Algjört augnakonfekt 10. mars 2005 00:01 Nú er loksins búið að slá botninn í tískuvikur heimsins sem hafa sýnt tískuunnendum og öðrum aðstandendum tískuna fyrir haustið og veturinn 2005 til 2006. Síðasta tískuvikan í þessu holli var í París og lauk henni síðastliðinn mánudag. Fyrstu tískuvikurnar hófust hins vegar snemma í janúar og mun eflaust mörgum þykja næstkomandi mánuðir kærkomin hvíld frá tískupælingum og tískuamstri. Það er greinilegt að litirnir munu hafa yfirhöndina í haust og vetur. Loðfeldurinn sívinsæli heldur velli og það er ekki laust við að allt gangi í stílum. Hönnuðir þykja óvenju djarfir í ár og sumir hafa hreinlega skipt út jarðlitunum og gráu tónunum fyrir litríkan, nútímalegan og tilraunakenndan fatnað -- skapað algjört augnakonfekt.Rautt og loðið frá Elio Berhanyer í Madrid.Flott prjónaföt fyrir strákana frá Missoni á herratískuvikunni í Mílanó.Manni ætti ekki að vera kalt í þessari kápu frá Isaac Mizrahi í New York.Þessi fatnaður frá Rolf Snoeren og Viktor Horsting ætti að vera sæmilega hlýr í París.Dolce og Gabbana ullu aðdáendum sínum ekki vonbrigðum þótt þeir séu hættir saman.Senjórítustemming í hönnun Julien MacDonald í London.Létt geggjað frá Antonio Berardi í Mílanó. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Nú er loksins búið að slá botninn í tískuvikur heimsins sem hafa sýnt tískuunnendum og öðrum aðstandendum tískuna fyrir haustið og veturinn 2005 til 2006. Síðasta tískuvikan í þessu holli var í París og lauk henni síðastliðinn mánudag. Fyrstu tískuvikurnar hófust hins vegar snemma í janúar og mun eflaust mörgum þykja næstkomandi mánuðir kærkomin hvíld frá tískupælingum og tískuamstri. Það er greinilegt að litirnir munu hafa yfirhöndina í haust og vetur. Loðfeldurinn sívinsæli heldur velli og það er ekki laust við að allt gangi í stílum. Hönnuðir þykja óvenju djarfir í ár og sumir hafa hreinlega skipt út jarðlitunum og gráu tónunum fyrir litríkan, nútímalegan og tilraunakenndan fatnað -- skapað algjört augnakonfekt.Rautt og loðið frá Elio Berhanyer í Madrid.Flott prjónaföt fyrir strákana frá Missoni á herratískuvikunni í Mílanó.Manni ætti ekki að vera kalt í þessari kápu frá Isaac Mizrahi í New York.Þessi fatnaður frá Rolf Snoeren og Viktor Horsting ætti að vera sæmilega hlýr í París.Dolce og Gabbana ullu aðdáendum sínum ekki vonbrigðum þótt þeir séu hættir saman.Senjórítustemming í hönnun Julien MacDonald í London.Létt geggjað frá Antonio Berardi í Mílanó.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira