhvern tíma, en það er löngu aflagt. "Þetta er yfirleitt fullt hérna, því miður," sagði Sigurður. "Það er talað um átta klefa en það eru ekki nema sjö sem eru notaðir. Það gengur ekki að hafa átta manns, það er of mikið."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira