Olíuverð í sögulegu hámarki 2. apríl 2005 00:01 MYND/Reuters Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki í gær, enn á ný. Það hefur hækkað um meira en helming frá því árið 2002. Um miðjan dag í gær kostaði olíufatið 57,70 dollara í New York og 56,51 dollara í Lundúnum. Verðið hefur aldrei verið hærra og óttast sérfræðingar á markaði að enn sé svigrúm fyrir hækkun. Sérfræðingar Goldman Sachs telja meira að segja líkur á verðsprengingu sem ljúki fyrst þegar verðið nái 105 dollurum á fatið. Aðrir sérfræðingar draga það þó í efa og telja að meiri háttar hryðjuverk eða annað álíka þyrfti til. Engu að síður er ljóst að í vanda stefnir, einkum í Bandaríkjunum, þar sem næg hráolía er til en vinnslustöðvar hafa ekki við. Nokkrar af stærstu olíuhreinsunarstöðvunum sem þjóna Bandaríkjunum hafa þurft að hætta vinnslu vegna bilana eða verkfalla í vikunni og í Nígeríu, sem er einn stærsti olíuútflytjandi heims, vofir verkfall yfir. Í næsta mánuði hefst sumarleyfistíminn í Bandaríkjunum með tilheyrandi bílferðum og þá er næsta víst að eldsneytisverð getur hækkað. Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er nú meira en helmingi hærra en í byrjun árs 2002, en sé tekið tillit til verðbólgu og annarra þátta er verðið nú þó ekki jafn hátt og eftir byltinguna í Íran árið 1979. Þá kostaði olíufatið að núvirði 80 dollara. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki í gær, enn á ný. Það hefur hækkað um meira en helming frá því árið 2002. Um miðjan dag í gær kostaði olíufatið 57,70 dollara í New York og 56,51 dollara í Lundúnum. Verðið hefur aldrei verið hærra og óttast sérfræðingar á markaði að enn sé svigrúm fyrir hækkun. Sérfræðingar Goldman Sachs telja meira að segja líkur á verðsprengingu sem ljúki fyrst þegar verðið nái 105 dollurum á fatið. Aðrir sérfræðingar draga það þó í efa og telja að meiri háttar hryðjuverk eða annað álíka þyrfti til. Engu að síður er ljóst að í vanda stefnir, einkum í Bandaríkjunum, þar sem næg hráolía er til en vinnslustöðvar hafa ekki við. Nokkrar af stærstu olíuhreinsunarstöðvunum sem þjóna Bandaríkjunum hafa þurft að hætta vinnslu vegna bilana eða verkfalla í vikunni og í Nígeríu, sem er einn stærsti olíuútflytjandi heims, vofir verkfall yfir. Í næsta mánuði hefst sumarleyfistíminn í Bandaríkjunum með tilheyrandi bílferðum og þá er næsta víst að eldsneytisverð getur hækkað. Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er nú meira en helmingi hærra en í byrjun árs 2002, en sé tekið tillit til verðbólgu og annarra þátta er verðið nú þó ekki jafn hátt og eftir byltinguna í Íran árið 1979. Þá kostaði olíufatið að núvirði 80 dollara.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent