Fyrstu tískuvikurnar hófust hins vegar snemma í janúar og mun eflaust mörgum þykja næstkomandi mánuðir kærkomin hvíld frá tískupælingum og tískuamstri.
Það er greinilegt að litirnir munu hafa yfirhöndina í haust og vetur. Loðfeldurinn sívinsæli heldur velli og það er ekki laust við að allt gangi í stílum. Hönnuðir þykja óvenju djarfir í ár og sumir hafa hreinlega skipt út jarðlitunum og gráu tónunum fyrir litríkan, nútímalegan og tilraunakenndan fatnað -- skapað algjört augnakonfekt.






