Menning

Útivinnandi mæður ekki verri

Börn útivinnandi mæðra hafa svipaðan málfarsþroska, standa sig jafnvel á greindarprófum og eiga í sambærilegu sambandi við foreldra sín og jafnaldrar þeirra sem sem voru heima hjá heimavinnandi mæðrum sínum, samkvæmt nýrri rannsókn Rannsóknin leiddi í ljós að tíminn sem mæður eyða með börnum sínum hefur lítið að segja um þroska þeirra, heldur virðast heimilisaðstæður og gæði sambandsins sem börnin áttu við móður sína skipta meira máli. Þannig skiptir það miklu hvað móðirin gerir með börnunum þegar hún er hjá þeim. Börnin sem virtust standa sig best í rannsókninni og sýndu mestan þroska komu frá heimilum þar sem umhverfið var örvandi og mæðurnar voru duglegar að sinna þeim, tala við þau og fara með þau út að leika. Einnig virtist það hafa mikil áhrif á þroska barnanna ef mæðurnar voru næmar á þarfir þeirra .





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.