Salan snupruð af stjórnarandstöðu 4. apríl 2005 00:01 Hrossakaup, baktjaldamakk og foringjalýðræði voru einkunnirnar sem stjórnarandstaðan gaf undirbúningi að sölu Landssímans á Alþingi í dag. Enn sem áður er ætlunin að selja grunnnetið með Símanum. Forsætisráðherra segir engin fordæmi fyrir því í allri Evrópu að grunnnet séu aðskilin frá símafyrirtækjum áður en þau séu seld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir þjóðina hafa grætt tugi milljarða á því að sala Símans fór út um þúfur fyrir þremur árum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðustól þingsins í dag að málið allt bæri blæ af hrossakaupum og baktjaldamakki og ræða forsætisráðherra hafi svarað færri spurningum en hún vakti. Sú vangavelta standi t.a.m. eftir hvað valdi hinu flókna kerfi um eignarhald þeirra sem megi kaupa Símann, t.d. að það megi aðeins vea þrír aðilar. „Er svarið kannski það að með þessu er verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar komist að kjötkötlunum?“ spurði Össur. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra varði talsverðum tíma í að verja þá ákvörðun að selja grunnetið með Símanum. Þar kom fram að ríkisstjórnin ætlar að setja hluta af andvirði Landsímans í sérstakan fjarskiptasjóð sem verði nýttur til að jafna aðgang landsmanna að gagnaflutningum. Össur sagði hins vegar óverjandi að selja grunnetið og röksemdir forsætisráðherra héldu ekki vatni. Reynslan hefði kennt mönnum að það hefði verið rangt að skilja ekki grunnetin frá símafyrirtækjunum úti í Evrópu þegar þau voru einkavædd. Steingrímur J. Sigfússon sagði skrípaleikinn kringum málið endurspeglast í aðkomu ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley. Hann vísaði í forsíðu Morgunblaðsins sl. laugardag þar sem stendur að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi handsalað samkomulag um sölu Símans. Í næstu línu standi svo að einkavæðingarnefnd hafi ekki skilað niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar. „Hér er á ferðinni áframhaldandi „hrossakaupaforingjalýðræði“ í anda stjórnarflokkanna. Þetta er Írakaðferðin,“ sagði Steingrímur og bætti við að aðferðin ætti að tryggja að lítt þóknanlegir aðilar eignuðust ekki Símann. „Þetta er heimsmet í nýjum prjónaskap ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og er þá mikið sagt.“ Forsætiráðherra sagði þetta byggjast á kjaftasögum úti í bæ sem þingmenn ættu ekki alltaf að taka sem sannleika. Slíkt væri orðið of algengt í sölum Alþingis. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Hrossakaup, baktjaldamakk og foringjalýðræði voru einkunnirnar sem stjórnarandstaðan gaf undirbúningi að sölu Landssímans á Alþingi í dag. Enn sem áður er ætlunin að selja grunnnetið með Símanum. Forsætisráðherra segir engin fordæmi fyrir því í allri Evrópu að grunnnet séu aðskilin frá símafyrirtækjum áður en þau séu seld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir þjóðina hafa grætt tugi milljarða á því að sala Símans fór út um þúfur fyrir þremur árum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðustól þingsins í dag að málið allt bæri blæ af hrossakaupum og baktjaldamakki og ræða forsætisráðherra hafi svarað færri spurningum en hún vakti. Sú vangavelta standi t.a.m. eftir hvað valdi hinu flókna kerfi um eignarhald þeirra sem megi kaupa Símann, t.d. að það megi aðeins vea þrír aðilar. „Er svarið kannski það að með þessu er verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar komist að kjötkötlunum?“ spurði Össur. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra varði talsverðum tíma í að verja þá ákvörðun að selja grunnetið með Símanum. Þar kom fram að ríkisstjórnin ætlar að setja hluta af andvirði Landsímans í sérstakan fjarskiptasjóð sem verði nýttur til að jafna aðgang landsmanna að gagnaflutningum. Össur sagði hins vegar óverjandi að selja grunnetið og röksemdir forsætisráðherra héldu ekki vatni. Reynslan hefði kennt mönnum að það hefði verið rangt að skilja ekki grunnetin frá símafyrirtækjunum úti í Evrópu þegar þau voru einkavædd. Steingrímur J. Sigfússon sagði skrípaleikinn kringum málið endurspeglast í aðkomu ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley. Hann vísaði í forsíðu Morgunblaðsins sl. laugardag þar sem stendur að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi handsalað samkomulag um sölu Símans. Í næstu línu standi svo að einkavæðingarnefnd hafi ekki skilað niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar. „Hér er á ferðinni áframhaldandi „hrossakaupaforingjalýðræði“ í anda stjórnarflokkanna. Þetta er Írakaðferðin,“ sagði Steingrímur og bætti við að aðferðin ætti að tryggja að lítt þóknanlegir aðilar eignuðust ekki Símann. „Þetta er heimsmet í nýjum prjónaskap ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og er þá mikið sagt.“ Forsætiráðherra sagði þetta byggjast á kjaftasögum úti í bæ sem þingmenn ættu ekki alltaf að taka sem sannleika. Slíkt væri orðið of algengt í sölum Alþingis.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira