Björguðu lífi vinar síns 14. febrúar 2005 00:01 Tveir ellefu ára drengir, Alexander Theódórsson og Arnar Þór Stefánsson, unnu þrekvirki þegar þeir björguðu lífi Róberts Heiðars Halldórssonar, tíu ára gamals vinar síns, á laugardaginn. Drengirnir voru í Kringlunni síðdegis þegar Róbert fann fyrir verk í brjóstinu. "Ég var nýbúinn að kaupa ís handa mér og vini mínum þegar ég fann fyrir sársauka," segir Róbert. "Ég sagði við strákana að ég þyrfti að fara heim. Við fórum þá upp í strætóskýli en þegar strætó kom vildi bílstjórinn ekki hleypa okkur inn af því að við vorum með lítinn peking hund með okkur. Ég vildi ekki segja strax að ég finndi fyrir sársauka því ég vildi ekki að strákarnir myndu "panika." Drengirnir fóru þá aftur niður í Kringlu því móðir Alexanders vinnur þar. Hún var hins vegar farinn heim þegar þeir komu og því héldu þeir aftur af stað upp í strætóskýli. Drengirnir keyrðu Róbert í búðarkerru og héldu síðan á honum. Þegar hér var komið við sögu segir Róbert að það hafi verið orðið erfitt að anda. "Mér var orðið mjög illt. Ég lagðist í jörðina og byrjaði að tárast." Alexander og Arnar Þór segjast fyrst hafa haldið að Róbert hafi verið að grínast en síðan hafi þeir séð að hann var mjög veikur. "Mér brá alveg geðveikt," segir Alexander. "Þegar ég sá hann liggja hélt ég fyrst að þetta væri hjartað eða lungun." Strætó kom fljótlega og í þetta skiptið var þeim hleypt inn. Strætó stoppar beint fyrir framan heimili Róberts í Bústaðahverfinu og héldu drengirnir á honum þangað. Farið var með hann beint á sjúkrahús. Þar kom í ljós að Róbert hafði fengið gat á lungað. Að sögn læknis geta verstu tilfellin leitt til þess að lunga falli saman og það er lífshættulegt. "Ég er kominn heim núna og mér líður alveg ágætlega," segir Róbert. "Strákarnir voru mjög duglegir. Þeir hjálpuðu mér mikið." Sigríður E. Gunnarsdóttir, móðir Róberts, segir engan vafa leika á því í hennar huga að Alexander og Arnar Þór hafi bjargað lífi Róberts. Líf hans hafi nánast verið að fjara út þegar hann kom heim. "Þeir eru ofurhetjur í mínum huga. Það var alveg frábært að sjá hvernig þeir brugðust við og komu vini sínum heim." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Tveir ellefu ára drengir, Alexander Theódórsson og Arnar Þór Stefánsson, unnu þrekvirki þegar þeir björguðu lífi Róberts Heiðars Halldórssonar, tíu ára gamals vinar síns, á laugardaginn. Drengirnir voru í Kringlunni síðdegis þegar Róbert fann fyrir verk í brjóstinu. "Ég var nýbúinn að kaupa ís handa mér og vini mínum þegar ég fann fyrir sársauka," segir Róbert. "Ég sagði við strákana að ég þyrfti að fara heim. Við fórum þá upp í strætóskýli en þegar strætó kom vildi bílstjórinn ekki hleypa okkur inn af því að við vorum með lítinn peking hund með okkur. Ég vildi ekki segja strax að ég finndi fyrir sársauka því ég vildi ekki að strákarnir myndu "panika." Drengirnir fóru þá aftur niður í Kringlu því móðir Alexanders vinnur þar. Hún var hins vegar farinn heim þegar þeir komu og því héldu þeir aftur af stað upp í strætóskýli. Drengirnir keyrðu Róbert í búðarkerru og héldu síðan á honum. Þegar hér var komið við sögu segir Róbert að það hafi verið orðið erfitt að anda. "Mér var orðið mjög illt. Ég lagðist í jörðina og byrjaði að tárast." Alexander og Arnar Þór segjast fyrst hafa haldið að Róbert hafi verið að grínast en síðan hafi þeir séð að hann var mjög veikur. "Mér brá alveg geðveikt," segir Alexander. "Þegar ég sá hann liggja hélt ég fyrst að þetta væri hjartað eða lungun." Strætó kom fljótlega og í þetta skiptið var þeim hleypt inn. Strætó stoppar beint fyrir framan heimili Róberts í Bústaðahverfinu og héldu drengirnir á honum þangað. Farið var með hann beint á sjúkrahús. Þar kom í ljós að Róbert hafði fengið gat á lungað. Að sögn læknis geta verstu tilfellin leitt til þess að lunga falli saman og það er lífshættulegt. "Ég er kominn heim núna og mér líður alveg ágætlega," segir Róbert. "Strákarnir voru mjög duglegir. Þeir hjálpuðu mér mikið." Sigríður E. Gunnarsdóttir, móðir Róberts, segir engan vafa leika á því í hennar huga að Alexander og Arnar Þór hafi bjargað lífi Róberts. Líf hans hafi nánast verið að fjara út þegar hann kom heim. "Þeir eru ofurhetjur í mínum huga. Það var alveg frábært að sjá hvernig þeir brugðust við og komu vini sínum heim."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira