Myndvinnsla og veðurfræði 8. mars 2005 00:01 "Við einbeitum okkur að kennslu í þremur námsgreinum, klippingum á vídeóspólum, myndvinnslu og veðurfræði. Auk þess bjóðum við eldri borgurum upp á námskeið í grunnatriðum tölvunotkunar," segir Ólafur Kristjánsson, kennari við Fjarkennsluna. (Hann hefur viðurnefnið Óli tölva svo eitthvað hlýtur hann að kunna fyrir sér!) Fjarkennslan er til húsa að Lyngási 18 í Garðabæ og hefur hingað til eingöngu verið með sölu á kennsluefni í geisladiskaformi en stutt námskeið á staðnum eru nýtilkomin. Óli lýsir þeim nánar. "Klippinámskeiðið er fyrir fólk sem langar að taka til á spólunum sínum sem hafa hlaðist upp í skápunum. Klippa og stytta efnið þannig að það verði hnitmiðaðra og þægilegra og setja það síðan á DVD disk. Þetta er hægt að gera með litlum tilkostnaði. Síðan er það myndvinnsla. Þar erum við að kenna fólki á stafrænu myndavélarnar sínar, hvernig myndirnar eru teknar úr vélinni, lagaðar til og geymdar. Við kennum á forritið Photoshop Elements sem er þægileg heimilisútgáfa af myndvinnsluforriti. Þriðja námskeiðið er veðurnámskeið og slíkt hefur aldrei verið sett upp áður hér á landi. Það eru nokkrir öflugir veðurvefir til sem "Siggi stormur" ætlar að kenna fólki á. Maður þarf ekkert að vera snillingur á tölvu til að fara á þetta námskeið. Skilyrði er að hafa aðgang að netinu og hafa áhuga á veðrinu - og hver hefur það ekki? Síðan erum við með námskeið fyrir eldri borgara sem langar að komast inn á netið, senda barnabörnunum póst og gera svona þessa einföldustu hluti." Þar með slepptum við Óla úr símanum en þeir sem vilja vita meira geta hringt í síma 511 4510 eða farið inn á síðuna www.fjarkennsla.is. Nám Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Við einbeitum okkur að kennslu í þremur námsgreinum, klippingum á vídeóspólum, myndvinnslu og veðurfræði. Auk þess bjóðum við eldri borgurum upp á námskeið í grunnatriðum tölvunotkunar," segir Ólafur Kristjánsson, kennari við Fjarkennsluna. (Hann hefur viðurnefnið Óli tölva svo eitthvað hlýtur hann að kunna fyrir sér!) Fjarkennslan er til húsa að Lyngási 18 í Garðabæ og hefur hingað til eingöngu verið með sölu á kennsluefni í geisladiskaformi en stutt námskeið á staðnum eru nýtilkomin. Óli lýsir þeim nánar. "Klippinámskeiðið er fyrir fólk sem langar að taka til á spólunum sínum sem hafa hlaðist upp í skápunum. Klippa og stytta efnið þannig að það verði hnitmiðaðra og þægilegra og setja það síðan á DVD disk. Þetta er hægt að gera með litlum tilkostnaði. Síðan er það myndvinnsla. Þar erum við að kenna fólki á stafrænu myndavélarnar sínar, hvernig myndirnar eru teknar úr vélinni, lagaðar til og geymdar. Við kennum á forritið Photoshop Elements sem er þægileg heimilisútgáfa af myndvinnsluforriti. Þriðja námskeiðið er veðurnámskeið og slíkt hefur aldrei verið sett upp áður hér á landi. Það eru nokkrir öflugir veðurvefir til sem "Siggi stormur" ætlar að kenna fólki á. Maður þarf ekkert að vera snillingur á tölvu til að fara á þetta námskeið. Skilyrði er að hafa aðgang að netinu og hafa áhuga á veðrinu - og hver hefur það ekki? Síðan erum við með námskeið fyrir eldri borgara sem langar að komast inn á netið, senda barnabörnunum póst og gera svona þessa einföldustu hluti." Þar með slepptum við Óla úr símanum en þeir sem vilja vita meira geta hringt í síma 511 4510 eða farið inn á síðuna www.fjarkennsla.is.
Nám Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira