Viðtalið örlagaríka 1. apríl 2005 00:01 Þegar Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins, kom til starfa í gær tók Ingimar Karl Helgason, fréttamaður Útvarpsins, viðtal við hann í hádegisfréttum. Hluti viðtalsins birtist hér: Ingimar Karl Helgason: Hefurðu átt fundi með formanni útvarpsráðs nýlega? Auðun Georg Ólafsson: Ekki nýlega nei. Ingimar: Ég hef öruggar heimildir fyrir því að þú hafir hitt hann að máli eftir hádegi í gær? Auðun Georg Ólafsson: Man nú ekki til þess. Man ekki alveg nákvæmlega hvenær það var. Ingimar: Hvað hefði verið rætt á slíkum fundi? Auðun Georg Ólafsson: Það er bara trúnaðarmál. Ingimar: Þannig að þú viðurkennir að slíkur fundur hafi verið haldinn þrátt fyrir að þú neitir því? Auðun Georg Ólafsson: Ég neitaði því ekkert að hann hafi farið fram en gef ekkert upp annað um það. Ingimar: Varstu ekki að neita því að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Fundurinn hefur verið haldinn en hann var bara trúnaðarmál. Ingimar: Hver boðaði fundinn? Auðun Georg Ólafsson: Það var bara trúnaðarmál. Ingimar: Baðst þú um fund eða formaður útvarpsráðs? Auðun Georg Ólafsson: Ég bara, nú man ég ekki, ég held að ég hafi óskað eftir þeim fundi bara til þess að meta aðstæður og fara yfir hver staðan væri hér innanhúss. Ingimar: Hver var niðurstaðan á fundinum? Auðun Georg Ólafsson: Niðurstaðan á fundinum var bara að halda sínu striki og ég veit ekki til þess að ég hafi gert neitt rangt og bara mæti hér til starfa og haldi mínu striki. Ingimar: Mætti ég þá kannski spyrja, það er nú lítið eftir af þessu, af hverju neitaðirðu því í upphafi að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Bíddu hvað áttu við? Ingimar: Ég spurði þig hvort þú hefðir átt fund í gær og þú sagðir nei. Auðun Georg Ólafsson: Mig minnti ekki hvenær nákvæmlega fundurinn fór fram. Ingimar: Þetta var í gær. Auðun Georg Ólafsson: Já, þá var hann í gær. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þegar Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins, kom til starfa í gær tók Ingimar Karl Helgason, fréttamaður Útvarpsins, viðtal við hann í hádegisfréttum. Hluti viðtalsins birtist hér: Ingimar Karl Helgason: Hefurðu átt fundi með formanni útvarpsráðs nýlega? Auðun Georg Ólafsson: Ekki nýlega nei. Ingimar: Ég hef öruggar heimildir fyrir því að þú hafir hitt hann að máli eftir hádegi í gær? Auðun Georg Ólafsson: Man nú ekki til þess. Man ekki alveg nákvæmlega hvenær það var. Ingimar: Hvað hefði verið rætt á slíkum fundi? Auðun Georg Ólafsson: Það er bara trúnaðarmál. Ingimar: Þannig að þú viðurkennir að slíkur fundur hafi verið haldinn þrátt fyrir að þú neitir því? Auðun Georg Ólafsson: Ég neitaði því ekkert að hann hafi farið fram en gef ekkert upp annað um það. Ingimar: Varstu ekki að neita því að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Fundurinn hefur verið haldinn en hann var bara trúnaðarmál. Ingimar: Hver boðaði fundinn? Auðun Georg Ólafsson: Það var bara trúnaðarmál. Ingimar: Baðst þú um fund eða formaður útvarpsráðs? Auðun Georg Ólafsson: Ég bara, nú man ég ekki, ég held að ég hafi óskað eftir þeim fundi bara til þess að meta aðstæður og fara yfir hver staðan væri hér innanhúss. Ingimar: Hver var niðurstaðan á fundinum? Auðun Georg Ólafsson: Niðurstaðan á fundinum var bara að halda sínu striki og ég veit ekki til þess að ég hafi gert neitt rangt og bara mæti hér til starfa og haldi mínu striki. Ingimar: Mætti ég þá kannski spyrja, það er nú lítið eftir af þessu, af hverju neitaðirðu því í upphafi að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Bíddu hvað áttu við? Ingimar: Ég spurði þig hvort þú hefðir átt fund í gær og þú sagðir nei. Auðun Georg Ólafsson: Mig minnti ekki hvenær nákvæmlega fundurinn fór fram. Ingimar: Þetta var í gær. Auðun Georg Ólafsson: Já, þá var hann í gær.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira