Fréttastofa í spennu og óvissu 10. mars 2005 00:01 Starfsemi fréttastofu Ríkisútvarpsins fór fram í spennu og óvissu í gær vegna andstöðu starfsfólks RÚV við ráðningu nýs fréttastjóra útvarps, Auðuns Georgs Ólafssonar. Í viðtölum blaðsins við starfsmenn RÚV kom fram að þeir ólu þá von í brjósti að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri myndi draga ákvörðun sína um ráðninguna til baka. Menn töldu það þó alls óvíst. Úr því að útvarpsstjóri hefði ekki hreyft andmælum strax á fundi útvarpsráðs, gæti hann trauðla tekið af skarið nú. Þá ræddu menn þann möguleika að Auðunn Georg myndi draga sig til baka. Viðmælendur blaðsins töldu það vera farsælustu lausnina í stöðunni. Atburðir gærdagsins áttu að hefjast með því að Bogi Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins myndi kynna nýja fréttastjóra, Auðunn Georg Ólafsson á fundi með fréttamönnum klukkan 9.30. Ljóst varð þó að af þeirri kynningu myndi ekki verða þegar Félag fréttamanna á RÚV boðaði til fundar á sama tíma um málið. Kynningarfundinum var því frestað en jafnframt tilkynnt að hann yrði haldinn í dag. Fréttamennirnir sátu síðan á fundi fram eftir morgni og klukkan tíu var tilkynnt að útvarpsfréttir myndu falla niður af þeirri ástæðu. Að fundinum loknum sendu fréttamennirnir frá sér eftirfarandi ályktun: "Almennur félagsfundur í Félagi fréttamanna haldinn 10. mars lýsir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ákveða að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra útvarpsins. Ráðning hans er augljóslega á pólitískum forsendum einvörðungu og með henni er vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Útvarpsstjóri hafði tækifæri til að standa vörð um hagsmuni Ríkisúrvarpsins og almennings en kaus að gera það ekki. Því nýtur hann ekki lengur trausts fréttamanna." Skorað á útvarpsstjóra Enn var blásið til fundar út af fréttastjóramálinu í hádeginu í gær. Nú var það almennur starfsmannafundur RÚV. Af þeim sökum varð hádegisfréttatíminn ekki nema um 10 mínútna langur. Í lok hans tilkynnti þulur að vegna fundarhalda og truflana á störfum fréttamanna yrði hann ekki lengri að þessu sinni. Klukkan 12.30 hófst svo starfsmannafundurinn. Þar kynntu fréttamennirnir það sem fram hefði farið á þeirra fundi fyrr um morguninn. Mikil samstaða reyndist vera meðal starfsmannanna og samþykktu þeir með miklum meiri hluta, eða 93 prósentum atkvæða, að skora á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra Útvarpsins. Síðan sagði: "Grundvallarverðmæti Fréttastofu útvarps felast í trausti almennings sem byggir á óhlutdrægum fréttaflutningi því þarf ráðning fréttastjóra að vera hafin yfir allan vafa um pólitíska íhlutun. Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýsa yfir fullum stuðningi við yfirlýsingu Félags fréttamanna um að með nýlegri ráðningu sé vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Með ákvörðun sinni virðast hvorki útvarpsráð né útvarpsstjóri hafa haft hagsmuni stofnunarinnar né almennings að leiðarljósi. " Jón Gunnar Grétarsson formaður Félags fréttamanna sagði eftir þessi fundahöld, að sorglegt væri að til þeirrar samþykktar fréttamanna að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra hefði þurft að koma. "Honum var í lófa lagið að fara að mati forstöðumanns fréttasviðs og láta hið faglega sjónarmið ráða för," sagi hann. "Það var skorað á hann að gera það. En hann kýs að fara að vilja pólitísks kjörin útvarpsráðs og við erum afskaplega ósátt við það." Jón Gunnar undirstrikaði að fréttamenn RÚV hefðu lagt áherslu á að bregðast ekki sínu starfi, en sinna öryggishlutverki og almannaheill, þótt þessar truflanir hefðu komið til. Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Starfsemi fréttastofu Ríkisútvarpsins fór fram í spennu og óvissu í gær vegna andstöðu starfsfólks RÚV við ráðningu nýs fréttastjóra útvarps, Auðuns Georgs Ólafssonar. Í viðtölum blaðsins við starfsmenn RÚV kom fram að þeir ólu þá von í brjósti að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri myndi draga ákvörðun sína um ráðninguna til baka. Menn töldu það þó alls óvíst. Úr því að útvarpsstjóri hefði ekki hreyft andmælum strax á fundi útvarpsráðs, gæti hann trauðla tekið af skarið nú. Þá ræddu menn þann möguleika að Auðunn Georg myndi draga sig til baka. Viðmælendur blaðsins töldu það vera farsælustu lausnina í stöðunni. Atburðir gærdagsins áttu að hefjast með því að Bogi Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins myndi kynna nýja fréttastjóra, Auðunn Georg Ólafsson á fundi með fréttamönnum klukkan 9.30. Ljóst varð þó að af þeirri kynningu myndi ekki verða þegar Félag fréttamanna á RÚV boðaði til fundar á sama tíma um málið. Kynningarfundinum var því frestað en jafnframt tilkynnt að hann yrði haldinn í dag. Fréttamennirnir sátu síðan á fundi fram eftir morgni og klukkan tíu var tilkynnt að útvarpsfréttir myndu falla niður af þeirri ástæðu. Að fundinum loknum sendu fréttamennirnir frá sér eftirfarandi ályktun: "Almennur félagsfundur í Félagi fréttamanna haldinn 10. mars lýsir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ákveða að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra útvarpsins. Ráðning hans er augljóslega á pólitískum forsendum einvörðungu og með henni er vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Útvarpsstjóri hafði tækifæri til að standa vörð um hagsmuni Ríkisúrvarpsins og almennings en kaus að gera það ekki. Því nýtur hann ekki lengur trausts fréttamanna." Skorað á útvarpsstjóra Enn var blásið til fundar út af fréttastjóramálinu í hádeginu í gær. Nú var það almennur starfsmannafundur RÚV. Af þeim sökum varð hádegisfréttatíminn ekki nema um 10 mínútna langur. Í lok hans tilkynnti þulur að vegna fundarhalda og truflana á störfum fréttamanna yrði hann ekki lengri að þessu sinni. Klukkan 12.30 hófst svo starfsmannafundurinn. Þar kynntu fréttamennirnir það sem fram hefði farið á þeirra fundi fyrr um morguninn. Mikil samstaða reyndist vera meðal starfsmannanna og samþykktu þeir með miklum meiri hluta, eða 93 prósentum atkvæða, að skora á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra Útvarpsins. Síðan sagði: "Grundvallarverðmæti Fréttastofu útvarps felast í trausti almennings sem byggir á óhlutdrægum fréttaflutningi því þarf ráðning fréttastjóra að vera hafin yfir allan vafa um pólitíska íhlutun. Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýsa yfir fullum stuðningi við yfirlýsingu Félags fréttamanna um að með nýlegri ráðningu sé vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Með ákvörðun sinni virðast hvorki útvarpsráð né útvarpsstjóri hafa haft hagsmuni stofnunarinnar né almennings að leiðarljósi. " Jón Gunnar Grétarsson formaður Félags fréttamanna sagði eftir þessi fundahöld, að sorglegt væri að til þeirrar samþykktar fréttamanna að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra hefði þurft að koma. "Honum var í lófa lagið að fara að mati forstöðumanns fréttasviðs og láta hið faglega sjónarmið ráða för," sagi hann. "Það var skorað á hann að gera það. En hann kýs að fara að vilja pólitísks kjörin útvarpsráðs og við erum afskaplega ósátt við það." Jón Gunnar undirstrikaði að fréttamenn RÚV hefðu lagt áherslu á að bregðast ekki sínu starfi, en sinna öryggishlutverki og almannaheill, þótt þessar truflanir hefðu komið til.
Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira