Marimekko-föt loksins á Íslandi 3. mars 2005 00:01 Það var líf og fjör í verslunarhúsnæðinu Iðu laugardaginn 26. febrúar þegar Marimekko-verslun var opnuð þar í kjallaranum. Marimekko er finnsk hönnun og hefur verið seld að einhverju leyti í versluninni Epal hingað til og verður seld þar áfram. Verslunin í Iðu sérhæfir sig í Marimekko-fatnaði á meðan Epal er með töskur og ýmislegt til heimilisins frá merkinu. Marimekko var stofnað árið 1951 og hefur síðan þá verið í sífelldri sókn og er merkið þekkt um heim allan. Á laugardaginn var haldin Marimekko-tískusýning í tilefni opnunarinnar þar sem vor- og sumartískan var sýnd. Í versluninni eru eingöngu kvenföt, bæði á börn og fullorðna. Einnig er þar að finna efni, handklæði, töskur, buddur og sængurverasett svo eitthvað sé nefnt. Marimekko-fatahönnunin er afar glæsileg og einföld en munstrin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Fötin frá Marimekko eru litrík og má segja að grænn sé tískulitur vorsins og sumarsins. Tískusýningin í Iðu vakti mikla lukku meðal viðstaddra og greinilegt að verslunin er kærkomin viðbót í tískuflóru miðbæjarins.Grænt er greinilega litur sumarsins.PjeturLitirnir eru allsráðandi. Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Það var líf og fjör í verslunarhúsnæðinu Iðu laugardaginn 26. febrúar þegar Marimekko-verslun var opnuð þar í kjallaranum. Marimekko er finnsk hönnun og hefur verið seld að einhverju leyti í versluninni Epal hingað til og verður seld þar áfram. Verslunin í Iðu sérhæfir sig í Marimekko-fatnaði á meðan Epal er með töskur og ýmislegt til heimilisins frá merkinu. Marimekko var stofnað árið 1951 og hefur síðan þá verið í sífelldri sókn og er merkið þekkt um heim allan. Á laugardaginn var haldin Marimekko-tískusýning í tilefni opnunarinnar þar sem vor- og sumartískan var sýnd. Í versluninni eru eingöngu kvenföt, bæði á börn og fullorðna. Einnig er þar að finna efni, handklæði, töskur, buddur og sængurverasett svo eitthvað sé nefnt. Marimekko-fatahönnunin er afar glæsileg og einföld en munstrin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Fötin frá Marimekko eru litrík og má segja að grænn sé tískulitur vorsins og sumarsins. Tískusýningin í Iðu vakti mikla lukku meðal viðstaddra og greinilegt að verslunin er kærkomin viðbót í tískuflóru miðbæjarins.Grænt er greinilega litur sumarsins.PjeturLitirnir eru allsráðandi.
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira