Stoppar upp fiska og fugla 21. mars 2005 00:01 Haraldur hefur sérhæft sig í uppstoppun á laxfiskum og kveðst hafa alveg nóg að gera. Spurður hvort menn séu svona stoltir af veiðinni sinni að þeir láti stoppa hana upp svarar hann: "Já, oft hafa menn sett markið við 20 punda fiska en ég fæ líka stundum fiska sem einhver saga er bundin við." Hann segir verðið á uppstoppun fisks hlaupa á tugum þúsunda en þó ekki fara upp í hundrað. "Bæði er mikil vinna við þetta og eins er efniskostnaður mikill," segir hann og kveðst meðal annars nota lakk og aðrar vörur sem brúkaðar eru við boddýviðgerðir á bílum. En hvað notar hann í tróð? "Það er sérstakt frauð sem ég flyt inn í steyptum kubbum og tálga niður," svarar hann. Að sjálfsögðu finnst honum þetta skemmtilegt starf, annars væri hann ekki í því. "Ef ég verð leiður á fiskunum þá tek ég einn og einn fugl inn á milli," segir hann og brosir. Hann kveðst hafa byrjað að fikta við að stoppa upp fugla fyrir fimmtán árum en fiskauppstoppun hafi hann lært með því að vinna á verkstæðum bæði í Noregi og Ameríku. "Það er erfitt að komast í nám í þessu og svakalega dýrt en besti skólinn er á verkstæði hjá fagmanni," segir hann. Haraldur er keppnismaður. Lyftingarkeppnir áttu hug hans allan í 15 ár og ekkert annað komst að. Nú er hann að búa sig á heimsmeistaramót sem haldið verður í Springfield í Illinois í Bandaríkjunum en í fyrra fór hann á Evrópumeistaramót og náði titlinum Evrópumeistari í fiskauppstoppun. Í Springfield ætlar hann að sækja ýmis námskeið og draumurinn er að læra að tálga fiska út í tré en það segir hann mjög tímafreka vinnu. Í lokin er hann spurður hvernig íþróttamaður kunni við sig í svona kyrrsetustarfi og því svarar hann: "Ég fer í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku til að halda mér gangandi." Atvinna Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Haraldur hefur sérhæft sig í uppstoppun á laxfiskum og kveðst hafa alveg nóg að gera. Spurður hvort menn séu svona stoltir af veiðinni sinni að þeir láti stoppa hana upp svarar hann: "Já, oft hafa menn sett markið við 20 punda fiska en ég fæ líka stundum fiska sem einhver saga er bundin við." Hann segir verðið á uppstoppun fisks hlaupa á tugum þúsunda en þó ekki fara upp í hundrað. "Bæði er mikil vinna við þetta og eins er efniskostnaður mikill," segir hann og kveðst meðal annars nota lakk og aðrar vörur sem brúkaðar eru við boddýviðgerðir á bílum. En hvað notar hann í tróð? "Það er sérstakt frauð sem ég flyt inn í steyptum kubbum og tálga niður," svarar hann. Að sjálfsögðu finnst honum þetta skemmtilegt starf, annars væri hann ekki í því. "Ef ég verð leiður á fiskunum þá tek ég einn og einn fugl inn á milli," segir hann og brosir. Hann kveðst hafa byrjað að fikta við að stoppa upp fugla fyrir fimmtán árum en fiskauppstoppun hafi hann lært með því að vinna á verkstæðum bæði í Noregi og Ameríku. "Það er erfitt að komast í nám í þessu og svakalega dýrt en besti skólinn er á verkstæði hjá fagmanni," segir hann. Haraldur er keppnismaður. Lyftingarkeppnir áttu hug hans allan í 15 ár og ekkert annað komst að. Nú er hann að búa sig á heimsmeistaramót sem haldið verður í Springfield í Illinois í Bandaríkjunum en í fyrra fór hann á Evrópumeistaramót og náði titlinum Evrópumeistari í fiskauppstoppun. Í Springfield ætlar hann að sækja ýmis námskeið og draumurinn er að læra að tálga fiska út í tré en það segir hann mjög tímafreka vinnu. Í lokin er hann spurður hvernig íþróttamaður kunni við sig í svona kyrrsetustarfi og því svarar hann: "Ég fer í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku til að halda mér gangandi."
Atvinna Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira