Erfitt að lýsa tilfinningunni 12. mars 2005 00:01 Hildur Vala Einarsdóttir, Idol-stjarna ársins 2005, segist ekki hafa verið sigurviss fyrir lokakvöldið. Hún á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar tilkynnt var að hún væri orðin Idol-stjarna Íslands því hún hafi verið mjög skrítin. „Maður veit ekki alveg hvernig maður á að haga sér,“ segir Hildur. Og hún segir sl. nótt hafa verið svefnlitla. Hildur sigraði Aðalheiði Ólafsdóttur í úrslitakeppni Idol stjörnuleitar í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld. Eitt hundrað þrjátíu og fimm þúsund atkvæði voru greidd, og var að sögn þáttastjórnendanna mjótt á mununum. Dómarar voru afar sáttir við frammistöðu beggja keppenda og sögðust telja stúlkurnar báðar eiga framtíðina fyrir sér í poppheiminum. Hildur Vala segir að þrátt fyrir að þátttakendur hafi allir verið að keppa að sama markinu hafi myndast mikil vinátta á milli þeirra. Það er ljóst að Idol-stjörnunnar bíður mikil vinna, en fyrst ætlar hún að hvíla sig. „Ég ætla að einbeita mér að því að hugsa um næstu daga og vikur,“ segir Hildur Vala, rám í röddinni eftir gærkvöldið og mikinn söng undanfarnar vikur. Hildur Vala segist sjálf vera ósköp venjuleg stelpa úr Vogunum í Reykjavík en greinilegt er að þjóðin er ekki á sama máli. Fyrir Idol - Stjörnuleit hafði hún unnið sér það helst til frægðar að sigra í karókíkeppni grunnskólanna með laginu Sound of Silence sem hún söng ásamt vinkonu sinni. Hún tekur æðinu í kringum keppnina með stóískri ró og segir daginn í dag í raun hafa verið skringilega venjulegan. Idol Tímamót Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Hildur Vala Einarsdóttir, Idol-stjarna ársins 2005, segist ekki hafa verið sigurviss fyrir lokakvöldið. Hún á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar tilkynnt var að hún væri orðin Idol-stjarna Íslands því hún hafi verið mjög skrítin. „Maður veit ekki alveg hvernig maður á að haga sér,“ segir Hildur. Og hún segir sl. nótt hafa verið svefnlitla. Hildur sigraði Aðalheiði Ólafsdóttur í úrslitakeppni Idol stjörnuleitar í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld. Eitt hundrað þrjátíu og fimm þúsund atkvæði voru greidd, og var að sögn þáttastjórnendanna mjótt á mununum. Dómarar voru afar sáttir við frammistöðu beggja keppenda og sögðust telja stúlkurnar báðar eiga framtíðina fyrir sér í poppheiminum. Hildur Vala segir að þrátt fyrir að þátttakendur hafi allir verið að keppa að sama markinu hafi myndast mikil vinátta á milli þeirra. Það er ljóst að Idol-stjörnunnar bíður mikil vinna, en fyrst ætlar hún að hvíla sig. „Ég ætla að einbeita mér að því að hugsa um næstu daga og vikur,“ segir Hildur Vala, rám í röddinni eftir gærkvöldið og mikinn söng undanfarnar vikur. Hildur Vala segist sjálf vera ósköp venjuleg stelpa úr Vogunum í Reykjavík en greinilegt er að þjóðin er ekki á sama máli. Fyrir Idol - Stjörnuleit hafði hún unnið sér það helst til frægðar að sigra í karókíkeppni grunnskólanna með laginu Sound of Silence sem hún söng ásamt vinkonu sinni. Hún tekur æðinu í kringum keppnina með stóískri ró og segir daginn í dag í raun hafa verið skringilega venjulegan.
Idol Tímamót Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira