Ríkið hamlar endurmenntun 9. mars 2005 00:01 Ríkið hamlar endurmenntun íslenskra lækna, segir Bjarni Þór Eyvindsson formaður Félags unglækna. Hann er ekki sammála gagnrýni sem fram hefur komið á boðsferðir á vegum lyfjafyrirtækja og segir þær meðal þeirra leiða sem læknar hafi til að endurmennta sig og kynnast nýjungum í læknisfræði. Í grein Sigurðar Guðmundssonar landlæknis í nýútkomnu Læknablaði segir að áhugavert sé að fá fram hvað læknanemum hér á landi finnist um þessi mál. Landlæknir segir enn fremur í greininni, að það sé tilfinning margra að þeim læknum hérlendis fari fjölgandi, sem finnist samskipti lækna og lyfjafyrirtækja vera komin út fyrir allt velsæmi. "Mín persónulega skoðun er sú að þegar þessar ferðir eru í þeim tilgangi að menn eru að sækja sér endurmenntun þá er þetta í lagi, þótt setja megi stærra spurningamerki við einhverja auglýsingaráðstefnu hjá einu fyrirtæki," sagði Bjarni Þór. "Læknisfræðin gengur út á stöðuga öflun nýrra upplýsinga, þótt við nýtum ekki nema hluta af þeim, eftir að hafa metið þær til gagns fyrir okkur og okkar skjólstæðinga. Eins og staðan er í dag hafa menn séð gott tækifæri í þessum ferðum til að ná sér í endurmenntun," bætti hann við og kvaðst telja að sumir hefðu gengið of langt í gagnrýni sinni á boðsferðir, meðal annars með því að tala um "mútuferðir. "Ríkið hefur ekki komið til móts við lækna á Íslandi hvað varðar endurmenntun og símenntun, sem erfitt er að sinna hér vegna smæðar landsins," sagði Bjarni Þór. "Þetta hefur því verið einn af fáum möguleikum sem íslenskir læknar hafa átt til að sækja sér endurmenntun. Eins og kerfið er í dag eigum við rétt á að fara á eina ráðstefnu á ári á kostnað ríkisins samkvæmt kjarasamningum. Samkvæmt lögum er ríkið bundið því að gefa út sérlyfjaskrá fyrir lækna til að við vitum hvaða lyf eru á markaði. Síðasta skrá var gefin út fyrir 2002 og 2003. Ekki er boðið upp á nein námskeið til dæmis á endurmenntunarsviði Háskóla Íslands. Þetta sýnir hvernig ríkið býr að endurmenntun lækna og hefur fremur hamlandi áhrif heldur en hitt." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Ríkið hamlar endurmenntun íslenskra lækna, segir Bjarni Þór Eyvindsson formaður Félags unglækna. Hann er ekki sammála gagnrýni sem fram hefur komið á boðsferðir á vegum lyfjafyrirtækja og segir þær meðal þeirra leiða sem læknar hafi til að endurmennta sig og kynnast nýjungum í læknisfræði. Í grein Sigurðar Guðmundssonar landlæknis í nýútkomnu Læknablaði segir að áhugavert sé að fá fram hvað læknanemum hér á landi finnist um þessi mál. Landlæknir segir enn fremur í greininni, að það sé tilfinning margra að þeim læknum hérlendis fari fjölgandi, sem finnist samskipti lækna og lyfjafyrirtækja vera komin út fyrir allt velsæmi. "Mín persónulega skoðun er sú að þegar þessar ferðir eru í þeim tilgangi að menn eru að sækja sér endurmenntun þá er þetta í lagi, þótt setja megi stærra spurningamerki við einhverja auglýsingaráðstefnu hjá einu fyrirtæki," sagði Bjarni Þór. "Læknisfræðin gengur út á stöðuga öflun nýrra upplýsinga, þótt við nýtum ekki nema hluta af þeim, eftir að hafa metið þær til gagns fyrir okkur og okkar skjólstæðinga. Eins og staðan er í dag hafa menn séð gott tækifæri í þessum ferðum til að ná sér í endurmenntun," bætti hann við og kvaðst telja að sumir hefðu gengið of langt í gagnrýni sinni á boðsferðir, meðal annars með því að tala um "mútuferðir. "Ríkið hefur ekki komið til móts við lækna á Íslandi hvað varðar endurmenntun og símenntun, sem erfitt er að sinna hér vegna smæðar landsins," sagði Bjarni Þór. "Þetta hefur því verið einn af fáum möguleikum sem íslenskir læknar hafa átt til að sækja sér endurmenntun. Eins og kerfið er í dag eigum við rétt á að fara á eina ráðstefnu á ári á kostnað ríkisins samkvæmt kjarasamningum. Samkvæmt lögum er ríkið bundið því að gefa út sérlyfjaskrá fyrir lækna til að við vitum hvaða lyf eru á markaði. Síðasta skrá var gefin út fyrir 2002 og 2003. Ekki er boðið upp á nein námskeið til dæmis á endurmenntunarsviði Háskóla Íslands. Þetta sýnir hvernig ríkið býr að endurmenntun lækna og hefur fremur hamlandi áhrif heldur en hitt."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira