Blóðstrimlar í opinn reikning 9. mars 2005 00:01 Tvö af þremur fyrirtækjum sem flytja inn blóðsykurmæla, blóðstrimla og hnífa fyrir sykursjúka, segja viðskipti sín mjög svipuð milli ára 2003 og 2004. Um er að ræða fyrirtækin Vistor og Lyru. Þriðja fyrirtækið sem flytur inn þessi hjálpartæki er Logaland. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna ofangreindra hjálpartækja, einkum þó blóðstrimla, jókst um allt að 50 milljónir á árinu 2004, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá TR kvaðst vita hvaða innflutningsfyrirtæki ætti hlut að máli varðandi þessa kostnaðaraukningu. Hann kvaðst ekki vilja gefa uppi nafn þess, þar sem um viðskiptahagsmuni væri að ræða. Eins og greint var frá greip heilbrigðisráðuneytið til þess ráðs að breyta reglugerð varðandi blóðstrimla og önnur hjálpartæki af þeim toga til að sporna við áframhaldandi "ofnotkun" eins og framkvæmdastjórinn hjá TR orðaði það. Um leið var endurgreiðsluupphæðin til sjúklinga lækkuð um 15 prósent. "Umsetningin hjá Lyru minnkaði ekkert á árinu 2004," sagði Höskuldur Höskuldsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Berghildur Magnúsdóttir, lífeindafræðingur og sölufulltrúi hjá Vistor, tók í sama streng og Höskuldur og sagði engan samdrátt í sölu hjá sínu fyrirtæki milli ára. Þau kváðust bæði velta fyrir sér spurningunni um hver hefði flutt inn allan þann viðbótarfjölda blóðstrimla sem hefði hleypt endurgreiðslukostnaði TR upp um 50 milljónir króna á tíu mánaða tímabili 2004, en stofnunin endurgreiðir 80 - 90 prósent af heildarkostnaði við strimlana. "Maður spyr sig hvert allir þessir blóðstrimlar hafi farið, því úr því að þessi tvö fyrirtæki halda sínu þá hlýtur að vera um hreina viðbót að ræða." sagði Höskuldur. "Áður en reglugerðinni var breytt var kerfið þannig að það var nánast opinn reikningur á TR hvað þessar endurgreiðslur varðaði." Spurð fullyrtu Höskuldur og Berglind að Lyra og Vistor hefðu hvorki gefið fólki mæla né blóðstrimla. Á spjallvef Samtaka sykursjúkra er hins vegar varpað fram spurningu frá manni sem spyr hvernig standi á því að ekkert hafi komið frá samtökunum um að "Logaland gefi freestile blóðsykurmæla og kostnaður við strimla og blóðhnífa er enginn fyrir sjúklinga hjá þeim." Ingibergur Erlingsson framkvæmdastjóri Logalands kvaðst ekki vilja svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Tvö af þremur fyrirtækjum sem flytja inn blóðsykurmæla, blóðstrimla og hnífa fyrir sykursjúka, segja viðskipti sín mjög svipuð milli ára 2003 og 2004. Um er að ræða fyrirtækin Vistor og Lyru. Þriðja fyrirtækið sem flytur inn þessi hjálpartæki er Logaland. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna ofangreindra hjálpartækja, einkum þó blóðstrimla, jókst um allt að 50 milljónir á árinu 2004, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá TR kvaðst vita hvaða innflutningsfyrirtæki ætti hlut að máli varðandi þessa kostnaðaraukningu. Hann kvaðst ekki vilja gefa uppi nafn þess, þar sem um viðskiptahagsmuni væri að ræða. Eins og greint var frá greip heilbrigðisráðuneytið til þess ráðs að breyta reglugerð varðandi blóðstrimla og önnur hjálpartæki af þeim toga til að sporna við áframhaldandi "ofnotkun" eins og framkvæmdastjórinn hjá TR orðaði það. Um leið var endurgreiðsluupphæðin til sjúklinga lækkuð um 15 prósent. "Umsetningin hjá Lyru minnkaði ekkert á árinu 2004," sagði Höskuldur Höskuldsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Berghildur Magnúsdóttir, lífeindafræðingur og sölufulltrúi hjá Vistor, tók í sama streng og Höskuldur og sagði engan samdrátt í sölu hjá sínu fyrirtæki milli ára. Þau kváðust bæði velta fyrir sér spurningunni um hver hefði flutt inn allan þann viðbótarfjölda blóðstrimla sem hefði hleypt endurgreiðslukostnaði TR upp um 50 milljónir króna á tíu mánaða tímabili 2004, en stofnunin endurgreiðir 80 - 90 prósent af heildarkostnaði við strimlana. "Maður spyr sig hvert allir þessir blóðstrimlar hafi farið, því úr því að þessi tvö fyrirtæki halda sínu þá hlýtur að vera um hreina viðbót að ræða." sagði Höskuldur. "Áður en reglugerðinni var breytt var kerfið þannig að það var nánast opinn reikningur á TR hvað þessar endurgreiðslur varðaði." Spurð fullyrtu Höskuldur og Berglind að Lyra og Vistor hefðu hvorki gefið fólki mæla né blóðstrimla. Á spjallvef Samtaka sykursjúkra er hins vegar varpað fram spurningu frá manni sem spyr hvernig standi á því að ekkert hafi komið frá samtökunum um að "Logaland gefi freestile blóðsykurmæla og kostnaður við strimla og blóðhnífa er enginn fyrir sjúklinga hjá þeim." Ingibergur Erlingsson framkvæmdastjóri Logalands kvaðst ekki vilja svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira