Ein sit ég og sauma 31. mars 2005 00:01 Tískuvikan í París er tilefni fjölda hönnuða til að sýna vinnu sína þar sem tískuhúsin eru öll með "showroom" og innkaupastjórarnir þræða þau og kaupa inn fyrir næstu árstíð. Þess vegna er mikilvægt fyrir hönnuði sem eru að koma sér á framfæri að sýna eigin hönnun á sama tíma til að ná sambandi við hugsanlega viðskiptavini. Nokkur hópur íslenskra hönnuða var í París á dögunum, meðal annars Ásta Guðmundsdóttir, og Hanna Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður sýndi í Galleríi við Place des Voges ásamt norsku tvíeyki, Arne og Carlos. Þeir eru þekktustu hönnuðirnir í Noregi um þessar mundir og meira að segja opinberir hönnuðir Mette-Marit krónprinsessu. Steinunn hefur hannað fallega línu fyrir veturinn 2005-6, að mestu í svörtu og ljósgráu með mikið af kasmírull sem er einstaklega mjúk, einnig peysur með böndum til að binda með slaufur eða vefja eftir vild og jakka sem hægt er að fara í hvort sem þeim er snúið upp eða niður. Klæðin eru til þess gerð að láta sér líða vel í þeim og nota þau eftir eigin höfði. Þau minna á hönnun Issey Myake, en ein lína hans gengur út á að hver flík er unnin úr einum þræði sem er aldrei slitinn og efnið aldrei klippt og viðskiptavinurinn á að nota flíkina að vild. Lína Steinunnar er þó íslensk og með alþjóðlegum blæ en hún hefur meðal annars unnið með Tom Ford við hönnun kvenlínu Gucci þegar hann var þar aðalhönnuður. Þær Erna Steina Guðmundsdóttir, Lísbet Sveinsdóttir og Matthildur Halldórsdóttir hafa nú í fimm ár verið að byggja upp fyrirtækið ELM og eru smátt og smátt að bæta við hönnunina, frá því að vera aðallega með prjónaðar peysur og aðrar flíkur, í að hanna flíkur sem eru saumaðar úr mjög fínni bómull og hör þar sem einungis hágæðaefni eru notuð. Íslenskir hönnuðir eru með útþrá. Flestir eiga þeir (þær ætti ég heldur að segja, það virðast aðallega vera konur sem eru í því að hanna!) það sammerkt að eiga erfiðara með innkomu á evrópskan markað, sérstaklega hér í París, háborg tískunnar. Vandamálið er að það kostar gífurlega fjármuni að markaðssetja sig eða að greiða þriðja aðila fyrir að sjá um að selja í búðir og þessa fjármuni vantar alveg. Hvernig væri að eyða hundrað milljónum í að markaðssetja fatahönnuði í staðinn fyrir menningarkynningu? Í íslenskri hönnun liggur grafið gull sem því miður allt of fáir vita um. Ein kona með saumavél í eldhúsi getur ekki náð ein inn á heimsmarkað, þótt það sé afskaplega rómantískt. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Tískuvikan í París er tilefni fjölda hönnuða til að sýna vinnu sína þar sem tískuhúsin eru öll með "showroom" og innkaupastjórarnir þræða þau og kaupa inn fyrir næstu árstíð. Þess vegna er mikilvægt fyrir hönnuði sem eru að koma sér á framfæri að sýna eigin hönnun á sama tíma til að ná sambandi við hugsanlega viðskiptavini. Nokkur hópur íslenskra hönnuða var í París á dögunum, meðal annars Ásta Guðmundsdóttir, og Hanna Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður sýndi í Galleríi við Place des Voges ásamt norsku tvíeyki, Arne og Carlos. Þeir eru þekktustu hönnuðirnir í Noregi um þessar mundir og meira að segja opinberir hönnuðir Mette-Marit krónprinsessu. Steinunn hefur hannað fallega línu fyrir veturinn 2005-6, að mestu í svörtu og ljósgráu með mikið af kasmírull sem er einstaklega mjúk, einnig peysur með böndum til að binda með slaufur eða vefja eftir vild og jakka sem hægt er að fara í hvort sem þeim er snúið upp eða niður. Klæðin eru til þess gerð að láta sér líða vel í þeim og nota þau eftir eigin höfði. Þau minna á hönnun Issey Myake, en ein lína hans gengur út á að hver flík er unnin úr einum þræði sem er aldrei slitinn og efnið aldrei klippt og viðskiptavinurinn á að nota flíkina að vild. Lína Steinunnar er þó íslensk og með alþjóðlegum blæ en hún hefur meðal annars unnið með Tom Ford við hönnun kvenlínu Gucci þegar hann var þar aðalhönnuður. Þær Erna Steina Guðmundsdóttir, Lísbet Sveinsdóttir og Matthildur Halldórsdóttir hafa nú í fimm ár verið að byggja upp fyrirtækið ELM og eru smátt og smátt að bæta við hönnunina, frá því að vera aðallega með prjónaðar peysur og aðrar flíkur, í að hanna flíkur sem eru saumaðar úr mjög fínni bómull og hör þar sem einungis hágæðaefni eru notuð. Íslenskir hönnuðir eru með útþrá. Flestir eiga þeir (þær ætti ég heldur að segja, það virðast aðallega vera konur sem eru í því að hanna!) það sammerkt að eiga erfiðara með innkomu á evrópskan markað, sérstaklega hér í París, háborg tískunnar. Vandamálið er að það kostar gífurlega fjármuni að markaðssetja sig eða að greiða þriðja aðila fyrir að sjá um að selja í búðir og þessa fjármuni vantar alveg. Hvernig væri að eyða hundrað milljónum í að markaðssetja fatahönnuði í staðinn fyrir menningarkynningu? Í íslenskri hönnun liggur grafið gull sem því miður allt of fáir vita um. Ein kona með saumavél í eldhúsi getur ekki náð ein inn á heimsmarkað, þótt það sé afskaplega rómantískt.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning