Aukning í árásum tölvuhakkara 13. október 2005 18:54 Það hefur færst mikið í vöxt undanfarin misseri að brotist sé inn á vefsvæði íslenskra fyrirtækja. Í slíkum innbrotum er annað hvort verið að skemma viðkomandi vefsíðu eða að ná í viðkvæmar persónuupplýsingar. Sérfræðingar í öryggismálum á Netinu sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að öryggi á vefsíðum íslenskra fjármálastofnana sé gott en töluvert vanti upp á öryggi hjá almennum fyrirtækjum og stofnunum. Ingi Örn Geirsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs KB banka, segist mikið verða var við að reynt sé að brjótast inn kerfi bankans. Stundum eru gerðar margar tilraunir á dag og stundum færri og segir Ingi þetta oft fara eftir því hvernig tæknilegar lausnir frá Microsoft eru að gera sig. Bankarnir geta gert ákveðna hluti til að verjast innbrotstilraunum að hans sögn en afar mikilvægt er að notendur sjálfir passi upp á sína hluti, séu t.d. með nýjustu útgáfur af stýrikerfum og vöfrum, vírusvarnir, og athugi á vafra hvort þeir séu á öruggri vefsíðu. Theódór Ragnar Gíslason starfar sem sérfræðingur í innbrotsprófunum hjá KPMG. Hann vinnur við það að prófa öryggi á vefsíðum íslenskra fyrirtækja. Hann brýst inn á vefsíðurnar og bendir í kjölfarið á glufurnar sem þar eru. Hann segir yfirleitt frekar ábótavant í veföryggismálum íslenskra fyrirtækja en þó séu fjármálafyrirtækin undantekning, sem sé kannski skiljanlegt þar sem verið sé að höndla með peninga almennings í þeim tilvikum. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Það hefur færst mikið í vöxt undanfarin misseri að brotist sé inn á vefsvæði íslenskra fyrirtækja. Í slíkum innbrotum er annað hvort verið að skemma viðkomandi vefsíðu eða að ná í viðkvæmar persónuupplýsingar. Sérfræðingar í öryggismálum á Netinu sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að öryggi á vefsíðum íslenskra fjármálastofnana sé gott en töluvert vanti upp á öryggi hjá almennum fyrirtækjum og stofnunum. Ingi Örn Geirsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs KB banka, segist mikið verða var við að reynt sé að brjótast inn kerfi bankans. Stundum eru gerðar margar tilraunir á dag og stundum færri og segir Ingi þetta oft fara eftir því hvernig tæknilegar lausnir frá Microsoft eru að gera sig. Bankarnir geta gert ákveðna hluti til að verjast innbrotstilraunum að hans sögn en afar mikilvægt er að notendur sjálfir passi upp á sína hluti, séu t.d. með nýjustu útgáfur af stýrikerfum og vöfrum, vírusvarnir, og athugi á vafra hvort þeir séu á öruggri vefsíðu. Theódór Ragnar Gíslason starfar sem sérfræðingur í innbrotsprófunum hjá KPMG. Hann vinnur við það að prófa öryggi á vefsíðum íslenskra fyrirtækja. Hann brýst inn á vefsíðurnar og bendir í kjölfarið á glufurnar sem þar eru. Hann segir yfirleitt frekar ábótavant í veföryggismálum íslenskra fyrirtækja en þó séu fjármálafyrirtækin undantekning, sem sé kannski skiljanlegt þar sem verið sé að höndla með peninga almennings í þeim tilvikum.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira