Auðun Georg ráðinn fréttastjóri 9. mars 2005 00:01 Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Yfirlýsing útvarpsstjóra til fjölmiðla: Á fundi útvarpsráðs í gær voru lagðar fram að nýju tíu umsóknir um stöðu fréttastjóra útvarps á fréttasviði Ríkisútvarpsins, sem auglýst var laus til umsóknar í janúar. Ennfremur var lögð fram umsögn Boga Ágústssonar, forstöðumanns fréttasviðsins, þar sem fram kemur að allir umsækjendur uppfylli hæfniskröfur samkvæmt auglýsingunni. Hins vegar var það mat forstöðumanns fréttasviðsins, að fimm umsækjendur, sem allir starfa á fréttastofu útvarps, kæmu helzt til greina í stöðuna, að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar. Útvarpsráð, sem lögum samkvæmt skal gera tillögu til útvarpsstjóra um ráðningu starfsmanna dagskrár, mælti hins vegar með því að Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn í stöðu fréttastjóra. Niðurstaðan var eindregin. Hlaut Auðun stuðning meirihluta ráðsins, þ.e. fjögur atkvæði en þrír seðlar voru auðir. Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps. Hann á að baki fjölbreytt nám og hefur yfir að búa starfsreynslu, sem mun nýtast honum vel hjá Ríkisútvarpinu og koma stofnuninni að góðu gagni. 9. marz 2005 Markús Örn Antonsson Auðun Georg Ólafsson er 34 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1990 og BA-prófi í stjórnmálafræðum frá Háskóla Íslands 1994. Á árunum 1996-2001 nam Auðun við Kaupmannahafnarháskóla og hefur MA-gráðu í stjórnmálafræði þaðan. Árið 1996 sótti Auðun námskeið Blaðamannaháskóla Norðurlandaráðs um stjórnmál og stjórnarfar Norðurlanda, og samskipti þeirra við ESB og Eystrasaltsríkin. Menntamálaráðuneytið í Japan veitti honum styrk til MA-náms í stjórnsýslufræðum við lagadeild Tohoku háskóla í Japan 1997-1999. Jafnhliða lagði hann stund á nám í japönsku. Þá hefur hann sótt námskeið í samningatækni við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Auðun Georg Ólafsson var fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar samhliða námi á árunum 1993-1999 og gegndi m.a. fréttaritarastörfum í Kaupmannahöfn og Japan. Hann starfaði einnig við dagskrárgerð hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Að námi loknu vann Auðun um skeið við almannatengsl hjá fyrirtækinu Kynningu og markaði ehf. Hann ritaði ennfremur ársskýrslu um Ísland, greiningu á stjórnmálalífi, hagþróun og fréttir úr viðskiptalífinu fyrir greiningafyrirtækið European Intelligence Unit (EIU), móðurfyrirtæki tímaritsins Economist. Auðun Georg hefur að undanförnu verið markaðs- og svæðissölustjóri fyrir hátæknifyrirtækið Marel í Asíu, ábyrgur fyrir áætlanagerð, árangursgreiningu og þróun rekstrar- og söluferla fyrirtækisins í Japan, Tælandi og Víetnam. Auðun er kvæntur Fernanda Nakayama, sem fædd er í Brasilíu. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Yfirlýsing útvarpsstjóra til fjölmiðla: Á fundi útvarpsráðs í gær voru lagðar fram að nýju tíu umsóknir um stöðu fréttastjóra útvarps á fréttasviði Ríkisútvarpsins, sem auglýst var laus til umsóknar í janúar. Ennfremur var lögð fram umsögn Boga Ágústssonar, forstöðumanns fréttasviðsins, þar sem fram kemur að allir umsækjendur uppfylli hæfniskröfur samkvæmt auglýsingunni. Hins vegar var það mat forstöðumanns fréttasviðsins, að fimm umsækjendur, sem allir starfa á fréttastofu útvarps, kæmu helzt til greina í stöðuna, að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar. Útvarpsráð, sem lögum samkvæmt skal gera tillögu til útvarpsstjóra um ráðningu starfsmanna dagskrár, mælti hins vegar með því að Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn í stöðu fréttastjóra. Niðurstaðan var eindregin. Hlaut Auðun stuðning meirihluta ráðsins, þ.e. fjögur atkvæði en þrír seðlar voru auðir. Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps. Hann á að baki fjölbreytt nám og hefur yfir að búa starfsreynslu, sem mun nýtast honum vel hjá Ríkisútvarpinu og koma stofnuninni að góðu gagni. 9. marz 2005 Markús Örn Antonsson Auðun Georg Ólafsson er 34 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1990 og BA-prófi í stjórnmálafræðum frá Háskóla Íslands 1994. Á árunum 1996-2001 nam Auðun við Kaupmannahafnarháskóla og hefur MA-gráðu í stjórnmálafræði þaðan. Árið 1996 sótti Auðun námskeið Blaðamannaháskóla Norðurlandaráðs um stjórnmál og stjórnarfar Norðurlanda, og samskipti þeirra við ESB og Eystrasaltsríkin. Menntamálaráðuneytið í Japan veitti honum styrk til MA-náms í stjórnsýslufræðum við lagadeild Tohoku háskóla í Japan 1997-1999. Jafnhliða lagði hann stund á nám í japönsku. Þá hefur hann sótt námskeið í samningatækni við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Auðun Georg Ólafsson var fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar samhliða námi á árunum 1993-1999 og gegndi m.a. fréttaritarastörfum í Kaupmannahöfn og Japan. Hann starfaði einnig við dagskrárgerð hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Að námi loknu vann Auðun um skeið við almannatengsl hjá fyrirtækinu Kynningu og markaði ehf. Hann ritaði ennfremur ársskýrslu um Ísland, greiningu á stjórnmálalífi, hagþróun og fréttir úr viðskiptalífinu fyrir greiningafyrirtækið European Intelligence Unit (EIU), móðurfyrirtæki tímaritsins Economist. Auðun Georg hefur að undanförnu verið markaðs- og svæðissölustjóri fyrir hátæknifyrirtækið Marel í Asíu, ábyrgur fyrir áætlanagerð, árangursgreiningu og þróun rekstrar- og söluferla fyrirtækisins í Japan, Tælandi og Víetnam. Auðun er kvæntur Fernanda Nakayama, sem fædd er í Brasilíu.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira