Páfi: Niðurbrot líkamans hindrað 5. apríl 2005 00:01 Löng hefð er fyrir því að lík páfa standi uppi í Vatíkaninu í Róm í nokkra daga fyrir jarðaför þeirra svo að almenningur geti vottað hinum látna virðingu sína. Gripið er til ýmissa ráðstafana til að hefta niðurbrot líkamans. Tugþúsundir manna streyma nú í Péturskirkjuna í Róm til að kveðja Jóhannes Pál páfa II. Gríðarlangar biðraðir hafa myndast úti á Péturstorginu og er búist við að allt að tvær milljónir manna leggi leið sína í kirkjuna fyrir föstudagsmorgun þegar páfinn verður jarðsunginn. Það er vandasamt verk að meðhöndla lík á þann hátt að þau geti staðið uppi í þetta langan tíma. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri þekkir til verka og segir að byrja þurfi meðhöndlunina nánast strax eftir andlátið því rotnunin hefjist um leið. Hann segir páfa mjög líklega smurðan eins og gjarnan er gert í heitum löndum. Þá er blóði líkamans skipt út fyrir formalín til að vernda hann gegn rotnun og niðurbroti. Loks er að öllum líkindum kæliplötur undir líkinu til að halda því köldu. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar í Páfagarði við fráfall annarra páfa til að hægt sé að hafa lík þeirra til sýnis fyrir almenning. Og ef vel er að verki staðið geta líkin varðveist jafnvel í áraraðir. Það vakti reyndar mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar jarðneskar leyfar Jóhannesar páfa tuttugasta og þriðja voru grafnar upp til að flytja í aðra gröf að hann leit þá nákvæmlega eins út og daginn sem hann dó, þrjátíu og átta árum áður. Hins vegar mistókst varðveisla páfans þar á undan, Píusar tólfta, svo illilega að skipta þurfti um vaktmenn við líkið á kortersfresti, svo stæk var nályktin. Mikil framþróun hefur orðið síðan þá og Rúnar segist gera ráð fyrir að páfagarður noti nú allt það nýjasta og besta sem boðið er upp á á þessu sviði. Líkið stirðnar við formalínið og því er mikilvægt að búið sé að leggja það til áður, festa hendurnar saman og jafnvel sauma munninn saman. „En það mun að lokum alltaf finnast einhver lykt ... Mjög sennilega kæla þeir hann aftur niður á nóttunni, alveg niður undir frostmark þess vegna, til að reyna að halda honum í „sýningarhæfu“ formi,“ segir Rúnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður viðstaddur jarðarför Jóhannesar Páls páfa ásamt Herði Bjarnasyni, sendiherra Íslands gagnvart Vatíkaninu. Páfi verður jarðsunginn snemma á föstudagsmorgun og hefst athöfnin klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við að um 200 þjóðarleiðtogar verði við jarðarförina, meðal annars Bush Bandaríkjaforseti, Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Schröder, kanslari Þýskalands. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Löng hefð er fyrir því að lík páfa standi uppi í Vatíkaninu í Róm í nokkra daga fyrir jarðaför þeirra svo að almenningur geti vottað hinum látna virðingu sína. Gripið er til ýmissa ráðstafana til að hefta niðurbrot líkamans. Tugþúsundir manna streyma nú í Péturskirkjuna í Róm til að kveðja Jóhannes Pál páfa II. Gríðarlangar biðraðir hafa myndast úti á Péturstorginu og er búist við að allt að tvær milljónir manna leggi leið sína í kirkjuna fyrir föstudagsmorgun þegar páfinn verður jarðsunginn. Það er vandasamt verk að meðhöndla lík á þann hátt að þau geti staðið uppi í þetta langan tíma. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri þekkir til verka og segir að byrja þurfi meðhöndlunina nánast strax eftir andlátið því rotnunin hefjist um leið. Hann segir páfa mjög líklega smurðan eins og gjarnan er gert í heitum löndum. Þá er blóði líkamans skipt út fyrir formalín til að vernda hann gegn rotnun og niðurbroti. Loks er að öllum líkindum kæliplötur undir líkinu til að halda því köldu. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar í Páfagarði við fráfall annarra páfa til að hægt sé að hafa lík þeirra til sýnis fyrir almenning. Og ef vel er að verki staðið geta líkin varðveist jafnvel í áraraðir. Það vakti reyndar mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar jarðneskar leyfar Jóhannesar páfa tuttugasta og þriðja voru grafnar upp til að flytja í aðra gröf að hann leit þá nákvæmlega eins út og daginn sem hann dó, þrjátíu og átta árum áður. Hins vegar mistókst varðveisla páfans þar á undan, Píusar tólfta, svo illilega að skipta þurfti um vaktmenn við líkið á kortersfresti, svo stæk var nályktin. Mikil framþróun hefur orðið síðan þá og Rúnar segist gera ráð fyrir að páfagarður noti nú allt það nýjasta og besta sem boðið er upp á á þessu sviði. Líkið stirðnar við formalínið og því er mikilvægt að búið sé að leggja það til áður, festa hendurnar saman og jafnvel sauma munninn saman. „En það mun að lokum alltaf finnast einhver lykt ... Mjög sennilega kæla þeir hann aftur niður á nóttunni, alveg niður undir frostmark þess vegna, til að reyna að halda honum í „sýningarhæfu“ formi,“ segir Rúnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður viðstaddur jarðarför Jóhannesar Páls páfa ásamt Herði Bjarnasyni, sendiherra Íslands gagnvart Vatíkaninu. Páfi verður jarðsunginn snemma á föstudagsmorgun og hefst athöfnin klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við að um 200 þjóðarleiðtogar verði við jarðarförina, meðal annars Bush Bandaríkjaforseti, Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Schröder, kanslari Þýskalands.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira