Margmenni við útför páfa 4. apríl 2005 00:01 Líkið af Jóhannesi Páli páfa var síðdegis flutt í Basilíku Péturskirkjunnar í Róm þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína næstu daga. Útför páfa fer fram á föstudaginn og er búist við margmenni. Lík páfa hefur legið á viðhafnarbörum frá því í gær og það var síðdegis í dag borið inn í kirkjuna. Kardinálar kaþólsku kirkjunnar vottuðu páfa virðingu sína og síðan mun almenningur fá að streyma inn í kirkjuna til að kveðja hann. Tugir þúsunda manna hafa hafst við á Péturstorginu í Róm um helgina og búist er við því að um tvær milljónir manna muni á næstu dögum flykkjast til Rómar til að sjá páfa í hinsta sinn. Biðröðin við Péturskirkjuna er þegar orðin gríðarlöng, lögregla áætlar að um hundrað þúsund manns bíði þess að komast inn í kirkjuna sem verður opin nánast allan sólarhringinn. Aðeins verður lokað í þrjár klukkustundir um blánóttina svo hægt sé að þrífa húsið og laga líkið. Páll Jensson, prófessor í iðnaðarverkfræði sem staddur er í rannsóknarleyfi í Róm, segir að allt mannlífið í borginni snúist um andlát páfa þessa dagana og talað sé um að öll hótel séu að fyllast. Páll og eiginkona hans fóru að Péturstorginu á laugardag og segir hann það hafa verið mjög áhrifamikið að vera þarna með þessum gífurlega mannfjölda. Ófáir hafi líka fellt tár. Útför páfa fer fram á föstudagsmorgun og verður hann jarðsettur í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni. Búist er við um 200 þjóðarleiðtogum, meðal annars Bush Bandaríkjaforseta, Blair, forsætisráðherra Bretlands, Schröder, kanslara Þýskalands, Juan Carlos Spánarkonungi og Freiberga, forseta Lettlands. Ekki liggur enn fyrir hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fari til Rómar fyrir Íslands hönd en þegar síðasti páfi var jarðsettur var aðeins íslenskur sendiherra viðstaddur. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Líkið af Jóhannesi Páli páfa var síðdegis flutt í Basilíku Péturskirkjunnar í Róm þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína næstu daga. Útför páfa fer fram á föstudaginn og er búist við margmenni. Lík páfa hefur legið á viðhafnarbörum frá því í gær og það var síðdegis í dag borið inn í kirkjuna. Kardinálar kaþólsku kirkjunnar vottuðu páfa virðingu sína og síðan mun almenningur fá að streyma inn í kirkjuna til að kveðja hann. Tugir þúsunda manna hafa hafst við á Péturstorginu í Róm um helgina og búist er við því að um tvær milljónir manna muni á næstu dögum flykkjast til Rómar til að sjá páfa í hinsta sinn. Biðröðin við Péturskirkjuna er þegar orðin gríðarlöng, lögregla áætlar að um hundrað þúsund manns bíði þess að komast inn í kirkjuna sem verður opin nánast allan sólarhringinn. Aðeins verður lokað í þrjár klukkustundir um blánóttina svo hægt sé að þrífa húsið og laga líkið. Páll Jensson, prófessor í iðnaðarverkfræði sem staddur er í rannsóknarleyfi í Róm, segir að allt mannlífið í borginni snúist um andlát páfa þessa dagana og talað sé um að öll hótel séu að fyllast. Páll og eiginkona hans fóru að Péturstorginu á laugardag og segir hann það hafa verið mjög áhrifamikið að vera þarna með þessum gífurlega mannfjölda. Ófáir hafi líka fellt tár. Útför páfa fer fram á föstudagsmorgun og verður hann jarðsettur í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni. Búist er við um 200 þjóðarleiðtogum, meðal annars Bush Bandaríkjaforseta, Blair, forsætisráðherra Bretlands, Schröder, kanslara Þýskalands, Juan Carlos Spánarkonungi og Freiberga, forseta Lettlands. Ekki liggur enn fyrir hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fari til Rómar fyrir Íslands hönd en þegar síðasti páfi var jarðsettur var aðeins íslenskur sendiherra viðstaddur.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira