Bíða dóms um ógildingu útboðs 20. mars 2005 00:01 Dóms er að vænta innan mánaðar um það hvort Vegagerðinni hafi verið heimilt að ógilda fyrra útboð Héðinsfjarðarganga fyrir tveimur árum og hafna öllum tilboðum. Íslenskir aðalverktakar bjóða enn fram þá sátt að grafa göngin á grundvelli lægsta boðs. Samgönguráðherra tilkynnti á Siglufirði í gær að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út í haust. Þetta verður þá í annað sinn sem útboð fer fram því það gerðist einnig fyrir tveimur árum. Íslenskir aðalverktakar áttu þá lægsta boð, upp á nærri sex milljarða króna, en fyrirtækið hafði haft mikið fyrir því að bjóða í verkið. Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka, segir að fyrirtækið hafi eytt vel yfir 50 milljónum í að bjóða í verkið. Bjóðendur voru valdir í forvali en útboðið fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt samevrópskum útboðsreglum. Mánuði síðar frestaði ríkisstjórnin framkvæmdunum og Vegagerðin vísaði til klásúlu í útboðsskilmálum um að áskilinn væri réttur til að hafna öllum tilboðum. Stefán segir að Íslenskir aðalverktakar telji að slíkar klásúlur verði að byggjast á efnislegum forsendum, en fyrir því séu fordæmi erlendis. Það geti ekki verið geðþóttaákvörðun hvort menn hætti við verkefni eða ekki. Íslenskir aðalverktakar, með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, freista þess nú fyrir dómi að fá skorið úr lögmæti þessarar ákvörðunar Vegagerðarinnar. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðin hefði brotið lög. Við blasa einnig spurningar um siðferði þess að bjóða sama verk út aftur þegar bjóðendur voru áður búnir að sýna öll sín spil. Stefán segir öllum aðilum ljóst hvert lægsta tilboðið hafi verið síðast og honum sé ekki alveg ljóst hvernig taka eigi á því í nýju útboði. Krafa aðalverktaka snýst ekki um skaðabætur á þessu stigi heldur að fá dómsúrskurð um grundvallaratriði. Og þeir eru enn tilbúnir að vinna verkið á grundvelli fyrra útboðs. Stefán segir aðalverktaka hafa verið það allan tímann en því góða boði hafi ekki verið tekið enn þá. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira
Dóms er að vænta innan mánaðar um það hvort Vegagerðinni hafi verið heimilt að ógilda fyrra útboð Héðinsfjarðarganga fyrir tveimur árum og hafna öllum tilboðum. Íslenskir aðalverktakar bjóða enn fram þá sátt að grafa göngin á grundvelli lægsta boðs. Samgönguráðherra tilkynnti á Siglufirði í gær að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út í haust. Þetta verður þá í annað sinn sem útboð fer fram því það gerðist einnig fyrir tveimur árum. Íslenskir aðalverktakar áttu þá lægsta boð, upp á nærri sex milljarða króna, en fyrirtækið hafði haft mikið fyrir því að bjóða í verkið. Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka, segir að fyrirtækið hafi eytt vel yfir 50 milljónum í að bjóða í verkið. Bjóðendur voru valdir í forvali en útboðið fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt samevrópskum útboðsreglum. Mánuði síðar frestaði ríkisstjórnin framkvæmdunum og Vegagerðin vísaði til klásúlu í útboðsskilmálum um að áskilinn væri réttur til að hafna öllum tilboðum. Stefán segir að Íslenskir aðalverktakar telji að slíkar klásúlur verði að byggjast á efnislegum forsendum, en fyrir því séu fordæmi erlendis. Það geti ekki verið geðþóttaákvörðun hvort menn hætti við verkefni eða ekki. Íslenskir aðalverktakar, með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, freista þess nú fyrir dómi að fá skorið úr lögmæti þessarar ákvörðunar Vegagerðarinnar. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðin hefði brotið lög. Við blasa einnig spurningar um siðferði þess að bjóða sama verk út aftur þegar bjóðendur voru áður búnir að sýna öll sín spil. Stefán segir öllum aðilum ljóst hvert lægsta tilboðið hafi verið síðast og honum sé ekki alveg ljóst hvernig taka eigi á því í nýju útboði. Krafa aðalverktaka snýst ekki um skaðabætur á þessu stigi heldur að fá dómsúrskurð um grundvallaratriði. Og þeir eru enn tilbúnir að vinna verkið á grundvelli fyrra útboðs. Stefán segir aðalverktaka hafa verið það allan tímann en því góða boði hafi ekki verið tekið enn þá.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira