Þjóðir bregðist við hættunni 24. febrúar 2005 00:01 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur ekki meira hættu á heimsfaraldi, vegna fuglaflensunnar, hafa verið síðan á árinu 1968. Þetta staðfestir Davíð Á. Gunnarsson formaður lþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Davíð var síðast í sambandi við stofnunina í Genf í gær. Hann sagði að samkvæmt upplýsingum þaðan væri ástandið óbreytt frá síðasta fundi stjórnarinnar 20. janúar 2005. Davíð kvaðst telja að nýleg orð dr. Shigeru Omi, fulltrúa stofnunarinnar, væru einungis sögð í framhaldi af því sem rætt hefði verið á fundi framkvæmdastjórnarinnar í janúar. Þar væru ekki á ferðinni ný tíðindi. Hitt bæri að hafa í huga að þörf er á að ver á varðbergi vegna yfirvofandi faraldurs. "Nauðsynlegt er að þjóðir heimsins fari yfir viðbúnaðaráætlanir og geri þær ráðstafanir sem hægt er," sagði Davíð. Hann sagði enn fremur að á fundinum hefðu orðið umræður um hvernig ætti að fjármagna lyf og bóluefni ef fuglaflensa smitaðist milli manna. Rauði þráðurinn í þeim umræðum hefði verið sá, að þjóðir heims ættu að eiga aðgang að ódýrum lyfjum og bóluefni, jafnt fátækari löndin sem hin efnaðri. Á fundinum var lögð fram skýrsla um stöðu mála, að sögn Davíðs. Hann sagði, að niðurstaða umræðna um hana hefði leitt til samþykktar tillögu þess efnis, að öll aðildarríkin væru hvött til að koma á viðbúnaði vegna heimsfaraldurs inflúensu. Skyldi hann miða að því að draga úr heilsutjóni, svo og efnahagslegum og félagslegum afleiðingum slíks faraldurs. Stjórnin hefði lýst á þessum fundi áhyggjum af almennum ónógum viðbúnaði vegna inflúensufaraldurs. Herða þyrfti alþjóðlegt eftirlit í því tilliti. "Þetta samþykkti stjórnin sem tillögu til 58. þings Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem haldið verður í maí næstkomandi," sagði Davíð. "Tillagan verður áreiðanlega samþykkt á því þingi." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur ekki meira hættu á heimsfaraldi, vegna fuglaflensunnar, hafa verið síðan á árinu 1968. Þetta staðfestir Davíð Á. Gunnarsson formaður lþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Davíð var síðast í sambandi við stofnunina í Genf í gær. Hann sagði að samkvæmt upplýsingum þaðan væri ástandið óbreytt frá síðasta fundi stjórnarinnar 20. janúar 2005. Davíð kvaðst telja að nýleg orð dr. Shigeru Omi, fulltrúa stofnunarinnar, væru einungis sögð í framhaldi af því sem rætt hefði verið á fundi framkvæmdastjórnarinnar í janúar. Þar væru ekki á ferðinni ný tíðindi. Hitt bæri að hafa í huga að þörf er á að ver á varðbergi vegna yfirvofandi faraldurs. "Nauðsynlegt er að þjóðir heimsins fari yfir viðbúnaðaráætlanir og geri þær ráðstafanir sem hægt er," sagði Davíð. Hann sagði enn fremur að á fundinum hefðu orðið umræður um hvernig ætti að fjármagna lyf og bóluefni ef fuglaflensa smitaðist milli manna. Rauði þráðurinn í þeim umræðum hefði verið sá, að þjóðir heims ættu að eiga aðgang að ódýrum lyfjum og bóluefni, jafnt fátækari löndin sem hin efnaðri. Á fundinum var lögð fram skýrsla um stöðu mála, að sögn Davíðs. Hann sagði, að niðurstaða umræðna um hana hefði leitt til samþykktar tillögu þess efnis, að öll aðildarríkin væru hvött til að koma á viðbúnaði vegna heimsfaraldurs inflúensu. Skyldi hann miða að því að draga úr heilsutjóni, svo og efnahagslegum og félagslegum afleiðingum slíks faraldurs. Stjórnin hefði lýst á þessum fundi áhyggjum af almennum ónógum viðbúnaði vegna inflúensufaraldurs. Herða þyrfti alþjóðlegt eftirlit í því tilliti. "Þetta samþykkti stjórnin sem tillögu til 58. þings Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem haldið verður í maí næstkomandi," sagði Davíð. "Tillagan verður áreiðanlega samþykkt á því þingi."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira