Meirihluti lögreglubíla er úreltur 4. apríl 2005 00:01 Sé miðað við þær reglur sem gilda um lögreglubifreiðar víða á Norðurlöndunum er meirihluti lögreglubifreiða hérlendis úreldur þrátt fyrir að sérstakt átak í bílamálum hafi nú staðið yfir í rúm fimm ár hjá Ríkislögreglustjóra. Eru þess dæmi að hér séu í notkun fimmtán ára gamlir bílar og allnokkrir sem keyrðir hafa verið vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra. Þau tvö meginviðmið sem lögregluyfirvöld settu sér þegar átak um endurnýjun bílaflotans hófst fyrir fimm árum var að engir lögreglubílar yrðu eldri en fimm ára og engum ekið mikið meira en 300 þúsund kílómetra alls. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins eru enn rúmlega 90 ökutæki lögreglunnar í landinu árgerð 2000 eða eldri og elsti bíllinn sem enn er í umferð er frá árinu 1989. Jón F. Bjartmarz hjá Ríkislögreglustjóra, sem hefur yfirumsjón með bílamálum lögreglu í landinu, segir þessar tölur fjarri lagi. Hið rétta sé að 42 ökutæki séu af árgerð 2000 eða eldri en bílafloti lögreglunnar telur alls rúmlega 150 bíla. Samkvæmt skrám bílamiðstöðvar lögreglunar eru um 15 bílar í notkun sem ekið hefur verið meira en 300 þúsund kílómetra og hefur blaðið heimildir fyrir því að allnokkrir þeirra séu komnir vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra akstur. Óumdeilt er hins vegar meðal lögreglumanna að staðan hefur batnað til muna hin síðustu ár og þá sérstaklega varðandi tækjabúnað. Jón segir fullan vilja að halda áfram uppbyggingu bílaflotans en skrefin séu minni en vonast var til í upphafi. "Ýmislegt hefur orðið til þess að endurnýjun er ekki eins hröð og við vildum. Flotinn var nánast alveg ónýtur þegar við tókum við árið 2000 og ýmis búnaður kominn vel til ára sinna. Einnig hefur hin síðari ár bæði verð á bílunum og rekstarkostnaðurinn aukist umfram það sem við áttum von á en við gælum engu að síður við að markmið okkar um að allur flotinn verði nýr og innan þeirra marka sem við setjum verði orðin að raunveruleika eftir þrjú til fjögur ár." Áætlað er að 23 ný ökutæki verði tekin í notkun á þessu ári og munu þá að líkindum síðustu svokölluðu "Svörtu maríurnar" hverfa af vegum landsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sé miðað við þær reglur sem gilda um lögreglubifreiðar víða á Norðurlöndunum er meirihluti lögreglubifreiða hérlendis úreldur þrátt fyrir að sérstakt átak í bílamálum hafi nú staðið yfir í rúm fimm ár hjá Ríkislögreglustjóra. Eru þess dæmi að hér séu í notkun fimmtán ára gamlir bílar og allnokkrir sem keyrðir hafa verið vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra. Þau tvö meginviðmið sem lögregluyfirvöld settu sér þegar átak um endurnýjun bílaflotans hófst fyrir fimm árum var að engir lögreglubílar yrðu eldri en fimm ára og engum ekið mikið meira en 300 þúsund kílómetra alls. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins eru enn rúmlega 90 ökutæki lögreglunnar í landinu árgerð 2000 eða eldri og elsti bíllinn sem enn er í umferð er frá árinu 1989. Jón F. Bjartmarz hjá Ríkislögreglustjóra, sem hefur yfirumsjón með bílamálum lögreglu í landinu, segir þessar tölur fjarri lagi. Hið rétta sé að 42 ökutæki séu af árgerð 2000 eða eldri en bílafloti lögreglunnar telur alls rúmlega 150 bíla. Samkvæmt skrám bílamiðstöðvar lögreglunar eru um 15 bílar í notkun sem ekið hefur verið meira en 300 þúsund kílómetra og hefur blaðið heimildir fyrir því að allnokkrir þeirra séu komnir vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra akstur. Óumdeilt er hins vegar meðal lögreglumanna að staðan hefur batnað til muna hin síðustu ár og þá sérstaklega varðandi tækjabúnað. Jón segir fullan vilja að halda áfram uppbyggingu bílaflotans en skrefin séu minni en vonast var til í upphafi. "Ýmislegt hefur orðið til þess að endurnýjun er ekki eins hröð og við vildum. Flotinn var nánast alveg ónýtur þegar við tókum við árið 2000 og ýmis búnaður kominn vel til ára sinna. Einnig hefur hin síðari ár bæði verð á bílunum og rekstarkostnaðurinn aukist umfram það sem við áttum von á en við gælum engu að síður við að markmið okkar um að allur flotinn verði nýr og innan þeirra marka sem við setjum verði orðin að raunveruleika eftir þrjú til fjögur ár." Áætlað er að 23 ný ökutæki verði tekin í notkun á þessu ári og munu þá að líkindum síðustu svokölluðu "Svörtu maríurnar" hverfa af vegum landsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira