RÚV: Lausn ekki í sjónmáli 11. mars 2005 00:01 Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Auðun Georg á að taka til starfa sem fréttastjóri Útvarps 1. apríl næstkomandi. Honum verður ekki tekið fagnandi - það er deginum ljósara. Ekkert bendir hins vegar til að hann muni hætta við og ekki þiggja starfið. Fréttamenn Útvarps og Sjónvarps hafa lýst því yfir að þeir eru ósáttir við ráðninguna, líta á hana sem móðgun við sig og sitt starf og muni ekki una því að starfa undir stjórn hans. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að hann myndi ekki bakka með ákvörðun sína. Málið er í eins miklum hnút og hugsast getur og erfitt að sjá hvernig það verði leyst - en í það minnsta er ljóst að þótt vandamálið sé sprottið af pólitík munu pólitískir ráðamenn ekki taka að sér að leysa það. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekkert botna í málinu og segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu ekki blanda sér í það. „Þarna er verið að ráða millistjórnanda og þeir sem er trúað fyrri þessum málum verða að sjálfsögðu að leiða það til lykta,“ segir Halldór. Framsóknarflokkurinn er af flestum sem til þekkja talinn bera ábyrgð á Auðuni og ráðningu hans. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sagði Pétur Gunnarsson, varamaður í útvarpsráði og framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagðist ekki vita hverjar pólitískar skoðanir Auðuns væru, né annarra umsækjenda, enda hafi það ekki verið hluti af ákvörðuninni. Jóhann Hauksson, fráfarandi yfirmaður Rásar 2 sem einnig var gestur í þættinum, sagðist þá vara Pétur við því að „skrökva hér frammi fyrir alþjóð. Ég hef sjálfur talað við forsætisráðherra um þetta mál,“ sagði Jóhann, án þess að vilja fara nánar út í það samtal. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 náði Halldóri Ásgrímssyni á hlaupum nú undir kvöld var ekki annað hægt en að spyrja hann um samtalið. Hann sagði þetta aldrei hafa komið til tals í samtalinu, án þess að vilja fara nánar út í það samtal frekar en Jóhann, en sagði þó að Jóhann hafi óskað eftir því við sig að hann hefði afskipti af málinu. Það kæmi þó alls ekki til greina. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Auðun Georg á að taka til starfa sem fréttastjóri Útvarps 1. apríl næstkomandi. Honum verður ekki tekið fagnandi - það er deginum ljósara. Ekkert bendir hins vegar til að hann muni hætta við og ekki þiggja starfið. Fréttamenn Útvarps og Sjónvarps hafa lýst því yfir að þeir eru ósáttir við ráðninguna, líta á hana sem móðgun við sig og sitt starf og muni ekki una því að starfa undir stjórn hans. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að hann myndi ekki bakka með ákvörðun sína. Málið er í eins miklum hnút og hugsast getur og erfitt að sjá hvernig það verði leyst - en í það minnsta er ljóst að þótt vandamálið sé sprottið af pólitík munu pólitískir ráðamenn ekki taka að sér að leysa það. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekkert botna í málinu og segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu ekki blanda sér í það. „Þarna er verið að ráða millistjórnanda og þeir sem er trúað fyrri þessum málum verða að sjálfsögðu að leiða það til lykta,“ segir Halldór. Framsóknarflokkurinn er af flestum sem til þekkja talinn bera ábyrgð á Auðuni og ráðningu hans. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sagði Pétur Gunnarsson, varamaður í útvarpsráði og framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagðist ekki vita hverjar pólitískar skoðanir Auðuns væru, né annarra umsækjenda, enda hafi það ekki verið hluti af ákvörðuninni. Jóhann Hauksson, fráfarandi yfirmaður Rásar 2 sem einnig var gestur í þættinum, sagðist þá vara Pétur við því að „skrökva hér frammi fyrir alþjóð. Ég hef sjálfur talað við forsætisráðherra um þetta mál,“ sagði Jóhann, án þess að vilja fara nánar út í það samtal. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 náði Halldóri Ásgrímssyni á hlaupum nú undir kvöld var ekki annað hægt en að spyrja hann um samtalið. Hann sagði þetta aldrei hafa komið til tals í samtalinu, án þess að vilja fara nánar út í það samtal frekar en Jóhann, en sagði þó að Jóhann hafi óskað eftir því við sig að hann hefði afskipti af málinu. Það kæmi þó alls ekki til greina.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira