Mynd sem leynir á sér Egill Helgason skrifar 15. febrúar 2005 00:01 Regnboginn: Sideways Skásta orðið til að lýsa kvikmyndinni Sideways er að hún sé lúmsk. Hún leynir á sér. Í fyrstu er þetta dálítið eins og leiðinlegur sjónvarpsþáttur, líkt og enn einn skammturinn af forty something, en svo fer myndin smátt og smátt að vaxa og í lokin fattar maður að hún er býsna umhugsunarverð. Sideways fjallar um frekar hversdagsleg ævintýri tveggja vina sem eru að verða miðaldra við vegarkantinn í vínræktarhéruðum Kaliforníu - fegurð þessa svæðis er góður bakgrunnur fyrir myndina. Þeir kynnast kvenfólki, drekka sig fulla, rífast. Annar er kvennabósi og hálfgerður drullusokkur, án þess þó að vera beinlínis vondur, hinn er taugahrúga og kann ekki að umgangast konur. Það er mikið talað í þessari mynd - mest um vín. Manni verður hugsað til enska hugtaksins "vintage bore" - sem er notað um snobbara sem eru sífellt að tala um árgangsvín. Mikið af talinu er fremur til að fela tilfinningar en að láta þær uppi. Merkingin er undir yfirborðinu - þetta er nefnilega mynd fyrir fullorðið fólk ólíkt flestum amerískum myndum sem koma hingað í kvikmyndahús. Þetta er býsna ísmeygileg kvikmynd. Hún er í raunsæisstíl, stundum minna persónurnar dálítið á hamstra sem hlaupa í búri. Því þótt þetta sé mestanpart kómedía fjallar hún um persónur sem eru svolítið brjóstumkennanlegar, komast ekki undan þráhyggjum sínum. Líkt og vínsullið sem er sífellt verið að ræða, þá gerjast myndin og batnar þangað til allt rennur saman í góða heild í endann. Farið og sjáið hana. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Regnboginn: Sideways Skásta orðið til að lýsa kvikmyndinni Sideways er að hún sé lúmsk. Hún leynir á sér. Í fyrstu er þetta dálítið eins og leiðinlegur sjónvarpsþáttur, líkt og enn einn skammturinn af forty something, en svo fer myndin smátt og smátt að vaxa og í lokin fattar maður að hún er býsna umhugsunarverð. Sideways fjallar um frekar hversdagsleg ævintýri tveggja vina sem eru að verða miðaldra við vegarkantinn í vínræktarhéruðum Kaliforníu - fegurð þessa svæðis er góður bakgrunnur fyrir myndina. Þeir kynnast kvenfólki, drekka sig fulla, rífast. Annar er kvennabósi og hálfgerður drullusokkur, án þess þó að vera beinlínis vondur, hinn er taugahrúga og kann ekki að umgangast konur. Það er mikið talað í þessari mynd - mest um vín. Manni verður hugsað til enska hugtaksins "vintage bore" - sem er notað um snobbara sem eru sífellt að tala um árgangsvín. Mikið af talinu er fremur til að fela tilfinningar en að láta þær uppi. Merkingin er undir yfirborðinu - þetta er nefnilega mynd fyrir fullorðið fólk ólíkt flestum amerískum myndum sem koma hingað í kvikmyndahús. Þetta er býsna ísmeygileg kvikmynd. Hún er í raunsæisstíl, stundum minna persónurnar dálítið á hamstra sem hlaupa í búri. Því þótt þetta sé mestanpart kómedía fjallar hún um persónur sem eru svolítið brjóstumkennanlegar, komast ekki undan þráhyggjum sínum. Líkt og vínsullið sem er sífellt verið að ræða, þá gerjast myndin og batnar þangað til allt rennur saman í góða heild í endann. Farið og sjáið hana.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira